Eigendur hætti að stjórna fyrirtækjum sínum?

Hún var ekki gæfuleg ályktunin frá útektarnefndinni, um að kjörnir fulltrúar fólksins hætti að skipta sér af rekstri Orkuveitunnar. Maður spyr; var fleira í hennar störfum svona gáfulegt? En kannski var nefndin bara að reyna að segja að Reykvíkingar þurfi að velja hæfara fólk til starfa í borgarstjórn?
mbl.is Erfitt að vera leiðinlegi maðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Pólitíkusar eru því miður alfarið vanhæfir til að stjórna neinu sem er stærra en kassi í hagkaup.

Í öllum flokkum ríkir hefð um að hygla sér og sínum og tengslin inn í fyrirtæki og stofnanir hreinlega óhugnaleg.

Útektarnefndin, sem ritar það sem flestir sjá og hugsa, er einfaldlega að leggja til að losa út þá eiginhagsmunapotarar og vanhæfa fólk sem er að stýra þessari stóru stofnun, og fá í staðinn til þess hæft fólk sem kann að reka fyrirtæki.

Svo er aftur á móti annað mál hvar slíkir einstaklingar finnast. Ekki í bönkunum, ekki í byggingafyrirtækjunum og í fæstum opinberum stofnunum.

Helst væri hagur í að fá Helga í Góu til að sjá um þetta, hann er með eitthvað sem heitir heilbrigð skynsemi, sem mikill skortur er af hér á landi í efstu stigum samfélagsins.

Ellert Júlíusson, 11.10.2012 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband