Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Af hverju ekki bara 5 metrar?

Þessi ákvörðun Reykjavíkuborgar um að rukka aukagjald vegna sorptunna sem eru í meira en 15 metra fjarlægð frá ruslatunnubíl stenst ekki skoðun. Af hverju 15 metrar? Af hverju ekki bara 5 metrar eða 20 metrar? Það eru engin rök til fyrir þessar ákvörðun og það getur bara ekki verið að það sé hægt að koma í bakið á íbúðeigendum með þessum hætti. Borgin getur sett reglur um hönnun lóða og bygginga framtíðarinnar, en ekki sett á skatt með þessum hætti og það án rökstuðnings. "Af því bara" er ekkert svar, -það læra börnin í leikskólanum.
mbl.is Mælingar hafnar vegna sorphirðugjalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að þessum starfsmönnum háskólanna?

Það er með ólíkindum að langskólamenntað fólk skuli leyfa sér að búa til forsendur til útskýringa á hæstaréttardómum. Forsendur fyrir dómi hæstaréttar um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþingsins fjölluðu eingöngu um framkvæmd kosninganna. Í dómnum voru engar brigður bornar á frambjóðendur. Að tengja annmarka á kosningunni við persónur frambjóðenda er afar sékennilegt af hálfu Róberts Spanó, prófessors og forseta lagadeildar Háskóla Ísland og Ragnhildar Helgadóttur, prófessors í lögfræði við Háskólann í Reykjavík.
Meirihlutaálit samráðsnefndar um stjórnlagaþing að Alþingi skipi stjórnlagaráð með sömu einstaklingum og náðu bestum árangri í stjórnlagaþingskjörinu er besta lausnin á þessu kosningaklúðri. Framkvæmdin var geinilega gölluð, en tilgangurinn með úrskurði Hæstaréttar er hins vegar afar óljós.
mbl.is Farið á svig við dóm Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Dómstólaleiðin"

Skrýtið að menn skuli gefa sér það fyrirfram að Bretar og Hollendingar höfði mál gegn Íslendingum. Hvernig getur Lárus Blöndal fullyrt að það sé skýrt að höfðað verði mál ef Icesavelögin verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hvaðan hefur hann þær upplýsingar?

Bretar og Hollendingar græða ekkert á því að höfða mál gegn Íslendingum. Þeir geta höfðað mál gegn slitasjórn Landsbankans og haft eitthvað upp úr því krafsi. En að höfða mál gegn almenningi á Íslandi sem hvorki vill eða getur greitt þetta fjármálaklúður gamla Landsbankans, sem var í einkaeigu, gæti valdið þeim sjálfum skaða. Ef niðurstaða dómstóla yrði sú að ríki bæru ábyrgð á falli einkabanka myndi það verða þessum þjóðum margfalt kostnaðarsamara en Icesavekrafan, -að þurfa að taka á sig fall þeirra eigin einkabanka sem farið hafa á hausinn undanfarin misseri, svo og annarra fjármálastofnana sem eiga hugsanlega eftir að lenda í erfiðleikum.

Bretar og Hollendingar þurfa að fara að átta sig á ábyrgð sinni á fjármálagerningum íslenskra fjármálafyrirtækja í einkaeigu sem fram fóru í þeirra eigin heimalandi fyrir hrun bankanna, -fjarri íslenskum almenningi.


mbl.is Skýrir kostir í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband