Einn er grænn í gegn annar er gegnsær

Hvað þýðir þetta nákvæmlega að vera "grænn"?  "Grænn í gegn", hvað þýðir það.

Ef átt er við að þeir grænu hafi verið á móti Kárahnjúkavirkjun, þá er það mál búið. 

Eiga menn við að þeir séu á móti vikjunum í neðri hluta Þjórsár?  Þá væri mjög gott að menn segðu það beint.

Eru þeir á móti hugsanlegu álveri í nágrenni Húsavíkur?  Þá væri líka gott að þeir segðu það beint. 

Einhverveginn finnst mér ég ekki geta lesið það af málflutningi þessara "grænu" flokka hvað þeir vilja í raun.  Ég heyri engar tillögur aðrar en að allt eigi að banna.  Þessir flokkar eru nánast tómir að innan og þess vegna ættu þeir að heita "hinir gegnsæu".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband