Plastið er ekki vandamál, heldur fólk.

Umbúðir úr plasti eru ekki vandamál, heldur hvernig farið er með plastið.  Það er ekki vandamál að fólk noti plastpoka undir rusl sem er urðað í Álfsnesi. Það er hins vegar vandamál að sumir hriða ekki um umbúðir hvers konar úr plasti, - sem fá að fjúka um allar tryssur og sumir henda plasti í sjóinn.  Vandamálið er ekki plastið, heldur fólk.  Það á að banna slíkt fólk.  Og það ætti líka að banna alþingismenn sem eyða tíma Alþingis í rugl eins og það að ætla að banna umbúðir úr plasti. 


mbl.is „Stórkostleg umhverfisvá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt er það. Þegar talað er um plastið, þá dettur mér alltaf í hug setningar úr leikriti eftir Jökul Jakobsson, sem iðnrekandinn í leikritinu sagði, en það var þetta: "Þeir, sem hata mest plast, byggja alla sína tilveru á plasti." Það er nokkuð til í því. Maður spyr líka sjálfan sig, hvort það sé hægt að komast af án plastumbúða. Það held ég ekki, en það er líka rétt hjá þér, að alþingismenn eiga að eyða tímanum í umræður um viskulegri málefni heldur en þetta.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2014 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband