Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

"Þjófurinn" endurreiknar verðmæti þýfisins

Það er skrýtið að dómstólar skuli láta það viðgangast að lánastofnanir sem veittu ólögleg gengistryggð lán, endurreikni sjálfar lánin og sá útreikningur verði látinn duga. Er nokkur vissa fyrir um að stofnanirnar geti reiknað rétt í þetta sinn?
mbl.is Fellir niður þrjú dómsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STEF skrumskælir sannleikann

"með öllu óleyfilegt að gefa út söngtónlist með breyttum texta nema að leyfi viðkomandi tónhöfundar eða rétthafa liggi fyrir.", segir STEF. En er það svo? Hver er það sem spyr bítlana þegar ég vil spila bítlalag inn á plötu með nýjum íslenskum texta? Eru bítlarnir spurðir? Nei, þeir eru ekki spurðir. Þetta svokallaða leyfi er alltaf veitt af einhverri stofnun eða rétthafa eins og STEFI og stofnunin gefur svo út reikning til greiðslu fyrir hvern útgefinn geisladisk. Slíkur reikningur er alltaf útgefinn eftir að búið er að framleiða geisladiskinn og í ljós hefur komið hver fjöldi útgefinna diska er. Fullyrðingin um að óleyfilegt sé að gefa út söngtónlist nema með leyfi höfundar er í besta falli skrumskæling á sannleikanum.

Það er að sjálfsögðu eðlilegt að greitt sé fyrir notkun á hugverkum, en hér hefur STEFi tekist að vinna skemmdarverk og maður spyr; til hvers?


mbl.is Öll útgáfa bönnuð nema með leyfi rétthafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fávitarnir í Seðlabankanum.

Því miður þá virðast margar opinberar stofnanir vera fullar af hálfvitum, - Seðlabankinn er ein þeirra. Þessi frétt Morgunblaðsins sannar það. Hér er það gefið í skin að skuldasöfnun heimilanna sé vegna verslunar á vörum með kreditkortum og kaupum á bílum. Hvorutveggja er rangt. Einungis þeir eiga í erfiðleikum sem hafa annað hvort hafa lent í klóm lánastofnana sem hafa leyfi Alþingis til að nota svindlreikniformúluna sem kölluð er verðtrygging til að reikna og hækka höfuðstól lána langt umfram almennar hækkanir launa fyrir venjulega dagvinnu, -ellegar lánastofnana sem, hafa reynt að svindla á lántakendun með ólöglegri gengistryggingu lána.
mbl.is Skuldirnar margfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun - hvað er það?

Skúli vill stytta skólagönguna. Hvað verður þá um menntasnobbið og hugmyndina um að helst allir hafi Meistaranámsgráðu til að flika? Annars held ég að í raun séum, við íslendingar ágætlega menntaðir, þó svo margir geti ekki veifað prófskýrteini upp á það.
Skóli lífsins er ennþá góður skóli, þó svo Samfylkinginog Vinstri Grænir vilji banna mönnum alla sjálfsbjargarviðleitni. Þeir hafa ekki undan að setja bannlög við öllu mögulegu. Að lokum má ekki neitt.
Menntun er eitt, skólaganga annað, skírteini það þriðja, kunnáttu það fjórða, vitneskja það fimmta og hæfni það sjötta. Í hvaða skóla öðlast maður þetta allt?
mbl.is Breytinga að vænta í menntakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurmenntun nauðsynleg?

Endurmenntun er öllum holl. Þó er það þannig að í sumum atvinnugreinum þá eru menn í stöðugri þjálfun og hafa greiðan aðgang að nýungum. Af hverju þurfa atvinnubílstjórar að læra að aka á bílvegum meginlandsins ef ekki stendur til að þeir geri það? Útþennslustefna bírókratanna virðist ætla að ná að drepa þetta samfélag að lokum.
mbl.is Bílstjórar skikkaðir á skólabekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignabruni?

Fréttamaður Morgunblaðsins kemst réttilega að orði þegar hann kallar minnkandi eigiðfé húsnæðiseigenda eignabruna. En hann ætti að spyrja hver hafi kveikt í, - hver sé orsakavaldur þessa bruna og hvar slökkviliðið sé. Hann gæti einnig kannað hvort eignunum hafi hreinlega verið rænt og að í samfélaginu gangi um ræningjar og hverjir þeir séu.
mbl.is Eignabruni heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband