Fávitarnir í Seðlabankanum.

Því miður þá virðast margar opinberar stofnanir vera fullar af hálfvitum, - Seðlabankinn er ein þeirra. Þessi frétt Morgunblaðsins sannar það. Hér er það gefið í skin að skuldasöfnun heimilanna sé vegna verslunar á vörum með kreditkortum og kaupum á bílum. Hvorutveggja er rangt. Einungis þeir eiga í erfiðleikum sem hafa annað hvort hafa lent í klóm lánastofnana sem hafa leyfi Alþingis til að nota svindlreikniformúluna sem kölluð er verðtrygging til að reikna og hækka höfuðstól lána langt umfram almennar hækkanir launa fyrir venjulega dagvinnu, -ellegar lánastofnana sem, hafa reynt að svindla á lántakendun með ólöglegri gengistryggingu lána.
mbl.is Skuldirnar margfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nákvæmlega og svarið hjá þessum lánastofnunum er að þær þurfi verðtrygginguna til að viðhalda sér. Hvers vegna fóru þessar sömu stofnanir allar á hausin fyrir utan tvo litla sparisjóði?

Ekki bjargaði verðtryggingin þeim og mun ekki gera það því þessar sömu stofnanir eru að fara á hausinn aftur vegna slæmrar stjórnunar og fjölda umfram þörf!

Við erum að tala um Landsbanka, Íslandsbanka, Arion, Íbúðarlánasjóð, Byggðastofnun, Sparisjóðina, Auður Kapital, Uppspretta, Smálánafyrirtæki, Lífeyrissjóðir (lán) og nokkur önnur fyrirtæki til viðbótar!

Sigurður Haraldsson, 17.11.2012 kl. 08:16

2 identicon

Í opinberum gögnum eins og til dæmis Lögbirting kemur fram að yfirskuldsett fólk er ekki endilega barnafólk sem keypti sér íbúðarhúsnæði.
Í þessum hópi eru fjölmargir einstaklingar sem hafa yfirfjárfest í bílum og öðrum leikföngum, farið fram úr sér i yfirdrættinum og greiðslukortunum líka.
Þetta er fyrst og fremst sök þessara einstaklinga sjálfra og svo bankanna að spyrja ekki hvort fólk réði við greiðslur af lánum.

Að kenna stjórnmálamönnum um allan vanda fólks er bara skrum og lygi í allra besta fall.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 09:43

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er ekki einvörðungu þeim að kenna en lög hafa ekki verið sett þar sem aðhalds innan kerfis launaþaks stjórnenda og fækkunar þessa stofnana er krafist!

Sigurður Haraldsson, 17.11.2012 kl. 10:14

4 Smámynd: Starbuck

Jón Óskarsson - "úrræðin" sem skuldurum hefur boðist hingað til hafa hjálpað þessu "óreiðufólki" mest en hinir skynsömu hafa yfirleitt litla eða enga leiðréttingu fengið á sínum málum.  Svo er enginn að kenna stjórnmálamönnum um allan vanda fólks.

Starbuck, 17.11.2012 kl. 10:26

5 Smámynd: Sandy

Halló halló Jón! Ef þessir skynsömu voru svona skynsamir þurfa þeir þá einhverja hjálp? Svo vil ég benda þér á að í bönkunum var töluverður fjöldi af fólki sem átti og framkvæmdi svokölluð greiðslumöt og samkvæmt þeim fékk fólk lán, hvað heldur þú að hafi þá breyst hjá þessu sama fólki?

Sandy, 17.11.2012 kl. 11:42

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Kjartan Eggertsson. Það er einfaldlega röng fullyrðing hjá þér að höfuðstóll launa hækki langt upp fyrir allar hækkanir launa fyrir venjuleg dagvinnu. Launaþróun í landinu er reiknuð með launavísitölu og hún hefur alltaf til lengri tíma hækkað meira en vísitala þeirra lána sem fólk hefur tekið til íbúðakaupa. Þetta sveiflast vissulega til skemmri tíma litið en ég efast um að þú getir fundið nokkur dæmi um 10 ára tímabil þar sem þær vísitölur sem notaðar hafa verið til að verðtryggja lán hafi hækkað meira en launavísitala. Ég efast einnig um að þú getir fundið 10 ára tímabil þar sem húsnæðisverð hefur hækkað minna en þær vísitölur sem lánin hafa verið bundin við.

Vissulega gerist þetta til skemmri tíma eins og milli áranna 2008 og 2010 og eins og fram kemur í greininni þá eru það einmitt mest skuldsettu heimilin sem eiga erfiðast með að mæta slíkri skammtímaþróun. Það er þess vegna sem heimilin þurfa að hafa borð fyrir báru og passa sig á að skuldsetja sig ekki um of.

Staðreyndin er einfaldlega sú að til lengrí tíma litið þá lækkar greiðslubyrði verðtryggðra lána sem hlutfall af launum og sá fjöldi vinnustunda sem þarf til að borga höfuðstólin fer einnig fækkandi til lengri tíma.

Hægt er að sjá þróun þessara vísitalna á heimasíðu Hagstofu Íslands

http://hagstofa.is/Pages/710?src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=VIS00000%26ti=Yfirlit+v%EDsitalna%26path=../Database/visitolur/yfirlit/%26lang=3%26units=V%EDsit%F6lur

Það væri ráð hjá mönnum að kynna sér málin aðeins áður en menn fara að kalla sérfræðinga í viðkomandi málaflokki "hálfvita" á blogginu.

Sigurður M Grétarsson, 17.11.2012 kl. 14:38

7 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Sigurður M. Grétarsson: Ef þú skuldar ekki verðtryggt lán sjálfur, fáðu þá lánaðar greiðsluseðil hjá einhverjum sem skuldar slíkt lán. Þar getur þú séð þetta svart á hvítu. Þú þarft að vísu að hafa fyrir því að reikna prósentuhækkunina á höfuðstól lánsins og bera það saman við kauptaxtahækkun í einhverjum hinna fjölmörgu kjarasamninga.

Ég á sjálfur 8 ára lán sem hefur hækkað um 70%. Kauptaxtinn minn í kjarasamningi kennara hefur á sama tíma hækkað um 35% . Ef Hagstofa Íslands reiknar eitthvað annað þá er hún vísvitandi að blekkja. Slíkt er alvarlegt og þarf að rannsaka.

Kjartan Eggertsson, 17.11.2012 kl. 20:03

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég er sjálfur með verðtryggt lán og veit elveg hvað ég er að segja. Launavísitala mælir meðal launahækkanir á landinu. Síðan árið 2004 hefur hún hækkað meira en vísitala neysluverðs til verðtryggingar. Ef þín laun hafa bara hækkað um 35% þá ert þú klárlega í lélegu stéttafélagi. En vissulega hækka ekki allir jafn mikið og meðaltalið. Það eru alltaf einhverjir fyrir ofan það og einhverjir fyrir neðan það. Staðreyndin er hins vegar sú að að meðaltali hafa laun í landinu hækkað meira en vístiala neysluverðs til verðtryggingar hefur hækkað seinustu átta ár.

Sigurður M Grétarsson, 17.11.2012 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband