Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Orðhengilsháttur Sjálfstæðismanna.

Hvað ætli Sjálfstæðisflokksmenn eigi við þegar þeir tala um afskriftir? Er ekki verkefnið að skila til baka ofreiknaða hækkun á höfuðstól ibúðalána? Flokkast það undir afskriftir? Vonandi þurfum við ekki að treysta á skilningsljóa forystumenn Sjálfstæðisflokksins til fá leiðréttingu á höfuðstóls útreikningi verðtryggingarinnar, - sem er ekkert annað en svindlútreikningur. Vonandi vinnur almenningur málið fyrir dómstólum og fær leiðréttingu sem miðast við að forsendur greiðslumats lána verð látin gilda.
mbl.is Leggjast gegn afskriftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni skilur ekki að verðtryggingarformúlan er svindlreikningur

Það var ekki við því að búast að formaður Sjálfstæðisflokksins kæmi með tímamótatillögu um aðgerðir til leiðréttingar á verðtryggðum lánum, enda hefur ekki örlað á skilningi á grundvallaratriðum vandans hjá Sjálfstæðisflokknum á þessu kjörtímabili.

Kannski skilur Bjarni ekki að það er vitlaust reiknað.  Hann er einn af svo mörgum valdamönnum þessa samfélags sem kann ekki að setja sig í annarra spor til að skilja vandann. En svo getur verið að hann viti allt um þetta en hafi ekki siðferðislegan skilning á því að það sé rangt að hafa af fólki eignir þess með klækjum.


mbl.is Vilja endurskipuleggja íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir embættismenn, en lélegir hugsjónamenn

Þessir Alþingismenn sem nú sitja væru góðir embættismenn.  Þeir eru tilbúnir að gera eitthvað þegar þeim er bent á að kannski séu til reglur sem þurfi að fara eftir.

Á Alþingi vantar hugsjónafólk.  Fólk sem breytir reglunum að eigin frumkvæmi. Fólk sem skilur að reglurnar eru til að þjóna því lífi sem við viljum lifa, en ekki öfugt.

Helgi Hörvar hefur nú í 4 ár horft á lánastofnanir ræna stærstum hluta af eignum fólks.  Nei,  hann hafði ekki burði til að gera neitt í málinu fyrr en núna, - af því að kannski er það bara ólöglegt að nota svindlútreikninginn á neysluverðsvísitölunni og verðtryggingunni til að hækka upprunalegan höfuðstól íbúðalána?


mbl.is Verða að upplýsa lántakendur betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru gengistryggð lán ekki örugglega ólögleg.

"verðtryggingin ekkert annað en léleg hermun [eftirherma] af gengistryggingu" segir Ársæll Valfells. 

Eru gengistryggð lán ekki örugglega ólögleg. 

Er ekki kominn tími á að stjórnvöld og fjármálastofnanir viðurkenni mistök sín við útreikninginn á verðtryggingunni og ólöglegum áhrifum hennar á höfuðstól verðtryggðra lána?


mbl.is Regluleg áföll vegna verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband