Hættulegur maður.

Það eru einmitt svona menn, eins og Franek Rozwadowski sem eru hættulegir íslenskum almenningi.  Þeir virðast sakleysislegir og halda eflaust sjálfir að þeir séu prýðis menn, en þeirra skilningur á óheiðarlegri framkomu íslenskra lánastofnana gagnvart íbúðalántakendum viðheldur ranglætinu og ógæfu heimilanna í landinu.  Maðurinn hefur ekki betri skilning á verkefninu en svo, að á meðan ríkisstjórnin ætlar að leiðrétta íbúðalánin, þá talar þessi maður um lækkun lána sem er bara allt annar hlutur.
mbl.is Lítið pláss fyrir lækkanir íbúðalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

IMF er hér aðeins til að tryggja að almenningur taki á sig skuldir elítunnar með einum eða öðrum hætti.

Besta efnahagsaðgerðin væri að reka IMF úr landi og skila gjaldeyris(ó)láninu. Það yrði auðvitað mjög erfitt fyrir elítuna en erfiðleikar okkar hina myndu lítið aukast við það og hagur okkar eflaust fara hratt batnandi í kjölfarið.

Toni (IP-tala skráð) 14.6.2013 kl. 19:33

2 identicon

Eg helt þetta lið endanlega verið farið heðan og það er þá komin timi til að svo verði...Einabótin að eg er ekki hrædd um að nú verandi sjórnvöld láti ASG rugla sig ...en Steimgrimur auðvitað  gapir uppi þá að vanda !!

rhansen (IP-tala skráð) 14.6.2013 kl. 19:38

3 identicon

Það er ekki annað en bull að tala um leiðréttingu þegar lánin höguðu sér eins og um var samið og til er ætlast. Það að óðaverðbólga og hækkanir lána skelli reglulega á Íslendingum er ekkert nýtt og hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Þess vegna erum við með svona lán. Það lánar enginn vitandi það að hann fær ekki endurgreitt nema hluta af verðmætinu til baka. Þannig að það er ekkert sem verður leiðrétt vegna þess að það er ekkert að leiðrétta. Lánin verða gerð upp hvort sem það lendir á skuldurum, lífeyrissjóðum, góðhjörtuðum vogunarsjóðum eða skattgreiðendum.

Espolin (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband