11.10.2008 | 10:17
Bresk stjórnvöld eru "hryðjuverkamenn"
Bretar réðust inn í Kaupþingsbanka UK og yfirtóku og spilltu þar með fyrir björgunaraðgerðum íslenskra stjórnvalda gagnvart Kaupþingsbanka. Þeir þurfa að fá að borga fyrir það. Aðgerðir þeirra og afleiðingar má jafna við hryðjuverk á íslensku viðskiptalífi og íslensku samfélagi.
![]() |
Viðræður við sendinefnd Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 14:08
Banki í góðum rekstri hefur verið eyðilagður
![]() |
Bankamenn í tilfinningarússi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 21:35
Hverjir eru þessir óreiðumenn?
Davíð Oddson segir í sjónvarpsvitali; "við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna"! Hverjir eru þessir óreiðumenn? Er hann að tala um starfsmenn Landsbankans sem hafa fjárfest í hlutabréfum bankans á löngum tíma eða fá þeir kannski hlutabréfin sín bætt? Er það geðþóttaákvörðun hans hverjir teljast óreiðumenn? Verður henni framfylgt eða verður farið að almennum lögum?
![]() |
Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 08:56
"Þjóðnýting Glitnis afdrifarík afglöp"
Leyfi mér að birta hér frétt af visir.is þar sem nokkur orð eru höfð eftir dr. Richard Portes, prófessor við London Business School:
"Alvarleg afglöp að bregðast við lausafjárkreppu Glitnis með þjóðnýtingu, segir Richard Portes, prófessor í London. Seðlabanki Íslands hafi alls ekki sinnt skyldum sínum. Mikilvægt sé að halda stillingu, meðan ríkisstjórn vinni að lausn. "Hin óvænta og óskiljanlega þjóðnýting íslenska ríkisins á Glitni hleypti skriðu af stað sem verður að stöðva með öllum ráðum," segir dr. Richard Portes, prófessor við London Business School.
Hann skrifaði skýrslu í fyrra ásamt Friðriki Má Baldurssyni, prófessor við Háskólann í Reykjavík, fyrir Viðskiptaráð Íslands um stöðu og framþróun íslenska fjármálakerfisins. Hefur hann verið tíður viðmælandi erlendra fjölmiðla um íslenskt fjármálalíf æ síðan og dregið upp aðra og jákvæðari mynd af stöðu mála hér og styrk bankanna en ýmsir aðrir.
"Ástandið sem nú geisar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er grafalvarlegt, en það tengist ekkert íslenskum aðstæðum sérstaklega. Athygli umheimsins beindist hins vegar öll að íslenska fjármálakerfinu við hina óvæntu þjóðnýtingu Glitnis, sem verða að teljast afar afdrifarík afglöp af hálfu Seðlabanka Íslands," segir Portes.
Hann kveðst hafa skoðað hálfs-árs uppgjör íslensku bankanna og undirliggjandi eignir þeirra séu góðar, en skortur sé á lausafé rétt eins og hjá flestum bönkum í veröldinni. Af þeim sökum hafi allir seðlabankar dælt peningum til þeirra gegn margvíslegum veðum í samræmi við hlutverk þeirra sem lánveitanda til þrautavara.
"Þjóðnýtingin er risastórt inngrip sem vekur mikla athygli og fleiri spurningar en svör. Við bætist að formaður bankastjórnar Seðlabankans segir að án þjóðnýtingar hefði Glitnir orðið gjaldþrota. Það eru fráleit ummæli um banka sem glímir við tímabundinn lausafjárskort við furðulegar aðstæður á alþjóðamörkuðum, en er að öðru leyti vel rekinn og með góða eiginfjárstöðu. Þau ættu fremur við um banka sem er hreinlega kominn í greiðsluþrot. Ég hef engan heyrt halda því fram að Glitnir hafi verið svo illa staddur," segir Portes og bætir við að þjóðnýtingin komi mjög illa við Kaupþing og Landsbankann, enda hafi vantraust í garð íslensks efnahagslífs aukist við þetta um allan helming.
Portes segist viss um að unnið sé að nauðsynlegum aðgerðum á vegum ríkisstjórnarinnar. Þær verði að koma sem allra fyrst. Hann hvetur þó stjórnvöld og ráðgjafa ríkisstjórnarinnar að láta ráðgjöf Seðlabankans lönd og leið, því þar á bæ hafi menn ítrekað gert afdrifarík mistök, meðal annars með því að auka ekki gjaldeyrisvaraforðann, rýmka ekki reglur um veð í endurhverfum viðskiptum eða vinna frekar í sameiginlegum aðgerðum með öðrum seðlabönkum. Þá sé óskiljanlegt hvernig Seðlabankinn hafi unnið þegar kemur að gjaldeyrismálum almennt.
Hann bendir á að gagnrýnin geti ekki aðeins átt við um Davíð Oddsson, formann bankastjórnar Seðlabankans, því tveir aðrir skipi bankastjórnina, þeir Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason. "Ég á síður von á að hreyft verði við þessum mönnum. En ég hvet ríkisstjórnina til að leita annað eftir ráðum. Staðan er mjög alvarleg og mikilvægt að halda ró sinni og taka yfirvegaðar ákvarðanir sem skila sér til lengri tíma," segir Richard Portes."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 08:50
Ríkisstjórn sem engu stjórnar
Dettur þessar ríkisstjórn ekkert annað betra í hug en að nota sparnað almenningsfélaga, -eigur almennings, lífeyrissjóðina- til að redda sér út úr óráðsíunni og stjórnleysinu? Þessum stjórnvöldum er ekki treystandi til að ganga svo frá málum að eigur lífeyrissjóðanna sem færða yrðu hingað til lands myndu ekki brenna upp í stjórnleysinu á skömmum tíma.
Ríkisstjórn sú sem nú situr ræður ekki við stjórn efnahagsmála. Hún á að verja okkur fyrir efnahagslegum áföllum, en hefur ekki tekist það. T.d. kostar danska krónan nú 21 kr. íslenskar, en var á 12 kr. fyrir einu ári. Þeir sem taka að sér það verkefni að stjórna landinu og ráða ekki við það eiga að fara frá.
![]() |
Aðeins í örugga höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2008 | 23:15
Höfuðborgarhlutverkið
Sveitarfélagið Reykjavík er kallað höfuðborg. Samt hefur það samkvæmt lögum engin réttindi eða skyldur umfram önnur sveitarfélög. Ástæða nafngiftarinnar er að Reykjavík hýsir stærstan hluta af stjórnsýslu landsins svo og þær þjónustustofnanir sem mikilvægastar eru íslensku samfélagi svo sem eins og Landsspítala Íslands og Háskóla Íslands. Í Reykjavík er einnig aðal inn- og útflutningshöfn landsins.
Ástæður tilkomu þessa höfuðborgarhlutverks byggjast á legu Reykjavíkur. Það var ekki tilviljun að landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson settist að í Reykjavík. Þar var frá náttúrunnar hendi góð lending. Í Hafnarfirði og Reykjavík voru fyrstu öruggu lendingarnar allt frá Austfjörðum, vestur með suðurströndinni og fyrir Reykjanes. Frá Reykjavík var göngu- og reiðleið yfir Mosfellsheiði á Þingvelli og þaðan vestur um land og yfir Kjöl til Norðurlands.
Reykjavík er á krossgötum lands og sjávar. Skipaferðir frá Norðurlandi, Vestfjörðum og Vesturlandi lágu flestar til hinnar góðu hafnar í Reykjavík og þar byggðist upp inn- og útflutningshöfn allra landsmanna. Með bættum samgöngum á landi hefur þessi krossgötumynd breyst, en hlutverk Reykjavíkur sem samgöngumiðstöð hefur síst minnkað. Hafnirnar í Reykjavík eru ennþá stærstu hafnir landsins. Samgöngur á landi frá þessum höfnum hafa þó ekki fylgt þeirri þróun sem orðið hefur á umfangi flutninga og stærð flutningatækja og vörueininga. Vegasamgöngur til og frá Reykjavík hafa verið mikið til umræðu og stendur til að gera úrbætur á næstu árum.
Eftir að flugvöllur var lagður í Vatnsmýrinni í Reykjavík styrktist hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar og landsmenn hafa ávallt lagt áherslu á góðar samgöngur í lofti. Þrátt fyrir tímabundinn bágan hag landsbyggðarinnar og fólksfækkun á mörgum stöðum, þurfum við að átta okkur á að samgöngur í lofti innan lands verða áfram mikilvægar og munu ekki minnka.
Því er haldið fram að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni sé hættulegur og það sé tímaspursmál hvenær mikið óhapp verði. Vissulega er það rétt að nokkur áhætta fylgir því að hafa flugvöll í borginni. Það er hins vegar vandséð hvernig hægt sé að koma í veg fyrir þennan áhættuþátt, hvort sem völlurinn er í Vatnsmýrinni eða í næsta nágrenni höfuborgarsvæðisins. Verði innanlandsflugið frá Reykjavík aflagt, mun það leiða til þess að mikill fjöldi fólks mun í staðinn þurfa að leggja leið sína til og frá Reykjavík með bifreiðum og samkvæmt tölulegum staðreyndum um slysatíðni mun sú fjölgun ferða á þjóðvegunum leiða til fjölgunar banaslysa í umferðinni.
Segja má að krossgöturnar í Reykjavík séu í þrjár áttir, -um landveg, sjóveg og loftveg. Ef við leggjum loftveginn niður, rýrum við gildi Reykjavíkur sem höfuðborgar og um leið veikjum við stoðir samfélagsbyggingarinnar sem treystir á flugsamgöngur í Vatnsmýrina.
Hugmyndir eru uppi um að hægt sé að flytja flugvöllinn upp á Hólmsheiði. Rannsóknir standa yfir á aðstæðum þar, en það flugvallarstæði er í 120 metra hæð yfir sjávarmáli. Einnig hefur verið bent á að hægt sé að leggja flugvöll á uppfyllingu í Skerjafirði. Nýjasta hugmyndin er að lestarsamgöngum verði komið á, á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar og þar með megi leggja flugvöllinn í Vatnsmýrinni niður.
Það er ekkert að því að ræða framtíð og þróun flugsamgangna og kanna hvort annað flugvallarstæði finnist á höfðuðborgarsvæðinu. Það er sjálfsagt að ræða og kanna hvort lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar séu raunhæfar. En það er engin ástæða til að taka ákvörðun um leggja flugvöllinn niður áður en nýtt flugvallarstæði er fundið eða að sýnt hefur verið fram á að lestarsamgöngur til Keflavíkur geti komið í staðinn fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Og það er í raun út í hött að taka slíka ákvörðun fyrr en nýr flugvöllur er risinn eða lestarteinn hefur litið dagsins ljós.
Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri Reykjavíkur og Kristján L. Möller samgönguráðherra hafa handsalað að hafin skuli bygging samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni og skal henni lokið fyrir áramótin 2009. Miðstöðin mun m.a. þjóna öllum þeim flugfélögum sem hafa innanlandsflug til og frá Reykjavík á sinni könnu. Það var eitt helsta áherslumál Ólafs F. Magnússonar og F-lista Frjálslynda flokksins og óháðra í síðustu sveitarstjórnarkosningum að ekki yrði hreyft við flugvellinum í Vatnsmýrinni, þar sem engar ásættanlegar forsendur hefðu verið lagðar fram fyrir breytingum á veru hans. Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar sem innanlands- og sjúkraflugvallar auk þess að benda á hversu mikilvægur hann er sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug.
Þá fyrst er hægt að taka ákvörðun um að leggja flugvöllinn í Vatnsmýrinni niður þegar öll þau skilyrði eru uppfyllt sem gerð eru til þeirra gríðarlegur breytinga sem færsla flugvallar eða flugsamgangna hefðu í för með sér.
Höfundur er varaþingmaður Frjálslynda flokksins.
Greinin birtist í 24 stundum 29. apríl 2008.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2007 | 11:43
Hin íslenska verðtrygging
Ýmsum kann að þykja að verðtrygging á höfustól láns sé réttlætismál og hagur beggja aðila, lántakanda og lánveitanda. Vissulega er það falleg hugsun að lántakandi greiði til baka raunverðmæti þess láns sem hann tekur. Á íslenskum lánamarkaði gilda hins vegar reglur og háttsemi sem er á skjön við þessa fallegu hugsun jafnaðar og ærlegheita.
Á Íslandi er það aðeins annar aðilinn, þ.e. lánveitandinn sem tilkynnir lántakandanum með reglubundnum hætti eða árlega um hækkun höfuðstóls láns. Einhver þriðji aðili út í bæ eða lánveitandinn sjálfur reiknar ímyndaða hækkun á raunvirði höfuðstólsins án tillits til aðstæðna lántakanda eða raunvirði hagtalna í lífi hans. Þessi háttur er ekki aðeins á skjön við það jafnræði sem aðilar ættu að búa við, samkvæmt almennum hugmyndum um jafnræði heldur má flokka hann undir ok og þar með brot á mannréttindum. Það að höfuðstóll láns vaxi samkvæmt duttlungum annars aðilans og án atbeina hins er ekkert annað en mannréttindabrot sem leiðir til frelsissviftingar og kúgunar. Lántakandinn hefur ekki einu sinni tækifæri á að bera hönd fyrir höfuð sér.
Þar að auki búa lántakendur á Íslandi við hálfgerða einokun einnar stórrar bankamafíu á peningamarkaðnum, sem endurspeglast t.d. í því að hér eru vextir margfalt hærri en í nágrannalöndunum. Bankamafía þessi tók við af ríkisbankamafíunni þegar ríkisbankarnir voru seldir útvöldum einstaklingum og félögum á slikk. Þar að auki leyfist bönkum á Íslandi að semja við lántakendur um tvenns konar vexti, annars vegar fasta vexti og hins vegar breytilega vexti. Um föstu vextina er samið við töku láns, en breytilegu vextirnir eru eins og verðtryggingin á höfuðstól lána háðir einhverjum aðstæðum sem lántakandi hefur engin áhrif á. Á sumum lánum hvíla jafnvel allir þessir vextir; verðtrygging, fastir vexti og breytilegir vextir.
Það er verkefni Alþingis að breyta lögum um banka- og lánastarfsemi þar sem aðstæður aðila verða jafnaðar. Almenningur á ekki að sætta sig við að þurfa að taka lán á þessum kjörum til að reisa sér þak yfir höfuðið og mennta sig til að koma undir sig fótunum og koma börnum sínum til manns. Í raun er staðan sú að ungt fólk sem kaupir sér húsnæði festist í neti "kúgara" sem heimta andvirði lánsins (hússins) þrefalt til baka, enda fer mest öll starfsæfi almennings á Íslandi í að greiða upp húsnæðislán.
Rök bankanna á móti breytingum á verðtryggingu lána eru m.a. þau að benda á alla þá fjármuni sem Íslendingar eiga í bönkunum og lífeyrissjóðunum og hvort menn sætti sig við að þeir fjármunir rýrni í verðbólgu þeirri sem er viðvarandi í Íslandi. Það er með verðtrygginguna á innlánin eins og útlánin að það er bankinn sjálfur sem ákveður verðtrygginguna en ekki eigandi innistæðunnar. Ef eigandi innistæðu tilkynnti bankanum um raunhækkun á innistæðunni samkvæmt hans eigin hag, þá mætti hlusta á rök bankanna. En það eru lánastofnanir sem hafa þennan útreikning allan á eigin hendi og rétt til að hækka höfuðstól láns eða innistæðu og breytilega vexti að eigin geðþótta og á meðan svo er mun íslenskur almenningur þrautpíndur og okaður.
Lausnin og verkefnið er að banna breytilega vexti og verðtryggingu lána til húsnæðiskaupa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2007 | 11:30
Tónlistarnámið í betri farveg
Nú hefur menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir enn og aftur lýst því yfir að hún muni sjá til þess að ríkið taki yfir menntun tónlistarnema sem eru á framhaldsstigi í tónlist og hyggst hún leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um málið í vetur. Þetta gerði hún á fundi tónlistarskólastjóra sem haldið var á Bifröst í ágúst s.l. Ber að fagna þessari ákvörðun.
Flest annað framhaldsnám í landinu er kostað af ríkinu og því ekki óeðlilegt að ríkið taki á sig kostnað vegna nemenda á framhaldsstigi í tónlist, enda eru þeir nemendur í flestum tilfellum að mennta sig til atvinnuþátttöku í faginu, sem tónlistarkennarar, hljóðfæraleikarar, tónskáld, tónmenntakennarar, kórstjórar, tónfræðingar, organistar, einleikarar, einsöngvarar, hljómsveitarstjórar, djass- og dægurtónlistarmenn, raddþjálfarar, fræðimenn tónlistarsögu, skemmtikraftar, útgefendur kennslubóka í tónlist, stjórnendur óperu- og tónlistarhúsa, upptökustjórar, tónlistarlæknar, hljóðmenn, skipuleggjendur tónlistarviðburða, hljóðtæknimenn, hljóðfærasmiðir, útsetjarar, útgefendur tónlistar og skólastjórar.
Tónlistarnámi er samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytisins skipt í þrú stig; grunnstig, miðstig og framhaldsstig. Flestir nemendur tónlistarskólanna eru á grunnstigi eða u.þ.b. 87%. Um það bil 13% nemenda ná að ljúka grunnprófi, 10% ná aldrei að ljúka miðstiginu og einungis 3% komast á framhaldsstig. Sennilega þreyta einungis um 1% nemenda framhaldsstigspróf og ljúka þar með almennu tónlistarnámi. Þess ber að geta að framhaldsstigsprófið eða lokapróf úr íslenskum tónlistarskóla er í flestum tilfellum sambærilegt prófum á háskólastigi. Margir nemendur á lokastigi náms í almennum tónlistarskóla á Íslandi stunda sambærilegt nám og nemendur í Listaháskóla Íslands.
Þessi lög sem menntamálaráðherra boðar munu að öllum líkindum renna greiðlega í gegnum þingið. Ekki er annað vitað en að allir stjórmálaflokkar styðji þessa breytingu. Nú er bara að vona að menntamálaráðherra láti verkin tala, -eða láti talið verka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2007 | 17:25
Bíómyndaleikur löggunnar
Það er eflaust rétt að sumir ungir piltar sem nýkomnir eru með bílpróf halda að akstur sé eins og tölvuleikur og komi eitthvað fyrir megi bara rístarta leiknum
En grun hef ég um að sumir lögreglumenn haldi stundum að lögreglustarfið sé spennandi bíómynd og að henni lokinni taki við annar veruleiki.
Þessi eltingarleikur lögreglunnar á eftir ökuföntum er háskaleikur og þarf að fara að taka á og banna. Fyrst hægt er að hafa upp á mönnum sem virða ekki ökuhraða með földum myndavélum þá á að láta það duga. 17 ára piltar sem vísvitandi hafa gefið í á einhverjum stað sem þeir telja vera alveg öruggan og uppgötva að lögreglan hefur staðið þá að verki eiga það til að taka barnalegar og rangar ákvarðanir, -við styngum lögregluna af. Sá sem tekur svona ákvörðun er ekki í jafnvægi, hefur ekki skýra hugsun og í raun hræddur -og hefur ekki vald á ökutækinu. Sé lögreglunni ant um að viðkomandi fari sér og öðrum ekki að voða þá á hún ekki að elta viðkomandi með blikkandi ljósum og sírenuvæli. Það eru til mörg önnur ráð til að ná í viðkomandi ökumann og taka á málinu. Stöðvum háskaleik lögreglunnar.
![]() |
Ökumanni veitt eftirför um Kópavog |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2007 | 22:01
Misskilið hlutverk
![]() |
Lyfjastofnun telur vefsíðuna minlyf.net vera ólöglega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |