18.10.2008 | 20:31
Er eitthvað í veginum svo hægt sé að taka ákvörðun?
"Ríkisstjórnin á eftir að taka formlega ákvörðun", segir Björgvin G. Sigurðsson. Mikið væri gott að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánaði okkur fjármuni með skilyrðum um að stýrivextir yrðu lækkaðir í sömu prósentutölu og seðlabankar í Evrópu hafa, t.d. 3%, verðtryggingar lána yrðu afnumdar, inn- og útflutninghömlur lagðar niður og höft á atvinnufrelsi í hvers konar mynd (mannréttindabrot) yrðu afnumin. Getur verið að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé með einhverjar þær kröfur sem vildarvinir ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins eiga erfitt með að sætta sig við?
Ákvörðun á allra næstu dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það skyldi þó aldrei vera. Ég held að þú og spaugstofan í kvöld kunnið að hafa rétt fyrir ykkur. En hvað þarf til að maðurinn skammist sín og víki sjálfur.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 20:59
Einmitt
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 23:00
Kröfur IMF eru alltaf þær að borga skuldir til erlendra banka. Þar með væri ríkið ábyrgt fyrir fjölþúsundum milljarða króna skuldum bankanna. Það má ekki eiga sér stað, því að þá erum við búin að vera.
Ívar Pálsson, 19.10.2008 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.