Flækjustig stjórnsýslunnar villir mönnum sýn.

Já, nú erum við á beinu brautinni, -er það ekki?  Búið að bjarga sparifénu sem Bretar, Hollendingar, Belgar og Þjóðverjar áttu í hinum fyrrum íslensku bönkum.  Er þá ekki kreppan búin?

Ríkisstjórnin kann að taka lán.  En hvað kann hún annað?  Hún ætlar að opna fyrir óhindruð gjaldeyrisviðskipti og sjá til hvort og hversu mikið íslenska krónan fellur.  Svo ætlar ríkisstjórnin að sjá til hvort krónan styrkist aftur.  En ef hún styrkist ekki aftur þá hefur ríkisstjórnin engin ráð, að minnsta kosti hefur hún ekki sagt okkur til hvaða ráða hún ætlar þá að taka.  Þeir sem tóku lán í erlendri mynt fyrir daga bankahrunsins og nú sitja uppi með lán á tvöföldu verði, gætu alveg eins setið uppi með lánin sín á fjórföldu verði þegar upp er staðið.  Það eru nefnilega engar takmarkanir fyrir því á Íslandi hvernig hægt er að fara með fólk.  Smáskammtalækningar ríkisstjórnarinnar sem kynntar hafa verið á undanförnum dögum hafa ekkert að segja til að bjarga fólki sem hefur klafa þessara lána að bera.

Núverandi ríkisstjórn er ráðþrota.  Við þurfum nýja ríkisstjórn sem hefur kjark til að breyta fjármálakerfinu.  Fyrsta skrefið er að innkalla íslensku krónuna í skiptum fyrir evrur á gengi sem var í vikunni fyrir yfirtökuna á Glitni.  Það er það skásta sem við getum gert til að koma okkur út úr vandanum.  Engin þjóð getur bannað okkur að nota evrur á íslenskum markaði.  Og ekki hafa þjóðir heims áhyggjur af notkun okkar á evrunni í alþjóðaviðskipum, því hún er hvort sem er þegar í notkun í öllum okkar viðskiptum við útlönd. 

Því miður er flækjustigið í íslenskri stjórnsýslu svo mikið að þeir sem þar starfa sjá aldrei til lands.  Svo eru einfaldar lausnir bannorð hjá hinu opinbera.


mbl.is Þjóðverjar lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Sæll Þrymur.

 Dalir koma til greina.  "Allt" er betra ein íslenska krónan.

Kjartan Eggertsson, 22.11.2008 kl. 23:58

2 identicon

Af hverju ekki Japanska Jenið ? Hafið þið skoðað það af alvöru ?

Hvergi ríkir betra skipulag og heiður en í Japan. Þar eru sjaldan ef nokkurntíman sveiflur sem heita má.

Fyrir utan það að þeir geta kennt okkur gríðarlega margt án þess að við þurfum að óttast að einhverskonar yfirtaka verði hér á landi af spiltum öflum.

Þröstur. (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 00:19

3 Smámynd: Eirikur

How I wish your Government would get it's head in gear and bring in a Law to freeze the assets of the so called "utrasavikingur"......Private Jets, Yachts, Football clubs......It would be justice if the men that put you where you are had to pay their debts. It would also be a good idea to put a few Bank Directors in jail under a "suspected embezelment of fund" as well...

From the british tax payers whose money was used to fund your " Utrasavikingur" debts..Now your money is also being used to pay for their debts.... We have no problem with the Icelandic Public...You are our friends, not our enemy....Just lets get the gangsters who brought this about! Please!

Good luck Iceland....I hope it all works out well for you. Best regards from a rather cold UK.........

Eirikur , 23.11.2008 kl. 04:29

4 identicon

Er búið að bjarga SPARIFÉNU sem lagt var inn hjá Icesafe?

Stendur til að gera meira en standa við greiðslur á lágmarkstryggingunum á þessum Icesafe reikningum?

Stóð nokkuð til að borga Icesafe inneignir umfram  þá upphæð sem lágmarkstryggingunni nam?

Agla (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 10:28

5 identicon

Er það ekki rétt hjá mér að evrópubandalagið er út úr myndinn ef við tökum upp dalinn sem gjaldmiðil?

Heiðbjört (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband