Verðtryggingin er geggjun

Hverslags þjóðfélag er það sem reiknar 200 þús. króna verðhækkun á 10 millj. kr. höfuðstól íbúðalána á sama tíma og kaupmáttur ráðstöfunartekna minnkar um 0,2%? Þau stjórnvöld sem við höfum kosið yfir okkur hafa algjörlega brugðist. Við þurfum ekki svona fólk á Alþingi og viljum ekki hafa það. Þeim er hér með sagt upp störfum og geta nú undirbúið það að taka pokann sinn eftir næstu kosningar. Þau hafa sjálf komið því svo fyrir að það er ekki víst að þau fái nokkra vinnu að uppsagnartímanum loknum, en skal bent á að það er víst hægt að fá vinnu í Noregi um þessar mundir.

mbl.is Íbúðalán hækka um 3-4 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Afnám verðtryggingar er máltæki stjórnarandstöðu Kjartan minn.

Hjarðeðlið er merki um að við höfum staðnæmst í vitsmunalegri þróun. Hjarðeðlið veldur því að við kjósum í þaula fólkið sem svíkur endalaust.

Og þessvegna erum við föst í vítahring eigin heimsku en leitum fróunar í að kenna stjórnvöldum um ástandið.

Þó eigum við að vita að þau stjórnvöld sem við smíðum úr fjórflokknum munu aldrei breyta því sem þau hafa heitið að gera..

Árni Gunnarsson, 15.12.2011 kl. 12:06

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Sammála því Kjartan að það er eitthvað mikið að þegar skattahækkanir stjórnvalda leiða ekki bara til þess að skerða kaupmátt sem þeim nemur heldur hækka allar verðtryggðar skuldir.

Það er svo hlálegt að þessi hækkun eins og sér er rúmlega sú gjaldtaka sem til stendur að leggja á með fjársýsluskatti upp á 5,45% á tryggingargjaldsstofn launa hjá fjármálafyrirtækjum, lífeyrissjóðum og tryggingarfélögum.   

Þannig ná bankarnir og lífeyrissjóðirnir af fjármagna þennan nýja skatt með hækkun verðbóta á útlánin ein og sér.

Þetta kerfi er ekki í lagi.  Hvenær ætla menn að sjá þetta.  Og hvenær kemur að því að forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar fara að hugsa um vinnandi menn í stað þess að hafa áhyggjur af lífeyrissjóðunum endalaust.

Jón Óskarsson, 15.12.2011 kl. 12:34

3 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Það auðvitað miklu réttar að nota vísitölu fasteignaverðs, enda fylgir hún fasteignamarkaði. En það er víst bara bannað samkvæmt lögum.

Hjalti Sigurðarson, 15.12.2011 kl. 16:04

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Það ætti líka að banna alfarið að verðtryggja "jafngreiðslulán" - það er himinn og haf ámilli fjárhæða sem menn borga á lánstímanum hvort lánið er "jafngreiðslulán" eða með jöfnun afborgunum.  

Í jafngreiðsluláninu sem í siðuðum þjóðfélögum þýðir sama fjárhæð allan lánstímann hækkar margfalt meira en lán með jöfnun afborgunum vegna reglna sem hér eru notaðar við verðbótaútreikninga.

Jón Óskarsson, 15.12.2011 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband