Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Banki í góðum rekstri hefur verið eyðilagður

Það eru orð að sönnu að banki í góðum rekstri hafi verið eyðilagður.  Allir bankarnir 3 sem ríkið yfirtók voru í góðum rekstri.  Léleg lausafjárstaða þeirra var ekki eingöngu sök stjórnenda bankanna frekar en Seðlabanka Íslands eða hinni alþjóðlegu fjármálakreppu sem enn ríkir.  Yfirtaka stjórnvalda á bönkunum er ekkert annað en rán.  Margra ára uppbyggingarstarf er eyðilagt eins og hendi sé veifað.  Það er alveg ótrúlegt til þess að hugsa að Alþingi íslendinga skyldi á einni nóttu taka ákvörðun um þau lög sem gáfu ríkinu heimild til að yfirtaka bankana, -án umræðu eða upplýsingaleitar.   Þetta minnir á annað rán, en það er ránið á veiðréttindum sjávarplássanna.  Nokkrir þáverandi alþingismenn hafa viðurkennt að þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum. 
mbl.is Bankamenn í tilfinningarússi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru þessir óreiðumenn?

Davíð Oddson segir í sjónvarpsvitali; "við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna"!  Hverjir eru þessir óreiðumenn?  Er hann að tala um starfsmenn Landsbankans sem hafa fjárfest í hlutabréfum bankans á löngum tíma eða fá þeir kannski hlutabréfin sín bætt?   Er það geðþóttaákvörðun hans hverjir teljast óreiðumenn?  Verður henni framfylgt eða verður farið að almennum lögum?


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þjóðnýting Glitnis afdrifarík afglöp"

Leyfi mér að birta hér frétt af visir.is þar sem nokkur orð eru höfð eftir dr. Richard Portes, prófessor við London Business School:

"Alvarleg afglöp að bregðast við lausafjárkreppu Glitnis með þjóðnýtingu, segir Richard Portes, prófessor í London. Seðlabanki Íslands hafi alls ekki sinnt skyldum sínum. Mikilvægt sé að halda stillingu, meðan ríkisstjórn vinni að lausn. "Hin óvænta og óskiljanlega þjóðnýting íslenska ríkisins á Glitni hleypti skriðu af stað sem verður að stöðva með öllum ráðum," segir dr. Richard Portes, prófessor við London Business School.

Hann skrifaði skýrslu í fyrra ásamt Friðriki Má Baldurssyni, prófessor við Háskólann í Reykjavík, fyrir Viðskiptaráð Íslands um stöðu og framþróun íslenska fjármálakerfisins. Hefur hann verið tíður viðmælandi erlendra fjölmiðla um íslenskt fjármálalíf æ síðan og dregið upp aðra og jákvæðari mynd af stöðu mála hér og styrk bankanna en ýmsir aðrir.

"Ástandið sem nú geisar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er grafalvarlegt, en það tengist ekkert íslenskum aðstæðum sérstaklega. Athygli umheimsins beindist hins vegar öll að íslenska fjármálakerfinu við hina óvæntu þjóðnýtingu Glitnis, sem verða að teljast afar afdrifarík afglöp af hálfu Seðlabanka Íslands," segir Portes.

Hann kveðst hafa skoðað hálfs-árs uppgjör íslensku bankanna og undirliggjandi eignir þeirra séu góðar, en skortur sé á lausafé rétt eins og hjá flestum bönkum í veröldinni. Af þeim sökum hafi allir seðlabankar dælt peningum til þeirra gegn margvíslegum veðum í samræmi við hlutverk þeirra sem lánveitanda til þrautavara.

"Þjóðnýtingin er risastórt inngrip sem vekur mikla athygli og fleiri spurningar en svör. Við bætist að formaður bankastjórnar Seðlabankans segir að án þjóðnýtingar hefði Glitnir orðið gjaldþrota. Það eru fráleit ummæli um banka sem glímir við tímabundinn lausafjárskort við furðulegar aðstæður á alþjóðamörkuðum, en er að öðru leyti vel rekinn og með góða eiginfjárstöðu. Þau ættu fremur við um banka sem er hreinlega kominn í greiðsluþrot. Ég hef engan heyrt halda því fram að Glitnir hafi verið svo illa staddur," segir Portes og bætir við að þjóðnýtingin komi mjög illa við Kaupþing og Landsbankann, enda hafi vantraust í garð íslensks efnahagslífs aukist við þetta um allan helming.

Portes segist viss um að unnið sé að nauðsynlegum aðgerðum á vegum ríkisstjórnarinnar. Þær verði að koma sem allra fyrst. Hann hvetur þó stjórnvöld og ráðgjafa ríkisstjórnarinnar að láta ráðgjöf Seðlabankans lönd og leið, því þar á bæ hafi menn ítrekað gert afdrifarík mistök, meðal annars með því að auka ekki gjaldeyrisvaraforðann, rýmka ekki reglur um veð í endurhverfum viðskiptum eða vinna frekar í sameiginlegum aðgerðum með öðrum seðlabönkum. Þá sé óskiljanlegt hvernig Seðlabankinn hafi unnið þegar kemur að gjaldeyrismálum almennt.

Hann bendir á að gagnrýnin geti ekki aðeins átt við um Davíð Oddsson, formann bankastjórnar Seðlabankans, því tveir aðrir skipi bankastjórnina, þeir Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason. "Ég á síður von á að hreyft verði við þessum mönnum. En ég hvet ríkisstjórnina til að leita annað eftir ráðum. Staðan er mjög alvarleg og mikilvægt að halda ró sinni og taka yfirvegaðar ákvarðanir sem skila sér til lengri tíma," segir Richard Portes."





Fyrst birt: 05. okt. 2008 08:00

Ríkisstjórn sem engu stjórnar

Dettur þessar ríkisstjórn ekkert annað betra í hug en að nota sparnað almenningsfélaga, -eigur almennings, lífeyrissjóðina- til að redda sér út úr óráðsíunni og stjórnleysinu?  Þessum stjórnvöldum er ekki treystandi til að ganga svo frá málum að eigur lífeyrissjóðanna sem færða yrðu hingað til lands myndu ekki brenna upp í stjórnleysinu á skömmum tíma. 

Ríkisstjórn sú sem nú situr ræður ekki við stjórn efnahagsmála.  Hún á að verja okkur fyrir efnahagslegum áföllum, en hefur ekki tekist það.  T.d. kostar danska krónan nú 21 kr. íslenskar, en var á 12 kr. fyrir einu ári.  Þeir sem taka að sér það verkefni að stjórna landinu og ráða ekki við það eiga að fara frá.


mbl.is Aðeins í örugga höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband