7.7.2007 | 12:29
Rannsóknir Hafró
Nú hefur Hafrannsóknarstofnun hins íslenska ríkis komist að enn einni niðurstöðunni um það hvernig megi "byggja upp" þorskstofnin við Ísland. Lagt er til að veiða 130 þús. tonn á næsta fiskveiðiári. Ríkisstjórnin hefur tekið þá ákvörðun að fara eftir þessum tillögum.
Á sama degi og ákvörðun er tekin lýsir forstjóri hafrannsóknarstofnunarinnar því yfir að hann vilji efla rannsóknir í hafinu kringum landið. Maður spyr: Voru tillögur stofnunarinnar ekki byggðar á nægilega góðum rannsóknum? Er kannski ekki alveg víst að þorskstofnin muni "byggjast upp"? Hvað er það sem forstjórinn vill rannsaka betur? Er hann að ímynda sér að með meiri rannsóknum megi komast að annari niðurstöðu um hversu mikið megi veiða af þorski árlega?
Það er eitthvað mjög undarlegt í gangi í samfélagi sem leggur heilu byggðarlögin í rúst út á takmarkaðar rannsóknir og vafasamar rannsóknarniðurstöður.
6.7.2007 | 14:03
"Hrossabrestir"
Framsókn er enn við sama heygarðshornið. Þeir halda enn að hægt sé að búa til störf hvar sem er. Nú á að búa til störf í sjávarbyggðum sem komi í staðinn fyrir störf í sjávarútvegi og vinnslu. Þegar þeim mistókst sem mest með landbúnaðinn héldu þeir að hægt væri í sveitum landsins að búa til störf óskyld landbúnaði. Tillögur komu um framleiðslu hrossabresta. Lagður var peningur í saumastofur og allskonar handverk, en ekkert dugði.
Samfylkingin hefur nú tekið við af Framsókn í vitleysunni með Sjálfstæðisflokknum. Þessir flokkar halda að inn til dala og fjarða sé hægt að búa til störf á samkeppninsmarkaði. Því miður hafa þeir rangt fyrir sér.
![]() |
Framsókn vill efla rannsóknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.7.2007 | 11:54
"Mótvægisaðgerðir"
Einhver undarlegasta hugmynd síðustu vikna er um einhverskonar mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á leyfðum þorskafla. Hugmyndin er sú að þeir sem búa í sjávarplássunum muni geta snúið sér að einhverju öðru en veiðum og vinnslu sjávarafla. Því miður er ekki hægt að breyta eðli sjávarplássa. Sjávarpláss byggjast upp vegna nálægðar við fiskimið. Ef ekki má veiða á þessum miðum þá er grundvöllur þeirra brostinn. Atvinnuöryggið byggist á þessu. Fólk vill búa við atvinnuöryggi og einhver tilbúin störf sem hægt er að stunda með meiri hagkvæmni annarsstaðar duga ekki og þóknast engum.
Nú verður þorskaflinn á næsta veiðiári 130 þús. tonn, -nær hefði verið að auka hann í 260 þús. tonn. Það þarf að grisja skóginn, beita móann og skera þangið. Sjórinn er fullur af fiski og það þarf að veiða úr honum. Hvar ætla íslensk stjórnvöld með Hafró í farteskinu að enda þessa fáránlegu tilraunir sínar? Kenningar Hafró um lífríkið í sjónum eru rangar, rannsóknirnar ónógar og allar tilraunirnar með "uppbyggingu" þorskstofnsins hafa mistekist. Hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera ef Hafró kemur enn og aftur eftir einhver misseri og segir að nú þurfi að minnka veiðina enn og aftur og í þetta sinn niður í 100 þús. tonn, því samkvæmt "mælingum" þurfi að minnka veiðina til að "byggja upp" stofninn?
Íslensk stjórnvöld og Hafró eru á villigötum. Kenningarnar eru rangar. Meintur aflabrestur er ekki af mannavöldum. Það þarf að snúa við blaðinu, -leyfa frjálsar veiðar, hætta að takmarka aflamagn, en stýra því hvar er veitt, hvenær og með hvaða veiðarfærum.
Leggjum kenningar Hafró til hliðar, hættum þessari tilraunastarfsemi með aflamagnið, en höldum áfram að láta Hafró rannsaka, -það skaðar engann.
Leggjum svo af kerfi veiðiheimilda til útvaldra.
Nú fara fleiri sjávarpláss en áður á hliðina. Hvenær ætli Sjálfstæðisflokknum takist að leggja íslenskan sjávarútveg niður? Sjálfstæðisflokknum er einnig að takast að leggja íslenskan landbúnað í rúst. Það mætti halda að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver öfgatrúarbragðahópur sem fer um löndin og brýtur niður á augabragði allt það sem þjóðir hafa upp byggt á löngum tíma.
18.6.2007 | 07:57
"Undarlegar" þjóðhátíðarræður
Það var undarlegt að frétta að í þjóðhátíðarræðum sínum 17. júní 2007 hefðu forsætisráðherra og fv samgönguráðherra viðurkennt að fiskveiðistjórnunarkerfið væri ófullkomið og að það hefði mistekist.
Forsætisráðherra sagði: "kvótakerfið er ekki fullkomið fremur en önnur mannanna verk". Hvað hann á við nákvæmlega er erfitt að skilja því hann segir í sömu andrá að "háværasta gagnrýnin á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi er að menn fái ekki að veiða meira og meira." Staðreyndin er sú að flestir útgerðarmenn og sjómenn og byggðalög hafa í fleiri ár búið við stöðugann aflasamdrátt af völdum tilskipana ríkistjórnar Sjálfstæðisflokksins, þannig að þeir veiða minna og minna. Kannski er forsetisráðherra í þjóðhátíðarávarpi sínu einungis að tala við stórútgerðarmenn sem hafa stöðugt sölsað undir sig stærri hlut af veiðiréttindum landsmanna og veitt meira og meira.
Fyrrverandi samgönguráðherra sagði: "áform um uppbyggingu fiskistofna með kvótakerfið sem stjórnkerfi fiskveiða virðast hafa mistekist. . . . Staðan í sjávarútvegsmálum er því mjög alvarleg og kallar á breytingar ef sjávarbyggðirnar eiga ekki að hrynja." Því miður er fyrrverandi samgönguráðherra enn við sama heygarðshornið og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur verið frá upphafi, að rugla saman uppbyggingu og viðhaldi fiskstofnanna annarsvegar og veiðiréttindum hinsvegar. Hrun sjávarbyggða stafar af óréttmætu veiðiréttindakerfi. Uppbygging fiskistofna og viðhald þeirra er algjörlega óskylt veiðiréttindakerfinu og vandinn þar er oftrú stjórnvalda á opinberar rannsóknarstofnanir. Því þrátt fyrir að búið sé að sanna að kenningar þessara stofnana um vistkerfi sjávar séu rangar, skal enn á þeirra tillögum byggt.
17.5.2007 | 15:03
Stjórnin fellur - mun Samfylkingin semja um stimpilgjöldin?
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er fallin. Sennilega hefur það verið Framsóknarflokkurinn sem ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu. Hvað við tekur er óljóst.
Ef Samfylkingin fer í stjórn með Sjálfstæðisflokknum munu stimpilgjöldin á bankalánum niðurfelld, -væntanlega? Það kosningaloforð var það eina sem á hönd var festandi hjá Samfylkinngunni fyrir kosningarnar. Maður getur þá loksins farið að hóta bankanum sínum að hverfa á braut ef hann veitir manni ekki góða þjónustu. Kannski verði þá hægt að semja um vexti í líkingu við þá sem þekkjast á meginlandi Evrópu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2007 | 16:25
Vonandi fellur ríkisstjórnin
Það hefur verið virkilega ánægjulegt að fá að aka fólki í kjörstað. Frjálslyndi flokkurinn býður upp á þá þjónustu að fólk getur hringt á kosningaskrifstofuna og óskað eftir að vera ekið á kjörstað.
Nokkrir þeirra hafa sagt mér að mjög margir sem þeir þekkja og áður hafa kosið stjórnarflokkana ætli að kjósa Frjálslynda flokkinn nú.
Þrenn áform Frjálslynda flokksins virðast vera efst í huga fólks, en það er hækkun skattleysismarkanna, hækkun frítekjumarksins og afnám fiskveiðistjórnunarkerfisins.
11.5.2007 | 10:23
Mætti ég biðja um hækkun á kaupinu mínu
![]() |
Vísitala neysluverðs hækkaði umfram spár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2007 | 23:23
Almenningur á tískusýningu?
![]() |
Ísland komst ekki í úrslit Eurovision |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2007 | 15:05
Gott að vita að framsóknarmenn eru jafnréttissinnar
![]() |
Bændakonur ekki ánægðar með bréf Einars Odds og Guðjóns Arnars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2007 | 17:42
Ráðherra brýtur á tónlistarnemum
Umboðsmaður Alþingis sendi frá sér það álit að menntamálaráðherra hefði brotið á tónlistarnemum. Þeir nemendur sem hafa fengið nám sitt í tónlist metið til eininga í framhaldsskóla áttu að fá tónlistarnámið ókeypis, en greiddu allan tímann skólagjöld upp á hundruð þúsunda.
Það að leiðrétta mál eins og þetta ætti að vera eitt lítið úrlausnarefni í menntamálum, en menntamálaráðherrann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ekki getað leyst það þótt hún hafi haft til þess fjögur ár. Hún segist hafa skoðun á málinu en lætur umboðsmann Alþingis dæma sig svo hún geti komið sér að verki. Nú segir hún að málið sé til skoðunar hjá ráðuneytinu. Hvað ætli málið verði lengi til skoðunar þar?
Menntamálaráðherrann lét hafa eftir sér í Blaðinu að hann leggi til að sveitarfélögin sjái um grunn- og miðstig tónlistarnáms en ríkið sjái um framhaldsstigið óháð aldri nemenda. Þetta fyrirkomulag segir hann að kosti ríkið 200 milljónir. Nú er að sjá hvort ráðherrann stendur við þessi stóru orð. Að vísu kom fram hjá honum í blaðaviðtalinu að hann gerði ráð fyrir að sveitarfélögin tækju að sér eitthvert verkefni frá ríkinu í staðinn, en um það hefði ekki verið samið. Ætli tónlistarnemar verði ekki bara áfram látnir greiða sína menntun upp í topp, fyrst menntamálaráðherra getur ekki samið við sveitarfélögin?
Frjálslyndi flokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni (sjá málefnahandbók www.xf.is) að ríkissjóður kosti tónlistarnám nemenda á framhaldsstigi í tónlistarskólum, á sama hátt og annað nám sem stundað er í framhaldsskólum landsins. Málið snýst nefnilega ekki bara um þá nemendur sem eru í námi á tónlistarbrautum framhaldsskólanna, heldur einnig þá nemendur sem eru ekki í framhaldsskólum, en á framhaldsstigi í tónlistarnámi í tónlistarskóla. Margir þessara nemenda hafa þegar lokið framhaldsskólanámi og stúdentsprófi. Þeir eru ýmist á framhaldsstigi eða háskólastigi. Flestir þessara nemenda hafa lagt tónlistina fyrir sig sem fag og ætla að hafa hana að ævistarfi. Það er því ekki óeðlilegt að hið opinbera kosti þetta nám alveg eins og annað fagnám í landinu.
Tónlistarnemendur á háskólastigi eru ekki allir í Listaháskólanum, heldur eru margir þeirra í almennum tónlistarskólum, svo sem eins og Tónlistarskóla Reykjavíkur, FÍH og Tónskóla Sigursveins og jafnvel víðar. Þessir nemendur greiða öll sín skólagjöld sjálfir, Reykjavíkurborg greiðir niður nám þeirra flestra og ekki allra jafnt.
Að lokum má minna á að börnum í tónlistarnámi á Íslandi er víða mismunað. Sum sveitarfélögin greiða niður tónlistarnám fyrir útvalin börn, en ekkert fyrir önnur og sum börn fá inni í tónlistarskóla á meðan önnur eru látin bíða stundum í mörg ár. Menntamálaráðherra er yfirmaður skólamála á Íslandi ætli honum sé kunnugt um þessa mismunun?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)