8.4.2014 | 08:05
Er ekki kominn tími til að leggja Haftró niður?
"ef þessi síld hefði ekki skilað sér hefði þurft að taka tillit til þess í stofnmati, sem hefði síðan leitt til ráðgjafar um minni veiði", segja vísindamenn Hafró. Eru þetta öll "vísindin"? Byggjast þau á því sem ekki er vitað? Hafa menn ekki enhverja uppsafnaða reynslu og þekkingu á Hafró til að bera? Það eru svona setningar sem sannfæra mann um það að við við getum sparað við okkur að eyða peningum í þessa stofnun.
Týnda síldin fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki nóg með að þessi frétt er skringilega orðuð þá eru svörin í fréttinni enn skringilegri. Það mætti endurorða spurninguna: Er ekki kominn tími til að breyta starfsháttum Hafró? Jú og þó fyrr hefði verið. Núverandi aðferð um veiðiráðgjöf er of gloppótt til að ganga almennilega upp eins og fréttin bendir til. Þar er eytt of miklum tíma í hluti sem skila litlu sem í staðinn væri hægt væri að nota í rannsóknir til að fá betri skilning á fiskitegundum og hafinu.
Rúnar Már Bragason, 8.4.2014 kl. 08:38
Já það er sniðugt að leggja hafró bara niður og leyfa öllum bara að veiða eins og þeir vilja. Tæki ekki langan tíma að rústa sjávarútvegi landsins. En það er bara annað mál, allt í lagi meðan hægt er að græða aura og kasta krónum... eða hvað?
Gústaf (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.