Tekjutap af umferðartappanum á höfuðborgarsvæðinu 5,7 milljarðar á ári

Eitt stærsta vekefni næstu ríkisstjórnar er að taka ákvörðun um stóraukin framlög í endurgerð þjóðveganna á höfuðorgarsvæðinu.  Ríkisstjórnin hefur algjörlega sofið á verðinum og til vitnis um það er fögnuður hennar yfir tillögum um fjármögnun Sundabrautar, eins og lagning hennar sé mikilverðasta framkvæmdin hér á höfuðborgarsvæðinu.  Sundabraut kemur í fyllingu tímans, en lagning Miklubrautar í stokk og gerð mislægra gatnamóta á Reykjanesbraut frá Hafnarfirði og að Ártúnsbrekku á að vera fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar.

Á hverjum degi sitja 77.000 íbúar á höfuðborgarsvæðinu fastir í umferðarteppu. Áætla má að sá tími sem þeir eyða aukalega vegna umferðarinnar sé um 15 mínútur á dag, - 8 mínútur á morgnana og 7 mínútur seinnipartinn. Tekjumissir samfélagsins vegna þessa er gríðarlegur.  Tíminn sem fólk eyðir í óþarfa bið er rúmlega 56 klukkustundir á ári.   Ef gert er ráð fyrir að meðaltals tímakaup fólk sé 1.333 kr. þá er tekjumissir samfélagsins vegna hvers ökumanns um 75.000 kr. á ári eða samtals 5,7 milljarða fyrir íslenskt samfélag.

Þar fyrir utan fer gríðarlegt eldsneyti í að vera stöðugt að hemla, stoppa og taka af stað, -og það kostar nú skildinginn.

Framkvæmdir þær sem hér er um rætt og ráðast þarf í eru svo þjóðhagslega hagkvæmar að þær borga sig á fáum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Borgarskipulagið sem slíkt kostar þjóðfélagið margfalt þessa upphæð. Þessi kostnaður er möo tilkominn vegna lélegs og löngu úrelts skipulags.

Til að mynda er furðulegt að tala um "þjóðvegi í borg" á sama tíma, þeta tvennt fer ekki saman, segir mikið um þetta dreifbýli (suburbia) sem verið er að reyna að stimpla sem borg.

Það er svo sem áhugavert hvernig menn reikna út svona tölur. Breytirnar eru margar, t.d. ekki sami kostnaður við að séra Jón sitji í teppu eða þá bara litli Jón.

Áhugaverðast þykir mér hvers vegna menn eru að reikna þetta á annað borð. Er það ekki bara af því einhverjir vilja fá að byggja?

Ólafur Þórðarson, 1.4.2007 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband