"Þökk sé stjórnvöldum"

"Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing áttu eignir upp á tæplega 14.500 milljarða króna hinn 30. júní sl. og skuldir þeirra námu þá um 13.600 milljörðum króna. Eignir þeirra þá voru þannig tæpum 900 milljörðum króna umfram skuldir."

Athyglisvert að hafa þessar upplýsingar og vonandi eru þær réttar. Með framferði sínu hafa stjórvöld kastað hundruðum miljarða króna á glæ, gert sparnað þúsunda að engu, brennt allt hlutafé þeirra sem áttu í bönkunum, gert almenna lántakendur skuldugri vegna ákvæða um verðtryggingu í verðbólgunni sem grasserar í kjölfarið, hægt á hjólum atvinnulífsins sem verður fyrir miklum tekjumissi, hindrað áætlanir í lífi almennings með skelfilegum afleiðingum og eyðilagt orðspor íslendinga á alþjóðavettvangi  til margra ára.  Eigum við íslendingar betri stjórnvöld skilið?


mbl.is Þeir felldu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vill engin þjóð hafa samskipti við íslendinga nema við skiptum um fjármálastjórn.

Hlustið á viðtal við seðlabankastjóra Noregs.(Ruv kvöldfréttir 16 okt.Stórþingið um Ísland)
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4426347/3

Þeir eru tilbúnir með aðstoð en halda að sér höndum vegna þess að þeir treysta ekki Íslenskum stjórnvöldum,
Gjaldeyrisviðskipti munu ekki hefjast fyrr en ábyrg fjármálastjórn hefur tekið við á Íslandi.

Rússarnir eru á sömu skoðun.

Einnig frétt RUV 18.10.2008 14:14

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item232249/
Tilvitnun:
"hafa borist skýr skilaboð frá seðlabönkum sem leitað hefur verið til um lán, að lán verði ekki veitt nema að formlegu samstarfi íslenskra stjórnvalda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins verði komið á."
Tilvitnun:
"Það á þó eftir að koma í ljós hvaða skilyrði Gjaldeyrissjóðurinn setur fyrir lánveitingunni og hvernig íslensk stjórnvöld bregðast við þeim."
 
Fyrsta skilyrðið verður að koma á ábyrgri fjármálastjórn = reka Davíð Oddsson!

Það má einnig geta þess að viðtalið við Davíð Oddsson í Kastljósi er talið hafa kostað hvert mannsbarn á Íslandi milli 10 og 20 milljónir ISK
300.000 x 20 millj = 6000 milljarðar ISK!

Vill einhver að Davíð Oddsson sitji áfram og hafi umsjón með fjármálum Íslands?

Það voru margir sem fylgdu Hitler fram í rauðan dauðann.

RagnarA (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 16:34

2 identicon

Það þýðir ekkert að vera með of miklar einfaldanir. Rætur vandans liggja í regluverki eftirlitsstofnana vestan hafs og austan, og í lágum vöxtum, lausung og lánaþenslu eftir áhyggjur og þrengingar eftir hrun tvíburaturnanna. Bent hefur verið á að ofvöxtur bankanna hér heima byggðist á þeim reglum sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu - og að allir þeir stjórnmálamenn, með Jón Baldvin í fararbroddi, sem samþykktu samninginn um evrópska efnahagssvæðið bera hér höfuðábyrgð. Stjórnendur einkavæddu bankanna fóru sér svo greinilega of geyst og voru seinir að bregðast við athugasemdum um fyrirkomulag sparnaðarreikninga í Bretlandi (hefðu átt að stofna dótturfélag þar í staðinn fyrir útibú). Það er líka rétt að forystumenn seðlabanka í Bretlandi, ECB og Bandaríkjanna, auk tiltekinna Norðurlandabanka - ekki allra - voru okkur fremur erfiðir. Það verður að líta á heildina - kerfið sem Jón Baldvin og fleiri skópu - ásamt því hvernig menn nýttu sér kerfið.

Teddi (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 16:49

3 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Takk fyrir athugasemdirnar Ragnar og Teddi.

Teddi!  Það getur vel verið að hér sé um flókið mál að ræða.  Það breytir þó ekki því að þegar maður tekur að sér verk og veldur því ekki þá á maður að  segja sig frá því.  Þeir sem nú stjórna hafa einungis gert illt verra með framferði sínu þó svo rætur vandans liggi í útlendu regluverki og erlendri lánaþenslu.

Kjartan Eggertsson, 18.10.2008 kl. 17:06

4 identicon

Rétt hjá þér Kjartan. En þá er það spurningin: Hver gerði rangt - og hvenær? Það er kannski það sem helstu spurningarnar snúast um - og þeim verður ekki svarað nema með rækilegri úttekt. Hitt liggur fyrir; að kerfið gerði þetta allt mögulegt, og þar bera Jón Baldvin og Evrópukratarnir höfuðábyrgðina.

Teddi (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband