19.10.2008 | 16:23
Kannski gerir ríkisstjórnin eitthvað.
". . . en útilokaði ekki að beðið yrði um aðstoð sjóðsins í dag eða næstu daga." Þetta sagði viðskiptaráðherra í dag. Hvernig er hægt að stjórna þessu landi með því að segja stöðugt "kannski". Kannski verður þetta og kannski verður hitt. Mér finnst eins og það hafi komið fram í fréttum að viðskiptaráðherra hafi ekki verið spurður þegar Glitnir var yfirtekinn. Kannski getur hann ekki tekið sjálfstæða ákvörðun og staðið við hana. Til hvers er hann í ríkisstjórninni? Er hann að bíða eftir að einhver annar taki ákvörðun um aðstoð. Hvað þýðir það að hann útiloki ekki að beðið verði um aðstoð sjóðsins? Hafa menn ekki verið að tala við sjóðinn? Liggur ekki fyrir hvaða kröfur sjóðurinn gerir? Landsmenn eru orðnir svolítið þreyttir á að bíða eftir því hvort og hvernig þessi ríkisstjórn ætlar að krafsa sig út úr rústunum. Ef ekki kemur heildstæð rústabjörgunaraðgerð frá stjórninni í dag eða á morgun, þá á forseti lýðveldisins að krefjast þess að hún segi af sér og skipa svo utanþingsstjórn.
Ráðherrar funda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.