Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
21.1.2013 | 09:16
Fer Mogginn vísvitandi með rangt mál?
"enda skulda Íslendingar þeim háar fjárhæðir vegna Icesave-málsins." - er það? Var það ekki alveg örugglega banki í einkaeigu sem bjó til þessa skuld? Var íslenska þjóðin ekki örugglega búinn að segja að hún ætlaði ekki að taka á sig þessa skuld? Á ekki bara að standa þarna "íslenskir aðilar" í staðinn fyrir "íslendingar"? Standi þetta þessum orðum í hinni erlendri frétt, væri þá ekki rétt að Morgunblaðið minnti á það að Íslendingar væru jú búnir að hafna slíkum málatllbúnaði?
Vilja rafmagn upp í Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.1.2013 | 13:04
Ert þú níðingur?
"Heimild til að halda níðingum ótímabundið eftir afplánun"
"Já, blessaður og sæll ert þú níðingur, -já blessaður". Það mætti halda í allri þessari umfjöllun um brot gegn börnum, að níðingar séu starfsstétt. Það er talað um níðinga, eins þeir séu með einhvers konar starfsvettvang og réttindi til að mega kallast níðingar. Hverjir eru þessir menn? Ef þetta eru einungis þeir sem hafa þegar verið dæmdir fyrir brot gegn börnum þá er félagaskráin væntanlega stutt? Væri þá ekki bara hægt að birta nafnaskrána?
Eða eru menn að tala til þeirra sem hafa brotið af sér og ekki hefur komist upp um? Þarf þá ekki að tala til þeirra á einhvern sérstakan hátt?
Eða eru menn að tala um alla þá sem hugsanlega eiga eftir að brjóta af sér? Er hægt að tala til þeirra?
"Já, blessaður og sæll ert þú níðingur, -já blessaður". Það mætti halda í allri þessari umfjöllun um brot gegn börnum, að níðingar séu starfsstétt. Það er talað um níðinga, eins þeir séu með einhvers konar starfsvettvang og réttindi til að mega kallast níðingar. Hverjir eru þessir menn? Ef þetta eru einungis þeir sem hafa þegar verið dæmdir fyrir brot gegn börnum þá er félagaskráin væntanlega stutt? Væri þá ekki bara hægt að birta nafnaskrána?
Eða eru menn að tala til þeirra sem hafa brotið af sér og ekki hefur komist upp um? Þarf þá ekki að tala til þeirra á einhvern sérstakan hátt?
Eða eru menn að tala um alla þá sem hugsanlega eiga eftir að brjóta af sér? Er hægt að tala til þeirra?
Heimild til að halda níðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2013 | 16:34
Hvernig væri að leiðrétta rangan fréttaflutning ótilneyddur?
Mikið væri nú gott að hafa fjölmiðladómstól sem hefði það vald að geta skipað fjölmiðlum að leiðrétta ranga frétt og endursegja, með jafnmörgum orðum og jafnstórri fyrirsögn, á sama stað í blaðinu eða dagskránni. Þá myndu blaðamenn DV hugsanlega vera lausir við einhverja stefnuna sem hrjáir þá nú.
Það er mjög sérkennileg fjölmiðlamenning á Íslandi, en þar er ekki til siðs að leiðrétta rangan fréttaflutning.
Snýst um að valda okkur tjóni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2013 | 18:35
Skoðanapistlar DV
"Þetta er skoðanapistill sem lýtur öðrum lögmálum en almennar fréttir", segir formaður Blaðamannafélags Íslands um skrif í DV sem Bakkavararbræður hafa kært. En er það svo? Því miður er ýmislegt fullyrt í DV sem um fréttir sé að ræða en ekki skoðanir blaðamanns. Gott væri að DV menn gerðu framvegis mun á sanneikanum, kjaftasögum og sannfæringu blaðamanna eða skoðunum. DV hefur staðið sig vel í því að grafa upp spillinguna í samfélaginu og óréttlætið sem henni fylgir. Þeir hljóta að geta orðað skrif sín þannig að ekki fari á milli mála hvað sé satt og hvað sé ágiskun eða ályktun.
Eðlileg umræða þögguð niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2013 | 20:19
Undarleg afstaða Steingríms Joð.
Það var sérkennilegt að heyra Steingrím J. Sigfússon fullyrða það í sjónvarpsviðtali, að þó svo finndist olía á drekasvæðinu væri alveg óvíst að leyfi til vinnslu yrði veitt. Maður hefði haldið að það lagi í hlutarins eðli að úr því lagðir væru fjármuni í olíuleit þá myndi verð veitt leyfi til vinnslu. Að sjálfsögðu er þó ekkert vinnslu leyfi án kvaða um öryggi og vinnsluaðferðir og flutninga. En Steigrímur J. virðist halda að hægt verði að taka geðþóttaákvörðun um vinnslu leyfi ef olía finnst.
Söguleg undirskrift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |