Já takk, við þiggjum að fá að nota evruna.

Já, takk það væri ágætt að leiðtogar Evrópusambandsins myndu lýsa því yfir að þeir styddu það að Ísland tæki upp evru -og það strax.  Vandi okkar, og eini verulegi vandinn er að íslensku krónuna vill enginn aðili erlendis taka við, - hvorki seðlabankar, fjárfestingabankar eða innlánsbankar. 
mbl.is ESB-leiðtogar styðja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó það nú væri að Evran veikist gagnvart dollaranum, en Evran hefur styrkst um 50% gagnvart dollaranum á skömmum tíma sem er ekki það sem eðlilegt getur talist, en þar er kannski frekar Bandaríska hagkerfinu um að kenna.

Þess ber þó að geta að veiking evrunnar hefur engin áhrif á löndin innan ESB og hefur hverfandi áhrif á t.d. verðbólgu. Annað er hægt að segja skeinipappirinn sem við köllum Krónuna með hrunið gengið gjaldmiðilsins og þ.a.l. yfirvofandi tugi prósentna verðbólgu sem hellist yfir okkur.

INN í ESB NÚNA. ÞEIR SEM ERU Á MÓTI ÞVÍ ERU SANNARLEGIR FÖÐURLANDSSVIKARAR! ÞETTA ÁSTAND ER EKKI MÖNNUM BOÐLEGT!!

Ég hvet fólk sem þetta les að hætta að hugsa um sinn skammtímahag (sbr. þreföldun á húsnæðisverði á 4 árum og bullandi sukktímabili sem börning okkar eiga eftir að skúra gólfin fyrir næstu áratugina) og fara búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Það gerist ekki í spilltu stjórnmála og efnahagsumhverfi sem hér ríkir, við þurfum lýðræðislegt regluverk og opið og frjálst hagkerfi laust við fyrirgreiðslupólitík og það fáum við einungis í gegnum inngöngu ESB.

Kv.Svíi

Svíi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 08:26

2 identicon

Heldur þú virkilega, minn kæri Svíi, að ESB þýði bara Evra og allir sáttir? ESB er ekki lausn frekar en stakur kaldur dagur í helvíti. Að halda annað er barnalegt. Já og svik við föðurlandið, fyrst þú vilt fara út í þá sálma.

Jón Flón (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 10:19

3 identicon

Kæri Jón,

Vakna! Að fara inn í ESB er ekkert annað en að taka við regluverki sem hinn frjálsa markaður má keppa innan um. Evran er partur af þeim leikvelli. 

Eins og hin vinnandi millistétt hér á Íslandi, sem ég og þú erum partur af, hefur orðið vitni að þá er regluverkið hér heima ekki að virka og er vægast sagt dapurleg. Markaðsumhverfið sem við höfum komið okkur upp hér hefur komið okkur í gríðarleg vandræði og höfum við fyrir vikið orðið fyrir alþjóðlegri niðurlægingu sem ekki sér fyrir endann á og okkar PR lið ræður engan veginn við. 

Við þurfum hjálp að utan, politíska og efnahagslega. Veit ekki með þig Jón, en ég ætla ekki að leggja það á herðar barna minna og barnabarna að þurfa ganga í gegnum álíka harmleik og hér hefur átt sér stað. Öll þessi uppbygging fyrir bí og eins og hendi væri væri veifað erum við að renna inn í skeið iðnaðar og frumvinnslu, líkt og gerðist í Þýskalandi eftir seinni heimstyrjöldina. Eina leiðin út úr því er að ganga í ESB, til að öðlast trúverðulegika upp á ný, og innan næstu ára að taka upp Evruna þegar jafnvægi er komið á efnahagslífið. 

Endurtek ESB NÚNA!! Umræðan á 100% rétt á sér einmitt núna! Hættum þessu rugli! Sjálfstæðisstefnan meinta dó í síðustu viku með krónunni og er deginum ljósara að okkar hag sé best borgið með innan Evrópusambandsins. Punktur.

Kv. Svíi

Svíi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband