Velkomnir glæpamenn

Það mátti skilja það á orðum fulltrúa VG, Samfylkingar og hins nýja flokks Íslands-eitthvað í Silfri Egils að það væri eðlilegt að hingað kæmu innflytjendur sem væru glæpamenn, bara ef þeir væru jafnmargir og íslenskir glæpamenn miðað við höfðatölu. Þetta er víst köllum fjölmenning.

Við þurfum þá væntanlega að gæta þess að hingað komi fangaverðir í réttum hlutföllum svo hægt sé að gæta þessara manna þegar þeir hafa gert eitthvað alvarlegt af sér hafa verið dæmdir og settir í fangelsi?

Mann skortir bara orð til að lýsa hneykslan sinni á þessum málflutningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þessu.

Georg Eiður Arnarson, 25.3.2007 kl. 20:55

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það er ekki eins og við eigum ekki nóg með okkar alíslensku krimma nú þegar...

Það er svo merkilegt með þessar andlegu flatneskjur sem þessa flokka skipa að það að vera á móti því að flytja inn vandamál er álitið fordómar á meðan þetta fólk vill í staðin bara ganga á persónufrelsi Íslendinga.

Við eigum að standa vörð um landið okkar til þess að vernda frelsið.

En svona er þetta nú. Gunnarsstaðarauður veit víst hvað er Íslendingum fyrir bestu; það að sjálfstæð hugsun sé lögð niður og VG hugsi fyrir landan....

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 26.3.2007 kl. 09:30

3 identicon

Það eru líka meiri líkur á því að innflytjendur sem fá ekki þann stuðning og tækifæri sem þeir þurfa á að halda (sem allir ættu að fá sem á annað borð fá leyfi til að koma hingað og starfa) endi í ruglinu og geti enga björg sér veitt annað en að brjóta lög.

Þar fyrir utan hefði maður haldið að íslendingar ættu fullt í fangi með að sinna þeim glæpamönnum sem eru innfæddir.

Heiðbjört (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband