Evran er leiðin út úr vandanum

Leiðin út úr efnahagsvandanum er að nota sömu mynt og helstu viðskiptaþjóðir okkar, -en þær nota evru.  Öðrum þjóðum kemur það ekki við hvort við notum evrur í viðskiptum innanlands.  Það er engin ástæða til að óttast að notkun okkar á evrum hér innanlands trufli verslunarsamskipti okkar við aðrar þjóðir.  Miklu fremur getum við reiknað með að notkun okkar á evrum á innanlandsmarkaði laði að erlent fjármagn.  Það gæti jafnvel leitt til þess að erlendir bankar myndu vilja hefja starfsemi hér og endurfjármagna íbúðarhúsnæði á Íslandi og þannig gæti almenningur losað sig við okurlán íslensku lánastofnananna.  Þá þyrftum við ekki að bíða eftir að íslensk stjórnvöld gerðu eitthvað í málinu, -hvenær getum við t.d. reiknað með þau afnemi hina óréttlátu verðtryggingu íbúðarlána?
mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Göngum bara í ríkjasamband með Danmörk. Þá höfum við komist bakdyramegin í ESB og með danskri krónu höfum við Evru. Einfalt!

Thor Svensson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 00:06

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Við fáum því miður ekki Evru fyrr en eftir mörg ár og þessi ár höfum við ekki.  LÍÚ menn voru mjög ákveðnir í yfirlýsingu sinni - nýjan gjaldmiðil strax.  Evra er því ekki inni í myndinni, enda yrði allt hér orðið rjúkandi rústir ef við ætluðum að bíða eftir því.  Dollar má taka upp einhliða.  Bandaríkin eru því hliðholl, einnig IMF.  Viðskipti okkar við USA eru nokkur og dollar að styrkjast gagnvart evrunni.  Er nokkur spurning um hvað verið er að sækjast eftir?  Ekki tökum við evru upp einhliða.  ESB mundi aldrei leyfa það.  Við erum ekki uppáhalds fólkið þeirra. 

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 30.11.2008 kl. 00:52

3 Smámynd: Tori

Smámynd: Tori

USD er málið vegna vantrúar þeirra sem pípa allan daginn um krónuna. Gjaldmiðill er tiltrú ekkert annað. Þetta er vara sem þarf að selja.Svo við getum öll selt hana þarf að hafa trú á vörunni.

Sleppum því að fleyta krónunni.Semjum við Seðlabanka Bandaríkjana ( Ekki ríkisbanki) og vinnum okkur útúr atvinnuleysinu sem mun fylgja upptöku annars gjaldmiðils en krónunar.

Tori, 30.11.2008 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband