Loksins náđi lögreglan númerinu á bílnum

Mikiđ var nú gott ađ lögreglan náđi loks númerinu á ţessum bíl.  Ţađ er náttúrlega nauđsynlegt ađ ná númerinu svo hćgt sé ađ rukka svona ţrjóta. Lögreglan ćtlar ekki ađ taka ţessa menn í sálfrćđimeđferđ, - ţađ var ekki meiningin.  Hvort einhver er slasađur eftir eltingarleiki er náttúrlega algjört aukaatriđi.
mbl.is Flúđi lögreglu og lenti í árekstri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski var ţetta stolin bifreiđ...

Birgir Guđjónsson (IP-tala skráđ) 25.5.2014 kl. 22:13

2 identicon

Ţađ er ekki furđa ađ ţiđ spyrjiđ spurninga, enda er ţessi frétt svo illa unnin ađ ţađ er ekki hćgt ađ átta sig á hvađ var í gangi.

skiljiđ ţiđ t.d. eftirfarandi klausu:

"Ţrír menn flúđu úr bif­reiđinni sem lög­regl­an veitti eft­ir­för eft­ir árekst­ur­inn (veitti hún bifreiđinni eftirför eftir áreksturinn? aha)

og hlupu í átt ađ Há­túni. Lög­regl­an hafđi hend­ur í hári eins ţeirra en sá fjórđi virt­ist vera slasađur í bif­reiđinni. Einn lög­reglumađur veitti hinum eft­ir­för á fćti."

Hvađa hinum? Ţessum ţremur? Hljóp ein lögga á eftir ţremur bófum? Eđa tveimur eftir ađ lögregla hafđi haft "hendur í hári eins ţeirra"?

jón (IP-tala skráđ) 25.5.2014 kl. 22:20

3 identicon

Ţađ má endurskrifa ţessa frétt:

Fjórir menn á bíl voru eltir af lögreglu á lögreglubíl, síđar á fćti, eftir ađ bíllinn lenti í árekstri viđ tvo ađra bíla sem ekki voru eltir, en í voru nokkrir farţegar og bílstjórar, ţar af nokkrir sem slösuđust, og virtist einn í bílnum sem veitt var eftirför hafa slasast, en hinir hlupu í átt ađ Hátúni og lögregla á fćti á eftir, eftir áreksturinn. Máliđ er í rannsókn. Götunni var lokađ.

Jón (IP-tala skráđ) 25.5.2014 kl. 22:24

4 identicon

Ţetta er ennţá betra:

Lögregla á lögreglubíl veitti fjórum bófum á bófabíl eftirför eftir ađ bófarnir sinntu ekki stöđvunarmerkjum lögreglunnar á bílnum sínum. Ţeir hlupu í Hátún eftir ađ hafa lent í árekstri, eftir eftirför lögreglunnar á fyrrnefndum bíl. Eftirförin var veitt eftir ađ lögreglan gerđi eitthvađ sem bófarnir veittu eftirtekt en veittu ekki samţykki sitt fyrir. Máliđ er í rannsókn.

Jón (IP-tala skráđ) 25.5.2014 kl. 22:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband