18.3.2014 | 20:00
". . . og svo kemur hafísinn og drepur allt"
Þetta orðatiltæki með hafísinn kemur upp í hugann þegar fólk segist vilja vernda náttúruna. Hvaða gagn er að því að vernda náttúruna ef enginn vill búa hér á landi, - ef ekki má virkja vatnsföllin til framleiðslu á rafmagni fyrir heimilin og fyrirtækin? Er þetta ekki sams konar andóf og var hér á sínum tíma gegn Búrfellsvirkjun? Þá fannst sumu fólki slæmt að við skyldum virkja, þar sem nota átti rafmagnið til framleiðslu á áli í álverksmiðju sem var í eigu auðhringa og mengaði andrúmsloftið. Nú malar Búrfellsvirkjun gull og álverksmiðjan hreinsar loftið sem frá henni stígur. Hvernig haldið þið að hér liti út ef mönnum hefði tekist að koma í veg fyrir byggingu þess orkuvers?
Er þetta ekki sama fólkið og er á móti hvalveiðum af "mannúðarástæðum"? Veiðar á villtum dýrum og neysla á afurðum þeirra ætti einmitt að vera réttlætanleg af mannúðarástæðum þar sem þau dýr lifa frjálsu lífi án ótta og kvalræðis, - á sama tíma og flest öll þau dýr sem við ölum í búrum eða "bundin" á bás lifa engu því lífi sem hægt er að kalla þvï nafni. Þessir svokölluðu "náttúruverndarsinnar" eru eins og hafísinn; hálfgerðir landráðamenn.
Er þetta sama fólkið og vildi koma í veg fyrir lagningu vegar um hraunið sem það kallar Gálgahraun? Það er eins og sumir vilji tefja eðlilega framþróun. Reyndar leikur grunur á að þeir sem andæfðu í Gálgahraunsmálinu hafi í raun aðeins viljað búa áfram í "sveit". Kannski er það sama fólkið og er á móti þverun fjarða á Vestfjörðum?
Allt þetta fólk er eins og hafísinn, - því tekst að tefja og jafnvel koma í veg fyrir framkvæmdir sem eru nauðsynlegar og til heilla fyrir samfélagið, - það gerir komandi kynslóðum erfitt fyrir að njóta þeirra auðlinda sem Ísland býr yfir og eru raunverulegar og áþreyfanlegar. Það hrekur í burtu fólk sem vill halda áfram að þróa samfélagið í takt við breytta tíma, bætta vitneskju og hugmyndir um betra líf. Það endar á því að gera landið óbyggilegt venjulegu fólki, - með boðum og bönnum - allt í þágu einhvers sem það kallar náttúruvernd.
Verðmæti náttúru skert með raski | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:14 | Facebook
Athugasemdir
Þetta fólk er ekki andstætt virkjunum - að því gefnu að rask sem af því hlýst sé innan hóflegra marka.
Þannig hefur bara alls ekki verið gengið fram í hingað til.
Auk þess sem á einhverjum tímapunkti er einfaldlega komið nóg. Athugaðu líka að þótt Búrfellsvirkjum mali gull, þá malar feðarþjónustan miklu meira gull, og ef þeim atvinnuvegi er raskað, þá bitnar það á þjóðarbúinu. Ekki vilt þú og þitt fólk það?
Stóriðja er barn síns tíma. Gamalla tíma. Gömul hugsun.
Jón (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 21:45
Sammála, Kjartan
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2014 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.