Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
15.12.2011 | 06:15
Verðtryggingin er geggjun
Hverslags þjóðfélag er það sem reiknar 200 þús. króna verðhækkun á 10 millj. kr. höfuðstól íbúðalána á sama tíma og kaupmáttur ráðstöfunartekna minnkar um 0,2%? Þau stjórnvöld sem við höfum kosið yfir okkur hafa algjörlega brugðist. Við þurfum ekki svona fólk á Alþingi og viljum ekki hafa það. Þeim er hér með sagt upp störfum og geta nú undirbúið það að taka pokann sinn eftir næstu kosningar. Þau hafa sjálf komið því svo fyrir að það er ekki víst að þau fái nokkra vinnu að uppsagnartímanum loknum, en skal bent á að það er víst hægt að fá vinnu í Noregi um þessar mundir.
Íbúðalán hækka um 3-4 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2011 | 13:03
Getuleysi sjórnvalda er svæsnasti óvinur launafólks.
Íslenska krónan er sjálf ekki óvinur launafólks, heldur getuleysi stjórnvalda til að stýra efnahagmálum þjóðarinnar. Af hverju er fólk að flytja til útlanda? Jú, það er vegna þess að það nær ekki endum saman. Stærsti þátturinn í útgjöldum launafólks eru afborganir húsnæðislána. Bankarnir, lífeyrissjóðirnir og Íbúðalánasjóður sem lána til húsnæðiskaupa fara nú ránshendi um húseignir fólks. Aðferðin er í því fólgin að hækka verðmæti höfuðstóls húsnæðislána eftir einhverri formúlu sem þeir og stjórnvöld virðast hafa komið sér saman um, til að sanka að sér fé. Verðmæti húsnæðisláns sem tekið var fyrir 5 árum hefur hækkað samkvæmt þessari formúlu um 60%, á sama tíma og launakjör hafa hækkað um 30%. Reglulegar afborganir hafa hækkað að sama skapi. Þessar hækkanir ásamt hækkun á almennu vöruverði knýja fólk til að flýja land.
Krónan óvinur launafólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2011 | 14:11
Kínverjinn lærir leikreglurnar
Nú er kínverjinn í læri hjá Katrínu Júlíusdóttur að þekkja leikreglurnar við landakaup. Eftir það getur hann keypt nokkur fjöll á norð-austurlandi. T.d. gæti hann hafið sandmokstur í poka til að selja til útlanda, eins og þeir gera bændurnir sem eiga Ingólfsfjall í Árnessýslu. Öllum ómerkilegum fjöllum má moka í burtu, því það eru nefnilega engar reglur til. Núbó kínverji lærir nefnilega líka um það, að við höfum engar reglur um slíka hluti og að flest allt sem viðkemur íslensku samfélagi byggist á geðþóttaákvörðunum og því eru óbeinar mútur og froðusnakk besta leiðin til að koma áformum sínum í framkvæmd.
Umhverfið hér ófyrirsjáanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2011 | 17:40
Fjármálafyrirtæki endurreikni íbúðalán.
Það væri einnig vel við hæfi að fjármálafyrirtæki sem hafa lánað til íbúðarhúsnæðis færu að endurreikna lánin með tilliti til forsenda í greiðslumati hvers láns. Ef þau ætla ekki að gera það, hafa þau verið að blekkja alla þá, sem tekið hafa íbúðalán undanfarna áratugi. Það er ólöglegt að blekkja, -á því er enginn vafi, en því miður þá virðist hluti þjóðarinnar halda annað.
Eiga að virða niðurstöður dómstóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)