25.10.2008 | 14:43
Hefur á réttu ađ standa.
Björgólfur hefur á réttu ađ standa. Útrásarmennirnir verđa varla sóttir til saka fyrir brot á lögum. Ţeir hins vegar munu missa hlutina sína í bönkunum sem ríkisstjórn Íslands yfirtók samkvćmt svokölluđum neyđarlögum.
Nú fáum viđ gamla tímann aftur, -ríkisbankatímann. Ţá verđur aftur byrjađ á ţví ađ hygla flokksfélögum og útiloka stjórnarandstćđinga frá lánafyrirgreiđslu. Mannlegt eđli hefur nefnilega ekkert breyst. Nú er samkeppnisţátturinn horfinn úr bankastarfseminni og ţví fáum viđ aftur "blíantsnagarana" sem bíđa eftir símhringingum frá pólitíkusum um ţađ hverjum megi lána og hverjum ekki. Engin samkeppni verđur um vexti, enda verđa ţeir fastsettir međ tilskipunum frá hinu opinbera. Engin samkeppni verđur um ađ veita góđa ţjónustu, ţví hún er hún er horfin úr bönkunum gróđavon hluthafanna. Í raun hefur heil atvinnugrein veriđ lögđ niđur og í stađinn er kominn önnur sem hefur önnur markmiđ og annađ eđli og ţjónar ađ stćrstum hluta öđrum tilgangi en sú fyrri.
Krónan stćrsta vandamáliđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.11.2008 kl. 17:31 | Facebook
Athugasemdir
Og hvađ grćddi almenningur á "samkeppni" bankanna? Einstaklingar eins og ég sem erum grćn í gegn sögđum bara já og amen viđ hverju sem manni er faliđ ađ borga í gjöld og vexti en fáum ekki ađ njóta neins af veisluborđinu sem útrásarmennirnir höfđu ađgang ađ. Eins féll mađur fyrir lofinu sem boriđ var á erlent lán og situr nú í skuldasúpu sem mađur verđur ađ borđa á hverju kvöldi héđan af. Auđvitađ er hćgt ađ segja "hver er sinnar gćfu smiđur,- hver heilvita mađur tekur erlent lán". En ef mađur er ekki útlćrđur hagfrćđingur eđa viđskiptafrćđingur ţá treystir mađur orđum bankastarfsmanna,- ekki satt?!
Nú situr ţjóđin saman uppi međ ullabjakkiđ, rusliđ og óhreina leirtauiđ eftir veisluhöldin, en ekki fékk ég meira en kannski einn súkkulađimola í ţessari veislu!
Heiđbjört (IP-tala skráđ) 28.10.2008 kl. 12:19
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.