16.10.2012 | 14:41
Íslendingar eru kristin þjóð.
Íslendingar eru kristin þjóð samkvæmt lögum og ætla örugglega að vera það áfram.
Ásatrúarfélagið er hins vegar ágæt viðbót við menningarflóruna og vettvangur til skoðanaskipta um eilífðarmálin. Ásatrúarfélagið eins og önnur svokölluð lífsskoðunarfélög geta aldrei komið í staðinn fyrir kristin siðaboðskap, enda eru hugmyndir þeirra, um hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessari veröld fengnar að láni úr kristindómnum.
Misgjörðir kirkjunnar manna í aldanna rás breyta engu um að boðskapur kristinnar kirkju er það besta sem við höfum. En það kostar að hafa góða siði og þess vegna þurfum við að hafa þjóðkirkjuna. Þjóðkirkjan er skóli þjóðarinnar í góðum siðum - svo við getum lifað í friði við aðra menn og þjóðir.
Máli Ásatrúarfélagsins vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En það er ekki til einn einstaklingur á íslandi sem uppfyllir skilyrði fyrir því að kallast kristinn, að auki þyrfu allir hér að vera kristnir svo þetta geti kallast kristin þjóð... að auki, þetta er íslensk þjóð, það er móðgun að vera með þetta krissa tal í þessum dúr, það er eins og krissar ætli sér að gapa yfir öllu, með nefið ofan í öllum koppum.. úps that is what it is
DoctorE (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 14:57
Ég er ekki kristinn, er ég þá ekki íslendingur?
Hversu stórt hlutfall þjóðar þarf að vera kristin til að hægt sé að kalla hana kristna?
Ef gyðingur er með íslenskt vegabréf, er hann þá kristinn?
Arnar Pálsson, 16.10.2012 kl. 14:59
ef að þjóðkirkjan er skóli þjóðarinnar í góðum siðum, hvaðan fáum við þá þá siðferðislega vitneskju til þess að skilja það sem að er siðlegt frá því sem að er ósiðlegt úr kristnum boðskap?
Hörður (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 15:33
Þetta er einmitt málið. Engin lög mega skylda okkur til kristni eða nokkurs annars átrúnaðar og því er útí hött að vera með s.k. þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá.
Hvar finnur Kjartan þú Kjartan því stað að allir sem tilheyra íslenskri þjóð skuli vera kristnir?
Kristján H Theódórsson, 16.10.2012 kl. 16:03
Afsakið tvítekningu Kjartans.
Kristján H Theódórsson, 16.10.2012 kl. 16:03
Boðskapur kirkjunnar í garð samkynhneigðra myndi ég ekki segja að væri sá besti sem við höfum.
Hannes (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 16:31
örstutt leiðrétting: Ásatrúarfélagið er ekki "svokallað lífsskoðunarfélag" heldur trúfélag. Ef það viðhorf sem kemur fram hér er dæmigert fyrir mannvirðingu kristinna manna þá er ég fegin að hafa valið annan farveg.
Jóhanna Harðardóttir (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 17:24
Það verður að hafa eitt trúfélag til að halda hinum í skefjum, múslimum t.d. Ég er ekki skráður í Ríkiskyrkjuna en ég vill hafa hana sem hindrun á önnur trúfélög.
Gunnlaugur holm Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 19:27
hvernig virkar þjóðkirkjan sem hindrun á önnur trúfélög?
Hörður (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 19:51
Gísli. Lestu Biblíuna vel og vandlega og þú munt komast að því að Guð elskar samkynhneigða eins og alla aðra.
Gísli (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 21:00
Kristin þjóð skv. lögum :) Þetta hljómar eins og brandaro, en mun víst vera dauðans alvörumál. Já, það þarf væntanlega lagaboð til því sjálfviljug er þjóðin að hafna trúnni. En þetta virðist nægja þessum fáu kristnu sem halda í gamlar kreddur, að þjóðin sé haldið undir kristni með lagaboði.
Persónulega finnst mér þetta lýsa metnaðarleysi og lítilþægð, en tilgangurinn helgar víst gallsúrt meðalið :)
Óli Jón, 17.10.2012 kl. 02:01
Það er eins og hver annar brandari að segja að ríkiskirkjan hindri öfga og íslam blah... Þvert á móti gera núverandi lög það léttara fyrir svona hópa að spretta upp hér á landi, það er skattleysi og svo það að ríkið rukkar inn félagsgjöld fyrir þessa hópa
DoctorE (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 08:00
Kyrkjan okkar er núna frekar frjáls, þannig að hafa hana sem löggylda þá er hægt að nota lögfestu hennar til að banna önnur
trúfélög, en þetta hefur galla t.d. geta Álfar ekki orðið meðal okkar nema sem leynifélag.
Gunnlaugur Holm Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 16:44
Ég hef nú varla lesið fleir þversagnir og rugl í jafn stuttum texta áður. Kostar það að hafa góða siði? Er kirkjan batteríið sem sér um það fyrir litla 6 milljarða á ári?
Það er eitt sem kristnin bætti fyrst og fremst við trúarheimspekina, en það er ógnarboðskapurinn um helvíti. Ekki til þess að menn væru góðir eða sýndu slíkt í verki, nei af og frá, heldur til þess að þeir tryðu því sem skynsemin sagði þeim að væri ómögulegt að trúa og lytu í öllu valdi kirkjunar. Afneituðu öllum sínum nánustu og litu á sjálfan sig sem óverðugri skítnum undir skónum. Stofnunin sem talar um auðmýkt sem dyggð þegar hún meinar auðmýkingu. Stofnun sem heimtar að þú þegir og lútir jarðnesku og geistlegu valdi.
Meiri vitfirring hefur varla verið kynnt til sögunnar en kristindómurinn min kæri. Svo vogar þú þér að segja að ég sé kristinn samkvæmt lögboði. Að íslendingar séu kristin þjóð samkvæmt lögum?? Viltu benda mér á þau lög?
Lestu nú sjötta kaflann í stjórnarskránni og komdu svo aftur.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2012 kl. 00:17
Ég er trúlaus. Ég get þá varla verið Íslendingur.
Norðmaður? ;)
Einar (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 07:35
Með lögum skal land byggja og ólögum eyða. Stjórnarskráin og lög ríkisinshalda þessari þjóð saman. Án þeirra væri hér "Sturlungaöld".
Stjórnarskráin og lög í landinu eru að vestrænni fyrirmynd og allar hugmyndir vestræna ríkja um jafnan rétt, umburðarlyndi og sáttfýsi eru fengnar úr kristinni kenningu. Kristin kenning er grunnur þessa samfélags sem við lifum. Við fæðumst ekki með hugmyndir um hvað sé rétt og hvað sé rangt og því þarf að kenna þá kristnu kenningu sem er grundvöllur samfélagsgerðar okkar. Þjóðkirkjan er besti skólinn sem við höfum í þessum efnum. Við lifum í kristnu samfélagi. Ég hygg að stór meirihluti þjóðarinnar vilji hafa það þannig áfram.
Kjartan Eggertsson, 19.10.2012 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.