Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Stjórn ISAVIA skrifaði undir

Var það ekki stjórn ISAVIA sem skrifaði undir og samþykkti kröfur flugvallarstarfsmanna? Sérkennileg fyrirsögn að tala um að flugvallarstarfsmenn hafi skrifað undir., eins og þeir hafi verið þvingaðir til einhvers.
mbl.is Flugvallarstarfsmenn skrifuðu undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími til að leggja Haftró niður?

"ef þessi síld hefði ekki skilað sér hefði þurft að taka tillit til þess í stofnmati, sem hefði síðan leitt til ráðgjafar um minni veiði", segja vísindamenn Hafró.  Eru þetta öll "vísindin"? Byggjast þau á því sem ekki er vitað? Hafa menn ekki enhverja uppsafnaða reynslu og þekkingu á Hafró til að bera? Það eru svona setningar sem sannfæra mann um það að við við getum sparað við okkur að eyða peningum í þessa stofnun.
mbl.is Týnda síldin fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plastið er ekki vandamál, heldur fólk.

Umbúðir úr plasti eru ekki vandamál, heldur hvernig farið er með plastið.  Það er ekki vandamál að fólk noti plastpoka undir rusl sem er urðað í Álfsnesi. Það er hins vegar vandamál að sumir hriða ekki um umbúðir hvers konar úr plasti, - sem fá að fjúka um allar tryssur og sumir henda plasti í sjóinn.  Vandamálið er ekki plastið, heldur fólk.  Það á að banna slíkt fólk.  Og það ætti líka að banna alþingismenn sem eyða tíma Alþingis í rugl eins og það að ætla að banna umbúðir úr plasti. 


mbl.is „Stórkostleg umhverfisvá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband