24.2.2013 | 13:27
Orðhengilsháttur Sjálfstæðismanna.
Hvað ætli Sjálfstæðisflokksmenn eigi við þegar þeir tala um afskriftir? Er ekki verkefnið að skila til baka ofreiknaða hækkun á höfuðstól ibúðalána? Flokkast það undir afskriftir? Vonandi þurfum við ekki að treysta á skilningsljóa forystumenn Sjálfstæðisflokksins til fá leiðréttingu á höfuðstóls útreikningi verðtryggingarinnar, - sem er ekkert annað en svindlútreikningur. Vonandi vinnur almenningur málið fyrir dómstólum og fær leiðréttingu sem miðast við að forsendur greiðslumats lána verð látin gilda.
Leggjast gegn afskriftum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki það sama afskriftir og leiðrétting.
En það er ánægjulegt nýmæli ef þessir flokksmenn leggjast gegn afskriftum.
Þeir ættu þá að byrja á því að láta Þorgerði og Kristján skila milljarðinum.
Skoða svo því næst fyrirtækin, N1, Sjóva, Askar Capital o.fl.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2013 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.