25.3.2007 | 17:51
Einn er grænn í gegn annar er gegnsær
Hvað þýðir þetta nákvæmlega að vera "grænn"? "Grænn í gegn", hvað þýðir það.
Ef átt er við að þeir grænu hafi verið á móti Kárahnjúkavirkjun, þá er það mál búið.
Eiga menn við að þeir séu á móti vikjunum í neðri hluta Þjórsár? Þá væri mjög gott að menn segðu það beint.
Eru þeir á móti hugsanlegu álveri í nágrenni Húsavíkur? Þá væri líka gott að þeir segðu það beint.
Einhverveginn finnst mér ég ekki geta lesið það af málflutningi þessara "grænu" flokka hvað þeir vilja í raun. Ég heyri engar tillögur aðrar en að allt eigi að banna. Þessir flokkar eru nánast tómir að innan og þess vegna ættu þeir að heita "hinir gegnsæu".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.