30.8.2012 | 19:05
Siðfræði kristindómsins það besta sem við höfum.
Siðaboðskapur kristinnar kirkju er það best sem þekkjum og höfum. Siðaboðskapur þeirra hópa á Íslandi sem berjast gegn íslensku þjóðkirkjunni er afar óljós í bestafalli sérkennilegur. Látið er að því liggja að maðurinn sé í eðli sínu góður. Það er hins vegar mikill misskilningur. Ef ekki væri fyrir boðskap kristinnar kirkju um kærleikann og boðorð um hvaða siðir gagnast okkur til að halda friðinn við aðra menn þá væri ekki það umburðarlyndi til staðar í íslensku samfélagi sem við eigum að venjast. Þjóðkirkjan er mikilvæg grunnstoð íslensk samfélags. Það er óþarfi að láta ófullkonmna preláta eða sérkennilega túlkendur biblíunnar fara í pirrurnar á sér. Mannleg samskipti eða gjörðir verða hvort sem er seint eða aldrei fullkomnar.
Berjast gegn ákvæði um þjóðkirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þú sért svolítið að misskilja þetta.Það er enginn að berjast gegn hinni lútersku kirkju.Það á hinsvegar ekki að vera með einstakar kirkjudeildir inni í stjórnarskrá,og skapa með því forgang þeirrar kirkju framyfir aðrar.Algjört trúfrelsi á að ríkja.Mér finnst algjör óþarfi af þér að tala um óljósan og sérkennilegan siðaboðskap annarra. En það má vel vera að ég sem trúi nú ekki alveg því sem stendur í bíblíunni sé ekki í eðli mínu góður-fyrst þú segir það-en er ég þó laus við alla glæpahneigð,morð,þjófnað og annað og er jafnvel viljugur til að halda friðinn við alla menn og ber fulla virðingu fyrir öllu fólki-líka trúuðu.
jósef ásmundsson (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 19:55
Jósef: Það er afar mikilbægt að í stjórnarskránni sé ákvæði um að við séum kristin þjóð - að grunnur samfélagsgerðarinnar sé siðaboðskapur kristninnar.
Það tryggjum við best með því að hafa þjóðkirkju.
Það að hafa þjóðkirkju kemur ekki í veg fyrir að hér starfi aðrar kristnar krikjudeildir eða kirkjur annarra trúarbragða.
Kjartan Eggertsson, 30.8.2012 kl. 20:13
Ég er þér ekki sammála að það sé nauðsynlegt.Það er hinsvegar mikilvægt að við búum við lýðræði.Í því felst að allir hafi jafnan rétt.Að öll þjóðin borgi brúsann fyrir kirkju sem telur nú tæplega 80% þjóðarinnar og mennti þjóna hennar finnst mér bara vera óréttlæti,ólýðræðislegt og í versta falli siðlaust.En varðandi þessa þjóðaratkvæðisgreiðslu held ég að ég muni sitja hjá.Mér finnst bara einfaldlega að aðrir hlutir eigi að hafa forgang um þessar mundir,eins og atvinnusköpun og styðja við fólk sem á ekki fyrir nauðþurftum.Við getum seinna haft þjóðaratkvæðisgreiðslu um þjóðkirkjuna,RUV og annað sem fólk er ósátt við.
jósef ásmundsson (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 20:36
Hefurðu í hyggju að færa einhver rök fyrir þessum fullyrðingum þínum, Kjartan? Eins og t.d. fyrir þessari fullyrðingu "Það er hins vegar mikill misskilningur. Ef ekki væri fyrir boðskap kristinnar kirkju um kærleikann og boðorð um hvaða siðir gagnast okkur til að halda friðinn við aðra menn þá væri ekki það umburðarlyndi til staðar í íslensku samfélagi sem við eigum að venjast.".
Árni (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 20:49
Þér Kjartan er frjálst að iðka þitt trúarbragð, vera eins kristinn og þér sýnist en þessi þjóðkirkja fer fyrr eða seinna, ekki spurning miðað við tíðarandann. Þú þarft ekki restinni af þjóðinni til að halda í hendina á þér til að vera kristinn.
Friðrik Sigurbjörn Friðriksson (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 21:05
Kjartan, þú segir:
Þú telur s.s. að þjóðin sé kristin ef það stendur í stjórnarskrá? Það flæðir undan kirkjunni þrátt fyrir að þetta ákvæði sé búið að vera í stjórnarskrá um árafjöld, er það ekki næg vísbending um að drjúgur hluti þjóðarinnar vill ekkert með hana hafa?
Ég skil reyndar vel þínar tilfinningar í þessu máli. Þú virðist telja dagljóst að vegur kirkjunnar muni liggja mun brattar niður á við ef þetta ákveði hverfur úr stjórnarskránni, en að sama skapi virðist ekki hvarfla að þér að íhuga hvers vegna.
Vera má að sumir þurfi stöðuga ógnun frá ósýnilegum vini til þess að þeir haldi sér innan ramma laga og siðferðis. Hinir eru þó miklu fleiri sem tekst það bara með því að nota innbyggða siðferðislega áttavita sinn. Ég er viss um að þér tekst að finna hann ef þú leitar innra með þér og þá geturðu losnað úr því vonda ofbeldissambandi sem þú átt með ósýnilega vini þínum. Sambönd sem byggð eru á hótunum um ofbeldi eru nefnilega aldrei góð, en fórnarlömbin í slíkum samböndum eiga það iðulega sammerkt að halda að þau elski kvalara sinn.
Það er sorglegt!
Óli Jón, 30.8.2012 kl. 21:08
- Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla ? -
Þarf þingið að fara eftir því ?
Það held ég ekki.
Sjáið þið fyrir ykkur Steingrím J., Össur eða Jóhönnu fara eftir ráðgjöf einhverra fávita út í bæ.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 21:11
Það er í eðli mannsins að tryggja sér og sínum öryggi - félagslegt og efnalegt. Til þess notar maðurinn ýmis ráð. Hann getur verið yfirgangssamur og honum er ofbeldið eðlislægt. Óvinir hans eru þeir sem ógna þessu öryggi. Kristniboðskapurinn nær óendanlega langt út fyrir þrönga hagsmuni einstaklingsins. Siðaboðskapur kristninnar hefur kennt okkur að virða þarfir og frelsi allra manna. Lýðræðishugmyndir Íslendinga eru komnar úr kristniboðskapnum.
Við þurfum á siðaboðskap kristindómsins að halda. Án siðaboðskaps - kenningar um hvað sé rétt og hvað sé rangt - verður upplausn í samfélaginu, - öryggisleysi og óhamingja.
Kjartan Eggertsson, 30.8.2012 kl. 22:10
Kjartan, telurðu þig virkilega vera að virða þarfir og frelsi allra manna með því að vilja lögbinda Ríkiskirkju á Íslandi? En finnst þér ekki fyrst og fremst skrýtið að þú skulir meta stöðuna þannig að kirkjan muni ekki lifa nema undir forsjá ríkisins? Er ekki magnað að tilboð hennar til þjóðarinnar sé svo aumt að þrátt fyrir alla meðgjöfina eigi Ríkiskirkjan sér ekki viðreisnar von nema í öndunarvél ríkisvaldsins?
En þetta er auðvitað kirkjan sem Jesús Jósepsson sá fyrir sér, böðuð í yl ríkisforsjár þar sem katlarnir eru kyntir með almannafé. Þetta er örugglega metnaðurinn sem hann sá fyrir sér.
Óli Jón, 31.8.2012 kl. 01:33
Kjartan, ég hélt satt að segja að þú værir að grínast hérna: "Látið er að því liggja að maðurinn sé í eðli sínu góður. Það er hins vegar mikill misskilningur." En þarna birtist auðvitað kjarninn í kristnum "siðferðisboðskap".
Kristnin segir sem sagt: Við mennirnir erum vondir. Eiginleikar okkar á borð við réttlæti, sanngirni, góðmennsku, samúð, eru ekki okkar eiginleikar heldur eitthvað sem við fáum "að láni" frá Guði. Siðferðiskennd mannsins er svo léleg að hann þarf að fá aðra betri frá Guði.
En hvað segir kristnin um það siðferðisplan sem Guð hærist á? Augljósust er kannski sú staðreynda að Guð hikar ekki við að drepa til að koma vilja sínum fram. Að hann drepi sinn eigin son er auðvitað bara til að sýna enn frekar siðferðisstyrkinn.
Hér er rödd Guðs sem talar gegnum spámann sinn, í Nýja Testamentinu: "Og ég heyrði raust mikla frá musterinu segja við englana sjö: "Farið og hellið úr þeim sjö skálum Guðs reiði yfir jörðina." 2 Og hinn fyrsti fór og hellti úr sinni skál á jörðina. Og vond og illkynjuð kaun komu á mennina, sem höfðu merki dýrsins og tilbáðu líkneski þess. 3 Og hinn annar hellti úr sinni skál í hafið, og það varð að blóði eins og blóð úr dauðum manni, og sérhver lifandi sál dó, sú er í hafinu var. 4 Og hinn þriðji hellti úr sinni skál í fljótin og uppsprettur vatnanna og það varð að blóði. 5 Og ég heyrði engil vatnanna segja: "Réttlátur ert þú, að þú hefur dæmt þannig, þú sem ert og þú sem varst, þú hinn heilagi." (Opinberunarbókin, 16. kafli)
Jesú sjálfur er nú ekkert að skera utan af hlutunum: "29 Ef hægra auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti. 30 Ef hægri hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en allur líkami þinn fari til helvítis." (Matt. 5)
Um endurkomu sína á dómsdegi segir Jesú: "50 þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi, sem hann væntir ekki, á þeirri stundu, sem hann veit ekki, 51 höggva hann og láta hann fá hlut með hræsnurum. Þar verður grátur og gnístran tanna." (Matt. 24)
Um Föður sinn segir Jesú: "5 Ég skal sýna yður, hvern þér eigið að hræðast. Hræðist þann, er hefur vald að deyða og að því búnu varpa í helvíti. Já, ég segi yður, hræðist hann." (Lúkas, 5. kafli).
Og útá hvað gengur svo kristið siðgæði? Oft heyrist sagt að það sé kærleiksboðorðið: "37 Hann svaraði honum: "'Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum'. 38 Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. 39 Annað er þessu líkt: 'Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.'""
Þarna er þá grunnur kristins siðgæðis: Við eigum að elska umfram allt annað einhvern grimmilegan Guð sem hefur vald til að henda okkur í helvíti og pynta að eilífu. Guð þessi, sem er augljóslega siðlaus, stjórnar lífi okkar í valdi ofurgrimmdar og ofurafls.
Kristilegt siðgæði, nei takk. Siðgæði sem byggist á grimmilegum lygasögum, rökleysum og staðleysum, hugsanarhætti og heimsmynd fornaldar á ekkert erindi til nútímans.
Enda sanna sporin það sem rökvísin segir: Kristni hefur aldrei bætt siðferði samfélags, sagan sýnir það og sannar. Þau kristnu lönd sem í dag hafa náð bestu samfélagsgerð eru þau sem hafa verið minnst kristin. Því kristnari, því verra er augljós dómur sögunnar.
Brynjólfur Þorvarðsson, 31.8.2012 kl. 04:54
Merkilegt að maður sem veitist samkynhneigðum á opinberum vettvangi skuli skipa sjálfan sig talsmann fyrir kristið siðgæði sem "hefur kennt okkur að virða þarfir og frelsi allra manna". Svei faríseanum Kjartani Eggertssyni. Hann hefur lítið lært af kristnu siðgæði.
Hversemer (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 07:00
Sammåla Brynjolfur!
Örn (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 07:48
Óli Jón: Maður er nú ekki spurður að því hvort maður vilji fæðast inn i þennan heim og þetta samfélag með öllum þeim lögum og reglum og skyldum sem þar gilda. En menn hafa rétt á því að segja sig úr þjóðkirkjunni.
Brynjólfur: Mannskepnan er grimmasta dýr jarðarinnar. En hún er einnig skynsamasta dýr jarðarinnar af því að hún getur lært. Með góðu uppeldi og kennslu um það hvað sé rétt og hvað sé rangt tekst okkur að gera hverja mannesku færa um að lifa og komast af án mikilla áfalla eða blóðsúthellinga. Biblían er ekki fullkomið rit, en hún fjallar um hvernig hinn ófullkomni maður getur reynt að komast af í samfélagi við aðra menn. Það er ákaflega stutt í grimmdina hjá hverjum manni og þarf ekki mikið til að sviptahulunni ofan af henni. Við fæðumst í þennan heim án nokkurrar vitneskju.- við fæðumst bara með eðlishvatir.
Hversemer: Þú ert eitthvað að misskilja: Ég hef ekki veist að samkynhneigðum. Ég hef hins vegar gagnrýnt að Snorri í Betel skuli hafa verið sviptur atvinnu fyrir það að hafa sérstakar skoðanir á samkynhneigð. Tjáningarfrelsið er grundvallaratriðið í lýræðisríki. Tjáningarfrelsið er m.a. grundvöllur þess að menn geti sagt skoðanir sína á blogginu, - menn eiga ekki að þurfa að gjalda skoðanna sinna á bloggfærslum með atvinnumissi.
Kjartan Eggertsson, 31.8.2012 kl. 08:07
Hverjum þeim sem er annt um lýðræði,jafnrétti, trúfrelsi og mannréttindi.. sá hinn sami hlýtur að hafna að hér sé ríkistrú.
Að auki á ekki að kjósa um svona mál, það er hallærislegt; það eina rétta er að einfaldlega hætta með ríkiskirkju. Þetta er svo augljóst.
DoctorE (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 09:15
Snorri má alveg tala um það sem honum sýnist.. rétt eins og aðrir; en menn hljóta að átta sig á því að framferði getur haft áhrif á starf þeirra.
Hann Kjartan og sjálfstæðismenn sem hafa verið að væla vegna Snorra, þessir sömu menn myndu ekki verja múslíma sem talaði eins og Snorri og væri grunnskólakennari.
DoctorE (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 10:42
Sæll aftur Kjartan.
Ég er sammála þér um málfrelsi Snorra, ef satt er að hann hafi verið rekinn vegna ummæla utan vinnutíma þá er það brot á málfrelsi ... og mjög skammsýnt af skólayfirvöldum.
Varðandi grimmd mannsins (og góðmennsku), hvort tveggja grimmd og gæska eru mannlegir eiginleikar. Við erum í eðli okkar grimm og góð. Gott siðferði, siðgæði, byggir á þessum staðreyndum. Guðlegar siðfræðikenningar byggja á þeim misskilningi að eitthvað af eiginleikum mannsins séu ekki hans - þ.e.a.s. að hinir "jákvæðu" eiginleikar séu ekki eðlislægir manninum og þurfi þess vegna að koma utanfrá. Mikill misskilningur og almennt til trafala í siðferðismálum.
Maðurinn er mannlegur vegna umgengni við aðra menn. Samfélag manna hefur alltaf styrkt góðmennsku, umbyrðarlyndi, hjálpsemi, réttlæti, samúð, sangirni. En mannleg samfélög styðja því miður allt of oft einnig ranglæti, illmennsku, óþol gagnvart öðru fólki.
Grunndvallar atriði góðs siðgæðis er að gera manninn að eina mælikvarða góðs og ills. Um leið og farið er að gera manninn að aukaatriði í siðferðismálum (sem er alltaf sú leið sem trúarbrögð fara) þá getur siðferðisvitund einstaklinga bara versnað.
Kristnir halda því gjarnan fram að þeirra siðaboðskapur sé betri en annar. Í síðasta innleggi mínu sýndi ég af hverju ég myndi ekki telja að svo væri, út frá kenningargrunni Kristninnar. Ég benti líka á hinn mælikvarðann, reynsluna. Samfélög þar sem kristni er ríkjandi eiga sögulegt met í grimmd, kúgun, hernaði, yfirgangi, misrétti, ofbeldisdýrkun og virðingarleysi gagnvart náunganum. Af verkunum skuluð þér þekkja þá, sagði einhver gáfaður maður einhvern tíma (í NT ef ég man rétt), af verkunum skuluð þér óttast kristni umfram annan siðaboðskap.
Brynjólfur Þorvarðsson, 31.8.2012 kl. 10:46
Fyrir forvitnissakir langar mig að biðja Brynjólf Þorvarðsson sem skrifar hér fyrir ofan að "Þau kristnu lönd sem í dag hafa náð bestu samfélagsgerð eru þau sem hafa verið minnst kristin" að nefna þau lönd sem hann hefur þarna í huga og e.t.v. rökstyðja fullyrðingu/greiningu sína betur.
Jóhann (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 17:07
Þau lönd sem hafa haft þjóðkirkju er þau lönd sem skara fram úr í heiminum. Bæði hvað lífskjör og mannréttindi þegna sinna varðar. Fæsta glæpi og vægustu refsingarnar. Norðulöndin.
Sveinn (IP-tala skráð) 1.9.2012 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.