25.2.2011 | 10:04
Hvað er að þessum starfsmönnum háskólanna?
Það er með ólíkindum að langskólamenntað fólk skuli leyfa sér að búa til forsendur til útskýringa á hæstaréttardómum. Forsendur fyrir dómi hæstaréttar um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþingsins fjölluðu eingöngu um framkvæmd kosninganna. Í dómnum voru engar brigður bornar á frambjóðendur. Að tengja annmarka á kosningunni við persónur frambjóðenda er afar sékennilegt af hálfu Róberts Spanó, prófessors og forseta lagadeildar Háskóla Ísland og Ragnhildar Helgadóttur, prófessors í lögfræði við Háskólann í Reykjavík.
Meirihlutaálit samráðsnefndar um stjórnlagaþing að Alþingi skipi stjórnlagaráð með sömu einstaklingum og náðu bestum árangri í stjórnlagaþingskjörinu er besta lausnin á þessu kosningaklúðri. Framkvæmdin var geinilega gölluð, en tilgangurinn með úrskurði Hæstaréttar er hins vegar afar óljós.
Meirihlutaálit samráðsnefndar um stjórnlagaþing að Alþingi skipi stjórnlagaráð með sömu einstaklingum og náðu bestum árangri í stjórnlagaþingskjörinu er besta lausnin á þessu kosningaklúðri. Framkvæmdin var geinilega gölluð, en tilgangurinn með úrskurði Hæstaréttar er hins vegar afar óljós.
![]() |
Farið á svig við dóm Hæstaréttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki hálf asnalegt að láta 25 manns sem voru kosnir í kosningu sem hefur verið dæmd ólögleg, breyta stjórnarskrá lýðveldis ?
Hlýtur að kalla á bollaleggingar seinna meir.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 07:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.