Ráðalaus ríkisstjórn.

Hvað gerir ríkisstjórnin nú, þegar allir þeir sem sögðust ætla að lána okkur vísa hver á annan og segja: "Hann þarf að byrja að lána fyrst"?

Ráðherrar ríkistjórnar Íslands hafa haldið því fram að okkur sé ekki heimilt að gera hvað sem er og að við þurfum að koma fram af fyllstu kurteisi við aðrar þjóðir.  Við megum ekki afpanta heræfingu bretanna, -við megum ekki benda þeim á að þeir hafi eyðilagt innlánsreikninga Landsbankans í Bretlandi og geti því hirt skaðann sjálfir, -við megum ekki taka upp á því að nota evruna einhliða því þá verði þjóðir heimsins svo hneykslaðar á okkur.  Þannig eru rökin hjá þessari ríkisstjórn, allt byggt á hugmyndum um kurteisi og heiðarleg samskipti á sama tíma og bretar yfirtaka banka í eigu íslendinga og beita til þess hryðjuverkalögum, Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðurinn lofar afgreiðslu láns á ákveðnum degi en svíkur það oftar en einu sinni með miklum skaða fyrir íslenskt efnahagslíf og Evrópuþjóðir draga lappirnar við að veita okkur aðstoð þrátt fyrir hástemmd loforð um annað.

Hver er lærdómur okkar íslendinga af þessu?   Hann sá að hver þjóð og hver stofnun hugsar bara um "rassgatið" á sjálfum sér.  Við þurfum að fara að hætta öllu kurteisishjali.  Fyrir almenning á Íslandi væri besta aðgerð ríkisstjórnar að skipa Seðlabankanum að innkalla allar íslenskar krónur í skiptum fyrir evrur á gengi sem var í gildi vikuna fyrir yfirtöku Glitnis banka.  Við getum svo í rólegheitum leyst úr þeim vanda sem bankahrundið olli í samskiptum við aðrar þjóðir.  Með einhliða upptöku evru myndu verslunarviðskipti komast í samt lag á örfáum dögum og veltan í samfélaginu færi á skrið á ný.


mbl.is Staðan er grafalvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ríkisstjórnin er svo sannarlega ráðalaus og vill ekki skoða aðrar leiðir en lántöku þrátt fyrir að lán liggi ekki á lausu nema þá helst til að greiða skuldaslóð bankanna.

Sigurjón Þórðarson, 14.11.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband