Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Arionbanki verði keyptur út úr Farice

Burt séð frá þörfinni á að hækka afnotagjöld af Farice strengnum, þá er það mjög óheppilegt að einkafyrirtæki eins og Arionbanki eigi samgöngumannvirki.  Ríkið mætti einnig gjarnan taka til baka jarðlínurnar sem einkafélagið Síminn eignaðist á sínum tíma.  Samgöngur eiga að vera í eigu þjóðarinnar - þó ekki væri nema vegna öryggisjónarmiða.
mbl.is Þurfa að semja við Farice að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll neysla er einkamál

Hver konar neysla er einkamál. Ef menn vilja túlka það sem svo að þar með megi ekki reyna að hafa áhrif á neysluna þá eru engin einkamál til. Það er að sjálsögðu einkamál hvað menn borða eða drekka hversu oft og hversu mikið. Og það er að sjálfsögðu í lagi að reyna að hafa áhrif á neysluvenjur fólks.

mbl.is Áfengisneysla ekki einkamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar eru kristin þjóð.

Íslendingar eru kristin þjóð samkvæmt lögum og ætla örugglega að vera það áfram.

Ásatrúarfélagið er hins vegar ágæt viðbót við menningarflóruna og vettvangur til skoðanaskipta um eilífðarmálin.  Ásatrúarfélagið eins og önnur svokölluð lífsskoðunarfélög geta aldrei komið í staðinn fyrir kristin siðaboðskap, enda eru hugmyndir þeirra, um hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessari veröld fengnar að láni úr kristindómnum. 

Misgjörðir kirkjunnar manna í aldanna rás breyta engu um að boðskapur kristinnar kirkju er það besta sem við höfum.  En það kostar að hafa góða siði og þess vegna þurfum við að hafa þjóðkirkjuna.  Þjóðkirkjan er skóli þjóðarinnar í góðum siðum  - svo við getum lifað í friði við aðra menn og þjóðir.


mbl.is Máli Ásatrúarfélagsins vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Urða kjöt og fisk

Fyrir mörgum árum var kjöt urðað á Íslandi. Hundruðum kindaskrokka var hent á haugana. Þetta kjöt mátti ekki selja því ekki fékkst fyrir það, það lágmarksverð sem "kommiserar" ríkisins höfðu ákveðið.
Þessi frétt hér er vitni um það að ESB er ráðstjórnarsamband eða ríki sem er stjórnað með tilskipunum og draga má í efa að þar viðgangist heiðarlegir viðskipahættir og markaðsfrelsi.
mbl.is Kaupa fisk til að kasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigendur hætti að stjórna fyrirtækjum sínum?

Hún var ekki gæfuleg ályktunin frá útektarnefndinni, um að kjörnir fulltrúar fólksins hætti að skipta sér af rekstri Orkuveitunnar. Maður spyr; var fleira í hennar störfum svona gáfulegt? En kannski var nefndin bara að reyna að segja að Reykvíkingar þurfi að velja hæfara fólk til starfa í borgarstjórn?
mbl.is Erfitt að vera leiðinlegi maðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tortryggni gagnvart samkeppnislögum?

Páll er ekki alveg að lesa rétt um tortryggnina. Tortryggnin er fyrst og fremst í garð Samkeppnisstofnunar og þeirra sem þar starfa, en ekki samkeppnislaganna sjálfra. Enda hvað má annað vera þegar starfsmenn stofnunarinnar flokka mál til upptöku eftir stærð fyrirtækja , en ekki alvarleika hugsanlegra lögbrota. Lítil fyrirtæki sem kvarta og hafa ekki efni á dýrum lögfræðingum til halds og trausts fá yfirleitt enga úrlausn.
mbl.is Gagnrýnir fyrirtækjamenninguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstakt gjald þegar þú virðir fyrir þér íslenska náttúru.

Það má búast við því að þegar búið verður að venja Íslendinga á að greiða fyrir aðkomu að náttúruperlum, að fram komi tillaga um að enginn standi fyrir utan "ferðamannastaðina" og horfi - án þess að borga. Ef ferðamannastaðirnar eru ofsetnir þá þarf væntanlega að fækka ferðamönnum - eða eru hér einhver takmörk fyrir fjöldanum?
mbl.is Nauðsynlegt að hefja gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband