Auðlindafrumvarpinu ekki ætlað að hrófla við fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Við fengum það beint í æð frá framsóknarmönnum í morgunútvarpi RÚV í dag, að "auðlindafrumvarpinu er ekki ætlað að hrófla við fiskveiðistjórnunarkerfinu".  Þetta sagði þingmaðurinn Guðjón Ólafur Jónsson og undir það tók Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Maður spyr: Til hvers er þá þetta auðlindafrumvarp ríkisstjórnarinnar ef það á engu að breyta um nýtingu auðlindanna?  Þeir sögðu í sama viðtali að Alþingi geti sett almenn lög og tímabundin um nýtingu auðlinda, eftir og ef auðlindafrumvarpið verður samþykkt.  Þá er aftur spurt:  Er þá eitthvað gagn að ákvæði í stjórnarskrá um nýtingu auðlinda?

Ef ákvæði í stjórnarskrá um auðlind þjóðarinnar segir ekki til um hvernig með hana megi fara þá er slíkt ákvæði einskis virði og bara til óþurftar.

 Það er alveg ljóst að auðlindafrumvarpinu var ætlað að slá ryki í augu almennings. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband