20.10.2008 | 17:52
Megum við fá að vita.
Gott væri að fá að vita hvað ríkisstjórnin hefur samið um við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Eða á kannski að leggja samningin fyrir Alþingi á einni nóttu og samþykkja án umræðu eða upplýsinga um afleiðingar hans.
Rangt að skuldbinda ófædd börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já einmitt. Málið verður þvingað í gegn á einni nóttu án þess að leyfilegt verði að ræða um það. Og stjórnarandstaðan mun láta hafa sig að fífli einn ganginn enn eins og þegar hún samþykkti að leggja bankakerfið í rúst!
corvus corax, 20.10.2008 kl. 18:06
Þeir eru búnir að þessu.
Sigurður Þórðarson, 20.10.2008 kl. 18:09
Mér þykir skemmtilegt að sjá að fólki ofbýður sá gjörningur að ófædd börn séu skuldsett, en sama fólk sér ekkert athugavert við að ómálga börn séu neydd í þjóðkirkjuna. :-)
En grínlaust, þá er ég algerlega sammála Ögmundi (sem gerist ekki oft). Íslendingar verða að læra opna þjóðfélagsumræðu. Ef það væri sá lærdómur sem þjóðin dregur af þessu öllu saman, ásamt því að fara að gera kröfu á málefnalegri stjórnmál (og betri stjórnmálamenn), þá liggur við að þetta sé allt þess virði.
Úr danaveldi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.