1.10.2012 | 18:44
Sérstakt gjald þegar þú virðir fyrir þér íslenska náttúru.
Það má búast við því að þegar búið verður að venja Íslendinga á að greiða fyrir aðkomu að náttúruperlum, að fram komi tillaga um að enginn standi fyrir utan "ferðamannastaðina" og horfi - án þess að borga. Ef ferðamannastaðirnar eru ofsetnir þá þarf væntanlega að fækka ferðamönnum - eða eru hér einhver takmörk fyrir fjöldanum?
Nauðsynlegt að hefja gjaldtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Facebook
Athugasemdir
Þetta gjald er alvanalegt erlendis og yrði notað til þess að gera göngustíga, setja upp girðingar, tína upp rusl osfrv. Þetta er bara gott mál og kominn tími til að landeigendur sitji ekki uppi með kostnaðinn og tjónið svo að ferðaþjónustan geti grætt meira á þeirra kostnað. Þetta var reynt í Kerinu til dæmis, rukka átti 50 eða 100 kall á haus eða svo til þess að vernda umhverfið og veitti ekki af. En hvað gerðist, ferðaþjónustan varð æf og grenjaði sig bláa í framan yfir frekjunni og yfirganginum í landeigendunum og vildi frekar fá að "græða" þessar krónur sjálf. Þetta er sama liðið og stundar það sjálft að selja ferðir inn á einkalönd án þess að spyrja kóng eða prest en það er lögbrot fyrir utan yfirgengilega frekju. Ferðaþjónustan má alveg fara að borga eitthvað til baka til þjóðfélagsins en ekki haga sér eins og nýjir útrásarvíkingar sem að megi allt á annara kostnað.
Keli (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 19:52
Þetta gjald verður eins og vegskattsgjöld og bensín skattar. Peningarnir verða notaðir í eitthvað annað.
Bara af því að þetta er gert erlendis þá þarf ekki endilega að gera það á Íslandi.
Eins og mamma gamla sagði oft þegar ég reyndi að verja einhvern vafasamann málstað og hún ætti að leyfa mér að gera einhverja vitleysu, sem auðvitað þegar ég vildi gera það var ekki vitleysa í mínum augum " þú þarft ekki að vera fífll þó aðrir séu fífll."
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 1.10.2012 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.