Urða kjöt og fisk

Fyrir mörgum árum var kjöt urðað á Íslandi. Hundruðum kindaskrokka var hent á haugana. Þetta kjöt mátti ekki selja því ekki fékkst fyrir það, það lágmarksverð sem "kommiserar" ríkisins höfðu ákveðið.
Þessi frétt hér er vitni um það að ESB er ráðstjórnarsamband eða ríki sem er stjórnað með tilskipunum og draga má í efa að þar viðgangist heiðarlegir viðskipahættir og markaðsfrelsi.
mbl.is Kaupa fisk til að kasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigendur hætti að stjórna fyrirtækjum sínum?

Hún var ekki gæfuleg ályktunin frá útektarnefndinni, um að kjörnir fulltrúar fólksins hætti að skipta sér af rekstri Orkuveitunnar. Maður spyr; var fleira í hennar störfum svona gáfulegt? En kannski var nefndin bara að reyna að segja að Reykvíkingar þurfi að velja hæfara fólk til starfa í borgarstjórn?
mbl.is Erfitt að vera leiðinlegi maðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tortryggni gagnvart samkeppnislögum?

Páll er ekki alveg að lesa rétt um tortryggnina. Tortryggnin er fyrst og fremst í garð Samkeppnisstofnunar og þeirra sem þar starfa, en ekki samkeppnislaganna sjálfra. Enda hvað má annað vera þegar starfsmenn stofnunarinnar flokka mál til upptöku eftir stærð fyrirtækja , en ekki alvarleika hugsanlegra lögbrota. Lítil fyrirtæki sem kvarta og hafa ekki efni á dýrum lögfræðingum til halds og trausts fá yfirleitt enga úrlausn.
mbl.is Gagnrýnir fyrirtækjamenninguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstakt gjald þegar þú virðir fyrir þér íslenska náttúru.

Það má búast við því að þegar búið verður að venja Íslendinga á að greiða fyrir aðkomu að náttúruperlum, að fram komi tillaga um að enginn standi fyrir utan "ferðamannastaðina" og horfi - án þess að borga. Ef ferðamannastaðirnar eru ofsetnir þá þarf væntanlega að fækka ferðamönnum - eða eru hér einhver takmörk fyrir fjöldanum?
mbl.is Nauðsynlegt að hefja gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtryggingin er rangnefni

Gott framtak hjá Verkalýsfélagi Akraness að færa verðtrygginguna fyrir dómstóla. 

Verðtryggingin er í raun ekki trygging heldur svikamilla. 

Við veitingu íbúðalána hafa lánastofnanir blekkt lántakendur með svokölluðu greiðslumati, en þar er lýsing á verðtryggingu sem miðast við laun lántakenda og greiðslugetu.  Það er hins vega allt önnur verðtrygging en sú sem notuð er til að hækka höfuðstól lánanna með reiknikúnstum og þannig uppfæra hvert lán þar til íbúðaverð og sú eign sem stendur að veði láns er lægri en hún var í upphafi við töku íbúðalánsins.

Verkalýðsfélagið ætti að höfða annað mál á hendur lánastofnunum og fá þær dæmdar fyrir blekkingar.


mbl.is Ætlar í mál vegna verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðfræði kristindómsins það besta sem við höfum.

Siðaboðskapur kristinnar kirkju er það best sem þekkjum og höfum.  Siðaboðskapur þeirra hópa á Íslandi sem berjast gegn íslensku þjóðkirkjunni er afar óljós í bestafalli sérkennilegur.  Látið er að því liggja að maðurinn sé í eðli sínu góður.  Það er hins vegar mikill misskilningur.  Ef ekki væri fyrir boðskap kristinnar kirkju um kærleikann og boðorð um hvaða siðir gagnast okkur til að halda friðinn við aðra menn þá væri ekki það umburðarlyndi til staðar í íslensku samfélagi sem við eigum að venjast.  Þjóðkirkjan er mikilvæg grunnstoð íslensk samfélags.  Það er óþarfi að láta ófullkonmna preláta eða sérkennilega túlkendur biblíunnar fara í pirrurnar á sér.  Mannleg samskipti eða gjörðir verða hvort sem er seint eða aldrei fullkomnar.
mbl.is Berjast gegn ákvæði um þjóðkirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íþróttabandalag á villigötum.

Maraþonhlaup á götum úti er ekki einkamál. Bann við myndbirtingum eða samningur við einhvern aðila um einkarétt á myndbirtingum af hlaupinu stenst ekki lög og er þar að auki andstætt markmiðum íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.
mbl.is Bannað að birta myndir úr maraþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er örninn hræddur við Sæferðir?

Það hefur lengi verið vitað að ef egg sumra fugla eru handfjötluð þá koma þeir ekki aftur á hreiðrið. Sennilega er það vegna þess að sá sem handfjatlar eggin skilur eftir einhverja mannalykt á þeim. Þó er þetta ekki alveg víst, enda ekki full rannsakað. Mögulega þola sumir fuglar það ekki að hreiðri þeirra sé "ógnað" með of mikilli nærveru. Af skipum Sæferða stafar gríðarlegur hávaði, - kannski þolir örninn ekki þann hávaða?
mbl.is Hafa ekkert með ófrjósemi parsins að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Snorri óþolandi?

Það hlýtur eiginlega að vera að Snorri sé óþolandi persóna og lélegur kennari fyrst fræðsluyfirvöld á Akureyri hafa sagt honum upp. Það hlýtur eitthvað annað það að standa í uppsagnarbréfinu og ekki hefur komið fram, en þessar ávirðingar um ótilhlýðilegar skoðanir á samkynhneigð. Ef þetta mál er eingöngu byggt á skoðunum hans á kynhneigð og túlkun hans á boðskap Biblíunnar um samkynhneigð, þá eru skólamálayfirvöld á Akureyri á villigötum. Þar með eru þau sjálf að brjóta þær reglur sem ætlunin er að kenna börnunum, þ.e.a.s; að virða skoðanir annarra og stuðla að tjáningarfrelsi. Svo lengi sem Snorri lætur skoðanir sinar ekki bitna á samkynhneigðum einstaklingum í störfum sínum sem kennari á honum að vera frjálst að túlka orð Biblíunnar og hafa skoðanir á því sem þar stendur. Það er mjög mikilvægt fyrir samkynhneigt fólk að læra að umgangast og virða fólk sem hefur efasemdir um rætur samkynhneigðar.
mbl.is „Menn skeindust á sálinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðleysið er algert.

Siðleysi stjórnar Íslandsbanka er algert. Það vottar ekki fyrir nokkru því siðgæði sem þessi guðsvolaða þjóð hefur reynt að temja sér.
mbl.is Ólíklegt að dómur eigi við um húsnæðislán Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband