Sæstrengur er óráð.

Ef vatnið, fossarnir og jarhitinn eiga að verða að alþjóðlegri markaðsvöru þá verður ekki búandi hér. Við búum í öfundsverðu samfélagi vegna vatnsins, ódyrrar raforku og jarðvarma sem kostar okkur lítið. Verði þessi kjör frá okkur tekin færumst við áratugi afturábak í lífskjörum.
Sæstrengur til meginlandsins er illa ígrunduð hugmynd.
mbl.is Sæstrengur gæti reynst arðbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta gæti reynst grundvöllur þess að Landsvirkjun yrði í alvörunni arðbært fyrirtæki. Þegar Ísland hefur gengið í Evrópusambandið, verður að einkavæða fyrirtækið og þá er mikið spursmál fyrir ríkið og afkomu almennings þar með, að hægt verði að selja það fyrir sem hæst verð.

Sæfinnur (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 18:33

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Heimskuleg hugmynd. Annað hvort nýtum við sjálf orkuna eða seljum hana úr landi. Þetta er takmörkuð auðlind sem er ekki til skiptanna.

Það yrði þunnur þrettándi að ylja sér með því að kveikja í seðlunum frá bretum. Nema við fengjum frá þeim kol til upphitunar í staðinn?

Kolbrún Hilmars, 31.5.2012 kl. 19:42

3 identicon

Sæll.

Hér sér enginn það sem mestu máli skiptir: Mikill munur er á strengnum á milli Noregs og Hollands og þess sem hugsanlega yrði lagður á milli Íslands og Bretlands. Strengurinn á milli Íslands og Bretlands kæmi til með að liggja margfalt dýpra en hinn. Einnig yrði hann margfalt lengri sem þýddi að öfluga riðla þyrfti báðu megin. Streng sem liggur djúpt er einnig vandasamara að laga þegar bilanir koma upp.

Það sem ekki kemur fram í fréttinni er það að norski strengurinn hefur bilað mun oftar en gert var ráð fyrir.

Breski orkumálaráðherrann vísar á einkaaðila sem fjármögnunaraðila. Hvar á gróði þeirra að liggja? Af hverju ættu þeir að leggja fé í áhættusaman streng sem í dag er ekki búið að hanna? Í streng upp á rúma 1000 km er mikið viðnám sem þýðir orkutap.

Ég er ansi hræddur um að þetta séu eintómar skýjaborgir fólks sem afar takmarkaða þekkingu á efninu. Ég í það minnsta ber ekki nokkuð traust til HA forstjóra LV eftir að hann klúðraði álveri á Bakka og gagnaverinu. HA þarf að víkja um leið og þessi ríkisstjórn fer frá.

Helgi (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 22:09

4 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Sæfinnur: Það er enginn þörf á að eikavæða Landsvirkjun. Það er heldur enginn grundvöllur til að einkavæða Landvirkjun. Einkavæðing er sjálfsögð og nauðsynleg þar sem samkeppnisgrunvöllur fyrirtækja er fyrir hendi, - samkeppni sem myndi lækka orkuverð frá því nú er.

Kjartan Eggertsson, 31.5.2012 kl. 23:29

5 identicon

Evrópa og/eða Bretland eru ekki að fara að kaupa smávegis af raforku, svo sem eins og úr einum bæjarlæk, heldur margfalt meira en það.

Til að svona framkvæmd verði verulega arðbær og físilegur fjárfestingakostur þá þarf þessi sæstrengur, sem verður hundruðir kílómetra langur að flytja verulegt rafmagn.  Hvar ætla menn að fá allt þetta rafmagn?  Hvar á að virkja, stífla eða bora? 

 

Til að framleiða slíkt magn af rafmagni sem markaðurinn og arðsemiskröfurnar fara fram á þá þarf að byggja svona eins og eina Kárahnjúkastíflu.  Er fólk til í það?  Nógu voru lætin, heiftin og gífuryrðin þegar Kárahnjúkastífla var byggð og það rafmagn er notað hér í innlenda atvinnustarfsemi.  Núna segir engin neitt þegar á að selja rafmang út úr landi í stað þess að nýta það hér.

Jóhannes (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 00:45

6 identicon

Undir venjulegum kringumstæðum er ávalt best að halda í allar hrávörur og flytja einungis út unna vöru. Þannig skapast meiri atvinna innanlands og verðmætari vara verður flutt út fyrir vikið, sem stuðlar að meiri gjaldeyri fyrir landið. Hrávörur inn, unnar vörur út er ávalt besta stefnan fyrir lönd sem vilja farsælt hagkerfi, þó að það skuli viðurkennast að Ísland eigi kannski ekki mannaflann til að framleiða allar sínar munaðarvörur.

Að auki glatast mikið af rafmagninu við flutningi á svona langri leið. Við þyrftum því að senda út mun meira rafmagn heldur en beðið er um.

Einar (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband