Þar sem forsetinn hefur hælana.

Aðrir frambjóðendur hafa ekki tærnar þar sem Ólafur Ragnar hefur hælana. Til hvers að kjósa einhvern sem hefur ekki jafn skýra hugsun og hann og jafn mikla reynslu? Gerðir hans í embætti eru rökréttar þó svo allir hafi ekki verið sammála um mikilvægi þeirra.
mbl.is Lýðræði byggist á að treysta fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæstrengur er óráð.

Ef vatnið, fossarnir og jarhitinn eiga að verða að alþjóðlegri markaðsvöru þá verður ekki búandi hér. Við búum í öfundsverðu samfélagi vegna vatnsins, ódyrrar raforku og jarðvarma sem kostar okkur lítið. Verði þessi kjör frá okkur tekin færumst við áratugi afturábak í lífskjörum.
Sæstrengur til meginlandsins er illa ígrunduð hugmynd.
mbl.is Sæstrengur gæti reynst arðbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launuð uppreisn

Af hverjum senda Bandaríkjamenn ekki sína hermenn inn til Sýrlands, - þeir eru á fullum launum og hafa engan til að murka úr lífið, - eins og ástandið er um þessar mundir.
mbl.is Uppreisnarmenn fái laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum nýja banka - öðruvísi bankastarfsemi.

Fyrr eða síðar þarf ríkið að yfirtaka bankana. Þeir eru meinsemd í samfélaginu. Starfsemi þeirra er á skjön við allt það sem almenningur kallar eftir; sanngirni, heiðarleika, öryggi og traust. Ekkert af þessu uppfylla lánastofnanir samfélagins okkar.

mbl.is Hver verða áhrifin á bankana?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru verðtryggðu lánin gjaldeyrislán?

Greiðslumat íbúðalána er sá grunnur sem fólk byggir á ákvörðun sína um lántöku. Í greiðslumatinu kemur fram hversu langan vinnutíma fólk þarf að fórna til að borga af láninu. Það er heiðarlegt og sanngjarnt að fólk standi við þá forsendu. Það er um leið krafa á hendur lánastofnunum að ekki sé farið fram á meiri vinnu til afborgana á viðkomandi láni og að hækkun höfuðstóls lánsins til verðtryggingar miðist við þessi lífsgildi. Þessi háttur værir bestur fyrir alla, -bæði skuldarann og lánastofnunina - og í raun hefur verið um þetta samið frá því að greiðslumatið var tekið upp, þó svo ekki hafi verið farið eftir því.

Ákvæðið í íbúðalánasamingunum um að lánin séu verðtryggð ætti ekki að hafa neitt gildi umfram forsendur greiðslumatsins. Því miður hefur verðtryggingarákvæðið verið notað til að virkja íbúðalán sem gjaldeyrislán. Verðfall íslenskrar krónu gagnvart erlendum gjaldeyri hefur verið tekið inn í útreikninga á neysluverðsvísitölu, verðbólgu og vertryggingarákvæði íbúðalánasamninga. Þessi staðreynd er sérkennileg í ljósi þess að svokölluð gjaldeyrislán í íslenskum krónum voru dæmd ólögleg af hæstarétti. Á s.l. 5 árum hefur upprunalegur höfuðstóll íbúðalána verið hækkaður af lánastofnunum um 60%, en á sama tíma hafa dagvinnulaun hækkað um 30%.

Verkefnið er að fjarlægja þessa sjálfvirku peningamyllu lánastofnana, sem réttlætt er með verðtryggingarákvæðinu. Það er ekki nóg að réttlæta þess gríðarlegu hækkun á höfuðstól lána með því að segja við lántakendur að þeir hafi skrifað upp á verðtryggingarákvæðið. Það hefur enginn skrifað upp á það, að lánastofnun sé heimilt að hækka höfuðstól láns með reikniformúlu verðtryggingar og hirða þannig af látakanda stærri hluta eignar hans en hann átti við töku lánsins.

Það er kominn tími á siðvæðingu í íslenskri lánastarfsemi.


mbl.is Verðtryggðu lánin næst á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við að ganga í Evrópusambandið?

". . . . Það erum við sem erum að ganga í Evrópusambandið, ekki Evrópusambandið í okkur.“ Þetta er einhver misskilningur hjá Merði, við erum ekki að ganga í Evrópusambandið og höfum ekki sótt um aðild. En kannski er þetta einhver misskilningur hjá mér, -ég hélt bara að það ætti að spyrja þjóðina fyrst.
mbl.is ESB ekki að sækja um á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumar reglur sveitarfélaga eru án lagastoðar.

Hér kemur fram að lögreglan þurfi lagastoð til að framkvæma verkin sín. Mér skilst að Umboðsmaður Alþingis geti að eigin frumkvæði tekið upp mál og krafist úrbóta. Hann ætti að skoða allar reglurnar hjá sveitarfélögunum sem eiga sér enga lagastoð. Sum sveitarfélög halda að þau hafi löggjafarvald. Það ætti t.d. að vera öllu heilbrigðu fólki ljóst að sveitarfélög geta ekki sett reglur um að mismuna fólki á af þeirri ástæðu að það sé rauðhært, nema að hafa til þess stoð í lögum. Sama gildir um allar aðrar ákvarðanir og reglur sveitarfélaga sem mismuna fólki, -þær þurfa að hafa stoð í lögum. Leyfi mér til dæmis, að benda á að sveitarfélögin nota skatttekjur til að mismuna börnum í tónlistarnámi.
mbl.is Fíkniefnaleit í skóla án lagastoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtryggingin er geggjun

Hverslags þjóðfélag er það sem reiknar 200 þús. króna verðhækkun á 10 millj. kr. höfuðstól íbúðalána á sama tíma og kaupmáttur ráðstöfunartekna minnkar um 0,2%? Þau stjórnvöld sem við höfum kosið yfir okkur hafa algjörlega brugðist. Við þurfum ekki svona fólk á Alþingi og viljum ekki hafa það. Þeim er hér með sagt upp störfum og geta nú undirbúið það að taka pokann sinn eftir næstu kosningar. Þau hafa sjálf komið því svo fyrir að það er ekki víst að þau fái nokkra vinnu að uppsagnartímanum loknum, en skal bent á að það er víst hægt að fá vinnu í Noregi um þessar mundir.

mbl.is Íbúðalán hækka um 3-4 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getuleysi sjórnvalda er svæsnasti óvinur launafólks.

Íslenska krónan er sjálf ekki óvinur launafólks, heldur getuleysi stjórnvalda til að stýra efnahagmálum þjóðarinnar. Af hverju er fólk að flytja til útlanda? Jú, það er vegna þess að það nær ekki endum saman. Stærsti þátturinn í útgjöldum launafólks eru afborganir húsnæðislána. Bankarnir, lífeyrissjóðirnir og Íbúðalánasjóður sem lána til húsnæðiskaupa fara nú ránshendi um húseignir fólks. Aðferðin er í því fólgin að hækka verðmæti höfuðstóls húsnæðislána eftir einhverri formúlu sem þeir og stjórnvöld virðast hafa komið sér saman um, til að sanka að sér fé. Verðmæti húsnæðisláns sem tekið var fyrir 5 árum hefur hækkað samkvæmt þessari formúlu um 60%, á sama tíma og launakjör hafa hækkað um 30%. Reglulegar afborganir hafa hækkað að sama skapi. Þessar hækkanir ásamt hækkun á almennu vöruverði knýja fólk til að flýja land.
mbl.is Krónan óvinur launafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverjinn lærir leikreglurnar

Nú er kínverjinn í læri hjá Katrínu Júlíusdóttur að þekkja leikreglurnar við landakaup. Eftir það getur hann keypt nokkur fjöll á norð-austurlandi. T.d. gæti hann hafið sandmokstur í poka til að selja til útlanda, eins og þeir gera bændurnir sem eiga Ingólfsfjall í Árnessýslu. Öllum ómerkilegum fjöllum má moka í burtu, því það eru nefnilega engar reglur til. Núbó kínverji lærir nefnilega líka um það, að við höfum engar reglur um slíka hluti og að flest allt sem viðkemur íslensku samfélagi byggist á geðþóttaákvörðunum og því eru óbeinar mútur og froðusnakk besta leiðin til að koma áformum sínum í framkvæmd.
mbl.is Umhverfið hér ófyrirsjáanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband