Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
19.10.2008 | 16:23
Kannski gerir ríkisstjórnin eitthvað.
Ráðherrar funda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 20:31
Er eitthvað í veginum svo hægt sé að taka ákvörðun?
Ákvörðun á allra næstu dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2008 | 16:26
"Þökk sé stjórnvöldum"
"Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing áttu eignir upp á tæplega 14.500 milljarða króna hinn 30. júní sl. og skuldir þeirra námu þá um 13.600 milljörðum króna. Eignir þeirra þá voru þannig tæpum 900 milljörðum króna umfram skuldir."
Athyglisvert að hafa þessar upplýsingar og vonandi eru þær réttar. Með framferði sínu hafa stjórvöld kastað hundruðum miljarða króna á glæ, gert sparnað þúsunda að engu, brennt allt hlutafé þeirra sem áttu í bönkunum, gert almenna lántakendur skuldugri vegna ákvæða um verðtryggingu í verðbólgunni sem grasserar í kjölfarið, hægt á hjólum atvinnulífsins sem verður fyrir miklum tekjumissi, hindrað áætlanir í lífi almennings með skelfilegum afleiðingum og eyðilagt orðspor íslendinga á alþjóðavettvangi til margra ára. Eigum við íslendingar betri stjórnvöld skilið?
Þeir felldu bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2008 | 20:21
Laus við öryggisráðið
Auðvitað vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2008 | 07:54
Já takk, við þiggjum að fá að nota evruna.
ESB-leiðtogar styðja Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2008 | 08:27
Semjum við evrópuríki um evruna núna, í dag.
Alþingi og ríkisstjórn virðist ekki tilbúinn til að ganga í það verk að semja um það við Evrópusambandið að við fáum nú þegar að taka upp evrur. Það gætum við samt að öllu líkindum, því neyð okkar er mikil og þjóðir evrópu eru tilbúnar að hlusta, því þær skynja vanda okkar eftir allar þær hremmingar sem við höfum lent í.
Menn ættu að nota tækifærið og fá lánið frá Rússum í evrum og skella henni á markað í skiptum fyrir íslensku krónuna, með samþykki evrópuríkja. Vilji er allt sem þarf.
Spurningin er hvort íslensk samfélag þurfi fyrst að verða rústir einar áður en stjórnmálamenn viðurkenna þá stöðu sem gjaldmiðill okkar er kominn í.
Krónumarkaðir freðnir sem fyrr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 15:32
Orðspor okkar.
Eitt er alveg ljóst; orð Davíðs Oddssonar í Kastljós þætti um að við myndum ekki borga erlendar skuldi óráðsíumanna, standa skýr og ljós fyrir augum og eyrum umheimsins. Hafi einhver framið hryðjuverk á orðspori íslendinga þá gerði hann það í þessum þætti. Hann, seðlabankastjórinn ætlaði ekki að borga, það er alveg klárt, -meinti reyndar; ég og ríkisstjórnin. Í öllum öðrum löndum, en Íslandi væri maður, sem hefði valdið svo miklum skaða verið látinn víkja úr starfi umsvifalaust. En hér komast menn upp með hvað sem er, hvort sem það er að fara með ósannindi, blekkja, svíkja eða eyðileggja orðspor heillar þjóðar með rugli og einka skoðunum í opinberum sjónvarpsviðtölum. Hvar hafa þessir seðlabankastjórar verið á meðan útrásarmenninrnir komu okkur í svona hrikalega skuldastöðu? Hvar var fjármálaeftirlitið? Hvar var ríkisstjórnin?
Vilja ekki íslensku sinfóníuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 08:46
Breytum lögum og göngum svo í Efnahagsbandalag Evrópu.
Auðvitað eigum við að ganga í Efnahagsbandalag Evrópu. En áður þurfum við að setja nokkur lagaákvæði til að vernda hagsmuni þjóðarinnar:
- Breyta lögum um fiskveiðistjórnunina þannig að sjávarútvegsfyrirtæki fái tímabundinn veiðirétt. Hann þarf að vera til 1 árs, 3 ára og 5 ára. Réttindin skulu boðin upp árlega, en framsal heimilt innan tímaramma. Allir rétthafar skulu eiga lögheimili á Íslandi, róa frá íslenskri höfn og landa aflanum í íslenskri höfn.
- Setja þarf lög um að landareign og leiga á landi sé háð því að land sé nýtt til fyrirfram skilgreindra hluta, þannig að nýting lands sé til hagsbóta fyrir þjóðina. Landeigandi hafi forgangsrétt á nýtingu lands, en að öðrum kosti geti yfirvöld ráðstafað réttindunum. Landréttindi eru: Notkun ræktaðra túna, haga, afréttar, skipulagðra byggingareita og hvers konar hlunninda; svo sem eins og vatns til einkanota, virkjun vatnsfalla til einkanota, notkun jarðhita til einkanota og námugröfts til einkanota.
- Setja þarf lög um að vatn, vatnsföll, jarðhiti, námur og afl vinds og sjávar séu eign þjóðarinnar og skulu nýtt í þágu hennar. Undaskilinn er einkaafnotaréttur ábúenda jarða, samanber upptalninguna hér á undan.
Þegar þessu er lokið getum við gengið í Efnahagsbandalag Evrópu og tekið upp evru, -sem er löngu tímabært.
Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.10.2008 kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2008 | 16:25
Jón Ásgeir þarf að bera ábyrgð á orðum sínum, -ekki Egill Helgason.
Þingmaðurinn og framsóknarmaðurinn Bjarni Harðarson segir að Jón Ásgeir í Baugi hafi verið afhjúpaður í Silfri Egils, sem kaupmannssonurinn. . . með ekkert viðskiptasiðferði. Hann segist fá á tilfinninguna eftir þetta viðtal að þessi strákur hafi kannski aldrei skilið hvarð var að gerast í kringum hann.
Bjarni Harðarson virðist sakna þess að Jón Ásgeir skuli ekki tala á sömu nótum og Egill spyrjandi þáttarins og helst svara fyrir sig með skætingi. Egill Helgason þarf ekki að bera ábyrgð á orðum sínum. Það skildi ekki vera að einmitt fyrir málefnalegan talsmáta skuli Jón Ásgeir njóta tiltrúar í viðskiptaheiminum. Það er hægt að dást að því að hann skuli mæta í þátt Egils og gera tilraun til að svara fullyrðingum Egils, -sem sumar hverjar voru einungis byggðar á dylgjum- og að hann skuli halda andlitinu allan tímann.
Það má ásaka "útrásamennina" fyrir lélegt viðskiptasiðferði, ef Bjarni Harðarson getur sýnt fram á að hægt sé að ásaka menn fyrir að byggja hús og taka til þess 20 milljónir að láni, vitandi að húsið brennur niður á nokkrum mínútum í eldsvoða.
Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.10.2008 kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2008 | 10:17
Bresk stjórnvöld eru "hryðjuverkamenn"
Bretar réðust inn í Kaupþingsbanka UK og yfirtóku og spilltu þar með fyrir björgunaraðgerðum íslenskra stjórnvalda gagnvart Kaupþingsbanka. Þeir þurfa að fá að borga fyrir það. Aðgerðir þeirra og afleiðingar má jafna við hryðjuverk á íslensku viðskiptalífi og íslensku samfélagi.
Viðræður við sendinefnd Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |