(ó)Frelsið er yndislegt

"Frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil" segir í þekktum dægurlaga texta.  Ríkisstjórnin ætlar að skreða frelsið í gjaldeyrismálunum í 2 ár.  Nú verður krónunni "fleytt" og áætlar ríkistjórnin að lögin muni koma í veg fyrir algjört hrun krónunnar.

Ríkisstjórnin er að reyna að gera eitthvað og vill  ekki bara sitja hjá aðgerðalaus eins og hún gerði framan af árinu, þar til hún setti neyðarlögin og réðst á bankana og rústaði þá.

Hvað kemur svo út úr þessu öllu brambolti hennar?  Nær hún að koma í veg fyrir stórhækkaðar skuldir heimila,  -rekstarfjárkreppu fyrirtækja,  -fjöldagjaldþrot fyrirtækja og heimila,  -atvinnumissi þúsunda,  -stöðvun framkvæmda við uppbyggingu nýrra íbúðahverfa, menningarstarfs og samgöngumannvirkja,  -frestun á stóriðjuframkvæmdum,  -stórhækkað innflutningsverð á matvöru og annarri nauðsynjavöru,  -að áform um uppbyggingu nýrra hátæknifyrirtækja í samvinnu við erlenda aðila verði fyrir borð borin?

Þessi listi er ekki tæmandi.  En ríkisstjórnin ætlar að stjórna þessu öllu og hefur sagt að hún ætli að sjá til þess að ekkert af þessu rætist. 

Það hefur verið sagt að grundvöllur skynseminnar sé auðmýktin.  Það fer lítið fyrir því að ríkistjórn Íslands beygi sig í auðmýkt fyrir þeirri staðreynd að hún hefur ekki komið í veg fyrir þau vandræði sem við erum lent í.  Hún var ekki hæf til að koma í veg fyrir að við lentum í þessar stöðu, en hún segist ætla að kom okkur úr henni, "hvað sem það kostar" eins og ráðherrarnir hafa orðað það.  Það væri slæmt ef eitthvað af þessari upptalning hér að framan yrði staðreynd.

Og nú er það ófrelsið í gjaldeyrisviðskiptum sem á að bjarga þjóðinni.  Öðru vísi mér áður brá.


mbl.is Nýjar gjaldeyrisreglur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landi

Því miður fyrir fólkið þá held ég að það sé búið að berja lokahöggið,það fólk sem ætlar að flytja erlendis er í raun orðið þræll í eigin landi og getur hvergi hreyft sig.

Nú stefnir í að 70% þjóðarinnar renni á rassgatið í gjaldþrot,þegar það gerist þá held ég að Björn Bjarnason þurfi fyrst að stofna her hér og skálmöld brjótist út.

En hvað veit ég,næst verður okkur kannski bannað að skrifa og hugsa !!

Landi, 28.11.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband