12.7.2012 | 17:22
Er Snorri óþolandi?
Það hlýtur eiginlega að vera að Snorri sé óþolandi persóna og lélegur kennari fyrst fræðsluyfirvöld á Akureyri hafa sagt honum upp. Það hlýtur eitthvað annað það að standa í uppsagnarbréfinu og ekki hefur komið fram, en þessar ávirðingar um ótilhlýðilegar skoðanir á samkynhneigð. Ef þetta mál er eingöngu byggt á skoðunum hans á kynhneigð og túlkun hans á boðskap Biblíunnar um samkynhneigð, þá eru skólamálayfirvöld á Akureyri á villigötum. Þar með eru þau sjálf að brjóta þær reglur sem ætlunin er að kenna börnunum, þ.e.a.s; að virða skoðanir annarra og stuðla að tjáningarfrelsi. Svo lengi sem Snorri lætur skoðanir sinar ekki bitna á samkynhneigðum einstaklingum í störfum sínum sem kennari á honum að vera frjálst að túlka orð Biblíunnar og hafa skoðanir á því sem þar stendur. Það er mjög mikilvægt fyrir samkynhneigt fólk að læra að umgangast og virða fólk sem hefur efasemdir um rætur samkynhneigðar.
Menn skeindust á sálinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Facebook
Athugasemdir
Er ekkert í stjórnarskránni sem segir að fólk megi hafa sínar skoðanir og að tjáningarfrelsi sé í landinu?
Er Akureyri með fleiri samkynhneigða en önnur byggðalög á landinu? Á að láta það óátalið að svipta mann vinnu vegna trúmála? Skömm að þessu.
Jóhanna (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 17:40
Skömm að þessu!
Karl Magnússon (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 17:47
Furðulegur pistill! Það er ekki hægt og má ekki virða allar skoðanir annarra. Til eru skoðanir sem varða við lög í siðmenntuðum löndum, sem við ættum að taka mið af. Skoðanir Snorra bitna ALLTAF á samkynhneigðum, maðurinn er rugludallur sem á ekkert erindi á meðal barna og unglinga. "Það er mjög mikilvægt fyrir samkynhneigt fólk að læra að umgangast og virða fólk, sem hefur efasemdir um rætur samkynhneigðar". Halló, er það ekki frekar öfugt?
Kjartan, þú segir vera skólastjóri, vandaðu þig meir við næsta pistil.
Haukur Kristinssonh (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 17:48
Hæpin uppsögn í meira lagi og lyktar af "political correctness". Ekki líklegt að innanríkisráðherra í stjórn samkynhneigðs forsætisráðherra geri eitthvað í málinu.
En þetta mætti fara til Strasbourgar, vonandi að Snorri fylgi málinu eftir.
Jói (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 17:49
Það er ljóst af hegðun og skrifum Snorra að hann er óhæfur til að kenna börnum...
Hann getur þruglað biblíu á öðrum vettvangi.. enginn bannar honum það.
Snorri myndi skíttapa málinu fyrir mannréttindadómstól, það er 100% pottþétt.
Annars er Snorri bara eitt af fórnarlömbum biblíu.. þannig horfi ég á málið
DoctorE (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 18:01
Svo ættu foreldrar barna sem kunna að vera í Tóskólanum hans Kjartans að huga að hvort það sé ekki vænlegra að skipta um skóla.. því Kjartan virðist vera enn eitt fórnarlamb biblíu.. þið vitið að helsta kvöð á biblíufólk er að boða það sem hún segir.
Kjartan er þá líkast til sammála biblíu í því að það eigi að grýta óþekk börn til dauða, konur sem eru ekki hreinar meyjar á brúðkaupsnótt á líka að grýta til dauða... Þrælahald er talið mjög gott í biblíu, kvenfyrirliting er þar alsráðandi..
Hvað segir Kjartan.. viltu grýta börn til dauða.. tilbiður þú boðskap sem segir að það eigi að pynta fólk að eilífu..
DoctorE (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 18:06
Haukur: þú mátt gjarnan hafa aðrar skoðanir en ég og mig skiptir það engu máli hvaða störfum þú sinnir. Ég kenni m.a. samkynhneigðum, lesblindum og seinfærum að spila á hljóðfæri. Skoðanir kennara minna á opinberum vettvangi á málefnum tengdum samkynhneigð eða öðru er þeirra mál, svo lengi sem þeir sinna öllum börnunum og kenna þeim að spila.
Kjartan Eggertsson, 12.7.2012 kl. 18:13
Furðulegt að menn sjái ekki að skoðanir manna geti haft áhrif á starf þeirra og þá alveg sérstaklega ef menn vinna með börnum.
Bara það að sjá þetta ekki segir að sá hinn sami sé óhæfur..
DoctorE (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 18:23
Biblían segir vitaskuld hvergi, að grýta eigi óþekk börn til dauða.
En þakka þér vel rökstuddan pistilinn, Kjartan.
Jón Valur Jensson, 12.7.2012 kl. 18:32
JVJ lýgur eins og hann er langur til.. eins og alltaf
"
Deuteronomy 21:18-21 ESV / 31 helpful votes
“If a man has a stubborn and rebellious son who will not obey the voice of his father or the voice of his mother, and, though they discipline him, will not listen to them, then his father and his mother shall take hold of him and bring him out to the elders of his city at the gate of the place where he lives, and they shall say to the elders of his city, ‘This our son is stubborn and rebellious; he will not obey our voice; he is a glutton and a drunkard.’ Then all the men of the city shall stone him to death with stones. So you shall purge the evil from your midst, and all Israel shall hear, and fear.
"DoctorE (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 18:40
Deuteronomy tilheyrir Gamla Testamentinu, trúarriti gyðinga.
Er Snorri gyðingur? Er Snorri að boða gyðingatrú?
Ef svo er þá get ég vel skilið að einhver vilji og geti rekið manninn úr kennslustarfi.
Þjóðkirkjan byggir nefnilega á Nýja Testamentinu.
Kolbrún Hilmars, 12.7.2012 kl. 18:59
Kristni er núll án GT.. Að auki segir Jesú í NT að GT sé fullkomið orð guðs og allt þar sé í fullu gildi og engu megi breyta.. ekki einum staf.
Kolbrún að dissa GT.. hahaha
DoctorE (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 19:00
Alls ekki Doctor. GT er sennilega elsta sagnfræðirit í heimi, miðað við umfang og útgáfu, og er mjög áhugaverð lesning.
Ég þarf samt ekki að "trúa á það"...
Kolbrún Hilmars, 12.7.2012 kl. 19:07
Snorri hefur ekki verið að boða trú í sínu kennslustarfi, Kolbrún.
Jón Valur Jensson, 12.7.2012 kl. 19:11
Þetta eru bara gamlar galdrasögur fornmanna, hafa lítið gildi nema kannski það að sýna okkur hugarheim forfeðra okkar; Ég get vel skilið að þetta fólk hafi trúað þessum sögum, en að fólk árið 2012 taki mark á þessu er hreint fáránlegt. Dauðinn fær fólk til að gera fáránlegustu hluti.. taka heimsulegustu ákvaðanir sem hægt er að taka.
Þú tókst líklega eftir að þjóðkirkjan setti sig einmitt á móti hjónabandi samkynhneigðra.. en bognaði svo til að missa ekki af ríkisspenanum.
DoctorE (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 19:13
Ok JVJ, hugsum okkur að þú eigir barn í skóla þar sem kennarinn er hardcore íslamisti sem úthúðar kristnum hægri vinstri sem syndurum sem muni brenna í helvíti.... Myndir þú vera sáttur með að hafa hann sem kennara barns þíns?
DoctorE (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 19:16
Jón Valur, var Snorri ekki rekinn fyrir einmitt það?
Doctor, sagnfræði er skemmtilegt viðfangsefni og "galdrasögur" fornmanna eru ekkert ómerkilegri en t.d. þjóðlýsingar Guðrúnar frá Lundi.
Allar kirkjudeildir nútímans hafa sett sig upp á móti hjónaböndum samkynhneigðra, hjónaskilnuðum, getnaðarvörnum, kynskiptum og hvað eina. Kirkjan er í eðli sínu íhaldssöm og breytist ekki fyrr en eftir að samtíminn krefst þess.
Er það slæmt?
Kolbrún Hilmars, 12.7.2012 kl. 19:26
Gervidoktorinn (hvorki með doktorsgráðu né læknir) þarf ekki að grípa til enskrar útgáfu Mósebóka, þær eru allar í okkar íslenzku Biblíuútgáfum og hafa alltaf verið, þótt þær hafi ekki sama vægi og bein orð Jesú Krists.
Margt í boðum Gamla testamentisins miðast við að varðveita einingu og samstöðu Forn-Ísraela um sína eingyðistrú, sem var hin lýsandi undantekning frá umheiminum og stóð upp úr öllum öðrum trúarsamfélögum Mið-Austurlanda, m.a. vegna beinna, blóðugra barnafórna í "helgisiðum" sumra nágrannaþjóðanna, sem og vegna kynlífsþjónustu sérstakra "hofgyðja" sem var partur af trúariðkunum í musterum þeirra. Gervidoktorinn ætti að kynna sér þau mál.
Kristin kirkja hefur EKKI tekið við leiðsögn V. Mós. 21.18-21, ekki frekar en við því leyfi sömu bókar til að grýta konu sem haldið hefur fram hjá manni sínum; hér um fer kristindómurinn eftir þeirri mildi, sem Kristur gaf okkur fordæmi um, þegar hann fyrirgaf hórseku konunni (Jóhannesarguðspjall, upphaf 8. kafla).
En gervidoktorinn laug náttúrlega til um það, sem hann sagði, enda frægur að endemum fyrir það einna helzt að ófrægja bæði kristindóm og kirkju og Biblíuna þar með.
Skoðið nú textann á íslenzku í V. Mós. 21:
"18 Eigi maður þrjóskan son og ódælan sem hvorki vill hlýða föður sínum né móður og hlýðnast þeim ekki heldur þótt þau hirti hann, 19 skulu faðir hans og móðir taka hann og færa hann fyrir öldunga borgarinnar á þingstaðinn í borgarhliðinu. 20 Þá skulu þau segja við öldunga borgarinnar: "Þessi sonur okkar er þrjóskur og ódæll og hlýðir ekki áminningum okkar. Hann er bæði ónytjungur og svallari.Q" 21 Þá skulu allir karlmenn í borginni grýta hann til bana. Þú skalt uppræta hið illa úr þjóð þinni. Allur Ísrael skal frétta þetta svo að þeir óttist."
Gervidoktorinn sagnði Biblíuna boða "að grýta óþekk börn til dauða", en hér er greinilega EKKI um BARN að ræða, heldur fullvaxinn karlmann, sem á a.m.k. að vera kominn til þess aldurs
1) að geta tekið þátt í því að afla heimili sínu og fjölskyldu tekna, en gerir það ekki fyrir hyskni sakir (er "ónytjungur"),
2) að geta stundað svalldrykkju (er "svallari") og
3) er nógu stór og öflugur til að geta staðið uppi í hárinu á foreldrum sínum, er þeim þrjózkur og ódæll og hlýðir ekki áminningum þeirra.
Þetta er greinilega ekki BARN.
Ég geri ráð fyrir, að gervidoktorinn sé sonur einhvers. Er hann þá á barnsaldri?
Þar að auki umskrifaði hann textann, dró úr alvöru málsins hjá syninum þrjózka og ódæla og fullyrtu að "óþekk börn" hefðu unnið sér til dauðarefsingar skv. V. Mós. 21!
Þannig skrifa aðeins hreinræktaðir falsarar.
Þar að auki var þessi lagatexti fyrst og fremst til viðvörunar og gerði það unnt fyrir foreldra, sem reynt höfðu með áminningum sínum að halda sonum sínum að verki og frá ofdrykkju, að vísa til þess, að hlýði þeir ekki, eigi foreldrarnir þá í síðustu lög rétt á að vísa málinu til "öldunga borgarinnar", sem fellt gætu þá dóm skv. hinum tilfærða texta.
Ég geri ráð fyrir, að þetta fráfælingarhlutverk lagaákvæðisins hafi virkað, án þess að til neinnar grýtingar hafi komið í raun.
Jón Valur Jensson, 12.7.2012 kl. 19:43
... og fullyrti ..."
átti að standa hér.
Jón Valur Jensson, 12.7.2012 kl. 19:46
Ég gleymdi að geta þess hér, að trú Ísraelsmanna átti mjög lengi í vök að verjast jafnvel í þeirra eigin ríki (og ríkjum, þ.e. Júda og Ísrael hinu forna). Trúarsiðir heiðingjanna freistuðu margra, fráfallið og spillingin náði allt upp í efstu stöður, til drottninga og konunga þjóðarinnar, en gegn þessu unnu svo margir spámannanna; sjá um það þeirra rit.
Jón Valur Jensson, 12.7.2012 kl. 19:50
Snorri í Betel er allri kennarastéttinni til skammar að útbreiða hatri sem ekki byggir á kristni, né mannréttindum.
Hann getur ekki verið "góður " kennari því víðsýnn er hann EKKI.
Ég skil foreldra svo vel að vilja ekki svona þenkjandi mann í hausinn á börnum sínum!
Hann hefur mölbrotið á mannréttindum annara og ætti að fagna að fá sjálfur að vera (loksins) "fórnarlamb" ef eitthvað er í hann varið?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.7.2012 kl. 20:10
Rosalegur útúrsnúningur hjá JVJ Annars er nóg af svona sögum/skipunum í biblíu, með að myrða fólk/börn fyrir engar sakir; Þrælahald er hið besta mál; Það er verðlisti í biblíu yfir þræla, allt frá ungabörnum og upp úr; Það eru konur á hálfvirði... eru taldar upp með búpeningi.
JVJ veit vel að sagan: Sá yðar sem syndlaus er ... sú saga var sett í biblíu mörg hundruð árum eftir á, bara skálduð upp af einhverjum gaur.
Ég hvet fólk sem er skráð í þessa trú að kynna sér efnið.. þetta er svo miklu meira en ó jesú bróðir besti, sem þer er bara sagt frá.
Smá um Nýja Testamenntið, er það áreiðanlegt?
Eins og heyra má... þá er NT bara samansafn af kjaftasögum
DoctorE (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 20:26
Mikill er Alla og Múhameð er spámaður hans
kristinn (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 20:42
Að það skuli vera brotrekstrarsök, að tjá sig um óeðli mannfólksins,því má maður ekki tjá sig um óðli mannsis, þó svo maður sé kennari, ég næ nú bara ekki upp í þetta, og held að yfirmenn skólamála á Akureyri séu nú búnir að koma sér í mikil vandræði,enn þá sem betur fer er málfrelsi og ritfrelsi í landinu.
Jón Ólafs (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 21:00
Ekki vildi ég eiga samkynhneigt barn í skólastofu þessa manns, segi nú bara. Hér er verið að vernda börnin okkar og allir með upphafnar vandlætingar. Ég segi nú bara farið hefur fé betra. Tek undir með Önnu Benkovic það vantar alla víðsýni í þennan mann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2012 kl. 21:01
Það er gervidoktorinn, sem fór hér með fleipur og lygar um Biblíuna.
Varðandi frásögu Jóh. 8 hef ég nýlega ritað hér og í athugasemdum þar.
Svo er ekki flugufótur fyrir því, að Snorri hafi nokkurs staðar talað eða skrifað af hatri um samkynhneigða.
Og hann hefur ekkert fjallað um þá í sínu skólastarfi.
Samt er hann sviptur starfi sínu og lífsviðurværi.
Finnst ykkur það í alvöru til fyrirmyndar, Anna og Ásthildur?
Hverju eigum við þá von á næst?
Jón Valur Jensson, 12.7.2012 kl. 21:10
Hann segir það óeðli og ekki ásættanleg viðhorf Jón minn. Já mér finnst að menn sem eru svona algjörlega heilaþvegnir af biblíunni og trúarbrögðum eigi ekki að vera innan um börn sem ef til vill eru að vakna til vitundar um kynhneigð sína, sem ekki er Snorra þóknanleg. Það er ekki von á neinu næst. En ef svona kennari fær að valsa innan um börn á viðkvæmum aldri getur það ýtt undir sjálfsvíg. Og Jón minn þar sem þú vilt ekki fóstureyðingar, fósturdeyðingar eins og þú kallar það, þá eru vonandi á móti því sem hrekur ungt fólk út í ótímabæran dauða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2012 kl. 21:17
Ertu átti þetta að vera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2012 kl. 21:18
Sæll Kjartan
Ég er ekki sáttur við að honum sé sagt upp störfum, en ef hann hefur framið eitthvað brot skv. úrskurði, þá ætti að veita honum fyrst áminningu. Nú ég vil að fólk hafi málfrelsi, ábyrgð og allt það, en á þessari Ómega prump stöð þarna er nákvæmlega ekkert málfrelsi, ekki fæ ég að vera með sjálfstæðan þátt undir nafninu "Palestína í dag" eins og ég óskaði eftir. NEI var svarið. Þannig að ég held að allt þetta svokallaða kristna Zionista lið þarna ætti bara að halda kjafti, því það er ekkert málfrelsi á þessari Kristnu- Zíonista prump stöð (Ómega).
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 22:02
Nei, Kolbrún, hann Snorri einmitt EKKI rekinn fyrir neitt í kennslu sinni.
Hann hefur framið neitt brot skv. neinum lögmætum úrskurði, og það hefur ekkert mál verið höfðað gegn honum fyrir lagabrot.
En undirmálsmenn eins og sumir, sem hafa komið sér fyrir í kerfinu og í lykilstöðum, t.d. á sviði menntamála (alveg óháð allri kynhneigð), láta sig kannski engu skipta, hvort þeir fara að lögum. Með því geta þeir raunar verið að baka þeim opinberu stofnunum, sem þeir starfa hjá, bótarétt, t.d. vegna ólögmætrar uppsagnar.
Ásthildur mín, hann Snorri á enga sök á ótímabærum dauða ungmenna.
Jón Valur Jensson, 12.7.2012 kl. 22:35
Nei, Kolbrún, hann Snorri var einmitt EKKI rekinn fyrir neitt í kennslu sinni.
Jón Valur Jensson, 12.7.2012 kl. 22:37
Og Þorsteinn, Omega er stöð sem rekin er af kristnum mönnum til að boða kristinn boðskap, og þeir eru hlynntir tilverurétti Ísraelsríkis. Þótt ég eigi ekkert í því fyrirtæki og hef aldrei átt, þá veit ég þó þetta, og vitaskuld vilja þeir ekki fá þinn harða, andísraelska áróður inn á þá stöð. Viljirðu slíkt, þá hefurðu frelsi til að stofna þína eigin stöð eða fjölmiðil af hvaða tagi sem er.
Jón Valur Jensson, 12.7.2012 kl. 22:40
Komið þið sæl; Kjartan - og aðrir gestir, þínir !
Jón Valur !
Þorsteinn Sch frændi þinn; á inni hjá mér stórt prik, fyrir hressilegt skotið, á Ómega hörmungina - stöðvar ræfil; sem hefði hæft frumstæðustu leirkofa menningu Fornaldarinnar, fremur en samtíma okkar, ágæti fjölfræðingur og hugsuður.
Ísraelsmenn; sem og Filistear (Palestínumenn, utan Kristinna, vitaskuld), eru sams konar bjálfar, að fylgja þeim ósýnilegu lúðum, sem Jehóvah og Allih eru kallaðir, og eru það mestu meinsemdir, þessarra ágætu þjóða, Jón minn.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem oftar /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 23:01
Ég skil ekki þinn andkristna anda, Óskar Helgi Helgason.
En vanþekking skýrir eflaust margt.
Jón Valur Jensson, 12.7.2012 kl. 23:33
Sæll Jón Valur
Af hverju segir þú Jón Valur ekki eins og er þar sem þetta er og hefur verið sjónvarpsstöð eingöngu rekin af Kristnum Zíonistum, er styðja við land- og hernám Ísraelsmann á Vesturbakka og í Austurhluta Jerúsalem gegn bæði Kristnum Palestínumönnum og múslimum með eintómum Amerískum og Íslensu Zíonista áróðri, Jón Valur?
Kristinn- Zíonismi er ekki kristin trú, heldur aðallega pólítísk hernaðarstefna gegn Palestínsku fólki af semitiskum uppruna til þess eins fallin að fá landsvæði undir svokallaða Gyðinga (Ashkenazi Khazar).
Þú þarft ekki að segja mér það Jón Valur, ég veit og hef sagt það áður að allt þetta Kristna- Zíonista er og hefur verið svo ofsalega hrifið af því þegar Kristnir Palestínumenn og aðrir Palestínu múslimar missa húsin sín þarna á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem, er jarðýtur Ísraelsmanna eyðileggja þau algjörlega í rúst.
Auðvitað styðja kristnir Zíonistar allar aðgerðir Zíonista (Ísraelsmanna) sama hvað gegn þeirra kristnu trúbræðrum (Palestínumönnum), og þá stefnu að bæjir palestínumanna, kirkjugarðar, leikskólar þeirra og annað séu lagðir algjörlega í rúst, þannig að hægt sé að tileinka öllu landi eingöngu handa Ísraelsmönnum (Zíonista landnemum) og allt svona með endalausum Shalom Kveðjum, Shalom, Shalom kveðjur aftur og aftur og allar þessar Zíonista stefnur sama hvað.
"24,813 Palestinian homes have been demolished by Israel since 1967." http://ifamericansknew.com/
Síðan heimta Kristnir -Zíonista og þetta Zíonista lið allt saman, að Palestínumenn viðurkenni Zíonista- Rasistaríkið Ísrael með öllu þessu her- og landnámi Ísraelsmanna, með öllum þessum Shalom kveðjum hvað eftir annað aftur og aftur.
Allt svona innilega ófriðsamlegt, andlaust, heimskulegt og stríðsbundið hjá þessu fólki er heimtar landsvæði, fyrir fólk sem hefur tekið upp Gyðingatrú og endurskilgreit Gyðingatrúna (Judaism) sjálfa sem kynstofn (race).
Það var hér greinilega í góðu lagi að stofna þetta Zíonista Ísraelsríki á sínum tíma á kostnað Palestínumanna, og síðan finnst þeim það í góðu lagi að Ísraelsmenn hafi þessi yfirráð yfir Palestínumönnum á öllum herteknu svæðunum, en það að veita Palestínumönnum sjálfstæði á þessu litla landsvæði sem eftir er finnst þeim þessum Kristnum Zíonistum of mikið.
Eins og áður segir þá vil ég helst ekki kannast við eða tengjast þessu ógeðslega Kristna-Zíonista- liði hérna er styður þessa Zíonistastefnu að hús kristinna Palestínumanna og Palestínu múslima séu lögð í rúst á Vesturbakkanum og í Austurhluta Jerúsalems.
Ég hef eins og áður segir tekið eftir því, að þetta kristna Zíonista-lið styður það alls ekki, að Kristnir Palestínuflóttamenn fái að snúa aftur til síns heimalands eins og samþykktir Sameinuðu Þjóðanna (UN General Assembly Resolution 194, 242 og 338) segja til um, heldur styður það Ísraelsmenn í áfram haldandi fjandsamlega landnámi gegn bæði kristnum palestínumönnum og múslimum og/eða við frekari aukningu á Palestínskum flóttamönnum.
Þrátt fyrir að Kristnir Palestínumenn eins og td. kaþólikkar, mótmælendur og úr rétttrúarkirkjunni séu að mótmæla Zíonisma og Ísraelsmönnum, þá styður þetta heimska Kristna- Zíonista- lið zíonisma og Ísraelmenn sama hvað gegn öllu réttlæti og gegn Kristnum Palestínumönnum.
Þessi afstaða hjá þeim lýsir ákveðinni þröngsýni, og þetta kristna Zíonista -lið hérna hefur aldei lagt það á sig að tala við eða kynna sér hvað Kristnir Palestínumenn hafa að segja eða eitt eða neitt. Já þetta er mjög lélegt allt saman og þetta lið eins og sumir sem ég þekki leyfa ekki heldur neitt málfrelsi ha, Jón Valur?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 23:46
Hvernig datt þér í hug að reyna að komast inn á Omega, með þín viðhorf?
En Ólafur Jóhannsson, sem sér þar um þáttinn um Landið helga, þekkir mun betur til Palestínuaraba en þú og talar oft jákvætt um þá, þótt hann komist vitanlega ekki fram hjá því að tala hryðjuverkavilja sumra þeirra.
Múrinn/girðingin mikla og kostnaðarsama er nauðsynlegt fyrirbæri og hefur fækkað hryðjuverkaárásum til mikilla muna.
Jón Valur Jensson, 13.7.2012 kl. 00:04
Ásthildur, 100% sammála þér!
Hallur (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 00:26
Komið þið sæl; á ný !
Jón Valur !
Reyndar; bý ég ekki, yfir FULLKOMNUN þinni vitaskuld, enda ert þú 10 - 20 Þúsund árum á undan þinni samtíð; - eða á eftir, jafnvel !?!
Mikið er nú gott; að þurfa ekki, að bera alvizku veraldar á bakinu, Jón minn, sem þú ert knúinn til, sýnist vera.
Enn; sem oftar, eru ekki viðræðuhæfur, í sumum málaflokkum, svo sem.
Það; átti ég víst að muna, gott fólk !
Ekkii lakari kveðjur; hinum fyrri, að sjálfsögðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 00:28
Sæll Jón Valur
"Hvernig datt þér í hug að reyna að komast inn á Omega, með þín viðhorf?" Góð spurning Jón Valur.
Þessi sjónvarpsstöð Ómega gefur það út að hún virði málfrelsi og tiltökurétt og allt það, en í reynd þá býður þetta lið alls ekki uppá neitt slíkt hvað varðar kristna Palestínumenn eða kristna trú í Palestínu.
Þátturinn hjá Ólafi Zíonista heitir reyndar "Ísrael í dag", og er eins og gefur að skilja tileinkaður Ísrael, Zíonisma, Kristnum Zíonisma og það er sérstaklega minnst á það hvað eftir annað. Það er einnig passað uppá að minnast aldrei á um 300 þúsund kristna Palestínumenn þarna, söfnuði í Palestínu, Presta og safnaðarleiðtoga eða eitt eða neitt tengu efni við Kristna Palestínumenn. Allt þetta efni þarna er eingöngu um Ísrael, Zíon, Zíonism, Zíonist, Kristnir Zíonistar osfrv. tengdu efni við Zíonista Rasista-Ísrael, Jón Valur.
Eins og þú veist þá hefur Ólafur Zíonisti aldrei talað um "hryðjuverkavilja" eða hryðjuverk Ísraelsmanna (Zíonista) fyrir 1948 eða eftir, Jón Valur?
1967 Six-Day Israeli-Arab War Was Not Started by Egypt invading Israel on Yom Kippur as Reported in American-World-Jewish-Zionist Presses but Began with Israel Bombing All Egyptian War Planes as they Sat on the Ground, In 1947 War Israel Forcibly Removed 700,000 Arabs While Claiming They Left At the Orders of Arab Leaders---Then Israelis Stole All of Their Homes and Land and Property (AP)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 00:42
Sæl; sem fyrr !
Þorsteinn Sch; fornvinur knái !
Eins; og okkur er kunnugt, sem fleirrum - nema já- kór Jóns Vals, er hann gjörsamlega rökheldur blessaður karlinn, en vel nothæfur, í ýmiss konar stjórnmála- og veraldarmála umræðu.
En; að reyna að ræða við hann, um einhvers konar Dauðra veröld - eða þá hindurvitni leirkofa fræða Fornaldar, er svona álíka vitrænt, eins og að spjalla við ljósastaurana, úti í götu, Þorsteinn minn.
Þar fyrir utan; kann Jón Valur ekki enn, að taka vel meintri kerskni og spaugsemi vinar okkar; DoctorsE - enn þann dag, í dag.
Segir það; eitt og sér ekki okkur talsvert, um þennan hugumstóra frænda þinn ?
Fjarri því; lakari kveðjur, en hinar fyrri, að sjálfsögðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 00:56
Snorri er kennari og hefur óbein og bein áhrif á börn með öllu því sem hann gerir og lætur frá sér. Börnin og foreldrar þeirra sjá hvað hann skrifar og það hefur afleiðingar. Málfrelsi verður aldrei slitið frá þeirr ábyrgð sem því fylgir. Snorri talar um samkynhneigð sem dauðasynd og siðferðislegt val þess fólks. Hann viðurkennir ekki rétt þeirra til að kynhneigð þess sé viðurkennd og það njóti jafnréttis. Þetta er alvarlegur hlutur og skólastjórn skólans telur að þetta geti ekki liðist hjá kennara. Það er dregin ákveðin lína. Ég held að enginn myndi t.d. álasa skólastjórn sem segði upp kennara sem hvetti til pólitískra morða á netinu. Þar yrði alveg ljóst hvoru megin línunnar kennarinn væri. Réttindabarátta og siðferðiskennd þjóðarinnar hefur breyst mikið gagnvart samkynhneigðum undanfarna áratugi og nú er svo komið að þetta syndatal um samkynhneigð getur ekki liðist hjá manni í svona starfi.
Þetta er tímamótaákvörðun og ég tel að hún sé rétt þó að eðlilegt sé að menn velti fyrir sér hvað þurfi til að málfrelsið sé ekki lengur verndandi fyrir fólk sem tjáir sig opinbert.
Svanur Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 01:29
Þetta er alveg fráleitt innlegg frá þér, Svanur. Þú getur ekki ætlazt til þess af kristnum manni að hann striki yfir kristna trú sína vegna kennslu, þar sem trú hans og siðaboðskapur þeirrar trúar kemur ekki við sögu. En þetta er dæmigert fyrir forræðishyggju ykkar vinstri mannanna, sem síðan þykizt jafnvel geta talað í nafni þjóðarinnar um málefni, sem þjóðin er ekkert einhuga um.
Svo ertu nánast farinn að jafna viðhorfum hans við hvatningu til pólitískra morða á netinu. Er ekki allt í lagi með þig, karlinn?
Tal Snorra um syndir á við, þar sem það fer fram; það var ekki í Brekkuskóla á Akureyri og hvergi með nemendum hans. (Tek þó fram, að ég skrifa ekki upp á allt, sem Snorri hefur sagt um þau syndamál.)
Ég held að maður eins og þú ætti ekki að tala hér um málfrelsi. Það er víst alveg áreiðanlegt, eins og hún Raphaela M.T. Schmid í Oxford skrifaði, að "if in the name of justice conscientious belief can be silenced, then freedom is not for all."
Jón Valur Jensson, 13.7.2012 kl. 02:05
Takk fyrir Hallur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2012 kl. 10:44
Loksins sýndi stjórnsýslan röggsemi og gerði embættismanni ljóst að hann sæti ábyrgð gjörða sinna. Afneitun og meðvirknin hefur einkennt íslenska stjórnsýslu og á stóran þátt í veikleika hennar og vanhæfni.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 11:44
Merkilegt að þeir sem góluðu hvað hæst að Davíð Þór Jónssyni væri vikið úr starfi sínu sem fræðslustjóri innan þjóðkirkjunnar eftir pistil hans um forsetann eru þeir sem hvað harðast kvarta yfir uppsögn Snorra vegna áróðurs hans gegn samkynhneigð. Athyglisvert...
Skúli (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 13:19
Já það er nefnilega ekki sama Jón og Séra Jón... eða þannig, reyndar eru þeir báðir hvor á sinn hátt Sérar ekki satt?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2012 kl. 13:23
Sé að þráðurinn er enn á lífi og fjörugur.
Verð að segja að mér þykir alltaf leitt ef fólk er rekið úr vinnu - ekki vegna vanrækslu þar, heldur tjáningar á öðrum vettvangi sem hafa ekkert að gera með starfið.
Skúla til íhugunar, þá var ég heldur ekki ein af þeim sem heimtuðu refsingar og/eða brottrekstur Davíðs Þórs. Mér finnst einfaldlega að jafnt eigi yfir alla að ganga í þessum efnum.
Kolbrún Hilmars, 13.7.2012 kl. 16:48
Davíð Þór sagði að forsetagarmurinn hefði byggt kosningabaráttu sína á ósannindum og níðrógi. Fyrir þessu færði hann tilvísanir, heimildir og rök. Enginn reyndi að hrekja þær.
En að líkja þessu saman við “miðaldar” skoðanir Snorra á meðfæddu eðli eða náttúru ca. 10% jarðarbúa, sem ættu því eftir að brenna í helvíti um alla eilífð, er ekki sæmandi nokkurri manneskju.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 17:41
Reyndu að stilla bullinu svolítið í hóf, Haukur.
Skúli, sem skrifar hér kl. 13:19 í dag, viltu ekki upplýsa fólk hér um það, hverjir það voru "sem góluðu hvað hæst að Davíð Þór Jónssyni væri [sic!] vikið úr starfi sínu sem fræðslustjóri [sic!] innan þjóðkirkjunnar eftir pistil hans um forsetann," menn sem þú segir að séu hinir sömu "sem hvað harðast kvarta yfir uppsögn Snorra". Hvaða menn eru þetta? Endilega upplýstu okkur nú, og bentu á heimildir!
Jón Valur Jensson, 13.7.2012 kl. 18:00
Haukur, þú sniðgengur aðalatriðið. Það snýst ekki um hvort þér sjálfum líkar málflutningurinn, heldur hvort mönnum leyfist að tjá skoðun sína - yfirhöfuð. Hver sem hún er.
Nú vill svo til að í hvorugu þessara samanbornu mála er ég sammála skoðun viðkomandi - en ég legg þetta þras hérna á mig til þess að leggja mitt af mörkum til þess að þeim, og öðrum, leyfist málfrelsið.
Kolbrún Hilmars, 13.7.2012 kl. 18:18
Sem bróðir samkynhneigðs manns get ég ekki verið sammála Snorra í Betel. Ég myndi hins vegar deyja fyrir rétt Snorra að tjá sig í stríði við fasista eins og þá sem vilja þagga niðri í honum. Væri málfrelsið ekki til, hefðu samkynhneigðir heldur engin réttindi. Málfrelsið er grundvallarhornsteinn allra lýðræðislegra réttinda. En hann vilja margir taka frá okkur núna, og þá hrynur húsið með og öll okkar réttindi, því bara "þeir sem eru alveg eins og ég" og segja hátt og snjallt "hæl!" við ráðandi öfl eiga að fá að eiga rétt á skoðun framar. Og það verður upphafið af dauða lýðræðisins nema frelsiselskandi fólk sem hefur smá heilbrigða skynsemi og söguþekkingu stöðvi það. Hvað er svo trú og ekki trú? Ég er trúlaus sjálfur, en sé ekki að Snorri sé meiri ofsatrúarmaður, það er að segja; blindur fylgjandi ákveðinna skoðanna og sammála sínum líkum, frekar en að hugsa sjálfstætt, hvað þá djúpt...en bara þessi venjulegi Samfylkingarmaður á Íslandi, en xS er stærsti sértrúarsöfnuður Íslands og er að slá út xD þegar sá deyjandi flokkur var upp á sitt versta (þeir hafa mildast í trúarhitanum)
Eiríkur (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 18:50
Kolbrún, þú ert að misskilja eitthvað. Enginn talar um að skerða málfrelsi Snorra. Leyfum honum að tuða óheft, sem og hans "Geistesbrüder", Jóni Vali. Tveir ignorantar.
Málið snýst um það að persóna með eins fávísar og siðlausar skoðanir og þessi Snorri, á ekki að sinna einu þýðingarmesta starfi samfélagsins, að kenna börnum og unglingum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 18:52
Kæri Haukur. Í öllum nágrannalöndum okkar eru margvíslegar tegundir skóla, þar á meðal islamskir skólar, og hver einasti þeirra kennir nákvæmlega það sama og Snorri. Gangi þér vel að takast á við framtíðina. Hún er ekki litli Sauðárkrókurinn þinn. Vertu svo ekki of sár ef einn daginn verði þér meinað að tala yfirhöfuð, eða taka að þér nein störf önnur en skúra gólf í þrælabúðum, afþví einhver hafi ákveðið þú hafir "fávísar og siðlausar skoðanir", en aðeins þeir sem hafi réttar skoðanir fái að tala. En ég skal segja þér lítið leyndarmál...það verður einmitt ekkert pláss fyrir þig í framtíðinni. Hún verður of stór og flókin fyrir þig, svo reyndu að breytast og temja þér virðingu fyrir fjölbreytni og umburðarlyndi, því þú í núverandi myndi, litli sveitamaður, munt einfaldlega ekki lifa af þar.
Helga. (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 18:57
Æ, æ, Haukur. Þetta var víst vitlaust hjá mér. Ég gleymdi Færeyjum, það eru víst ekki komnir islamskir skólar þangað heldur, né á Grænlandi. Þú ættir kannski að drífa þig þangað því það eru að verða of margir innflytjendur hérna fyrir menn eins og þig. Það hafa annars komið upp mörg mál eins og Snorra í Bretlandi, og voru allir kennararnir sem voru kærðir innflytjendur frá islömskum löndum. Þeir unnu allir mál sitt fyrir rétti. Snorri ætti að láta reyna á það.
Alvöru plúralismi er aðeins of stór biti að kyngja fyrir Samfylkingarmenn eins og þig. En hann er á leiðinni og það getur ekkert stöðvað hann. Það verður gaman að sjá svipinn á ykkur þá. Fjölbreytni er lykilorð framtíðarinnar. Fólk verður minna og minna eins. Enn fleiri trúarbrögð og stjórnmálaviðhorf munu spretta upp og fólk deilast í fleiri og fleiri flokka og hópa. Þá verðar afar fáir eftir eins og þú Haukur, og þér mun líða mjög illa, því þú munt ekki lengur tilheyra neinum ráðandi meirihluta, því slíkur verður ekki lengur til, heldur hans í stað ákveðið kerfi sem tryggir grundvallarréttindi allra. Og það kerfi mun virða málfrelsi algjörlega.
Helga (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 19:03
Sæl og blessuð
Fólk skrifar um fordóma og hatur. Mér sýnist vera haturskrif út í Snorra Óskarsson hér á þessari síðu sem að ykkar mati er með fordóma og hatur.
MARGUR HELDUR MIG SIG.
Hvernig væri að þið lituð í eigin barm og læsuð það sem þið skrifið. Ég get ekki séð annað en að þið viljið hefta málfrelsi og kannski kemur hnífurinn einhvern tímann að ykkar skrifum. Það væri auðvita ekki sanngjarnt eða hvað?
Á meðan við búum í lýðræðisríki megum við tjá okkur en þið verðið að fá þingmenn til að breyta lögum á Alþingi ef á að hefta tjáningafrelsi. Mikið minnir þetta mig á Sovétríkin sálugu og fleiri ríki. Kommúnískur andi svífur yfir Íslandi og aðför að þeim sem trúa á Jesú Krist hefur aukist og á eftir að aukast.
ÞETTA ER GREINILEGA ÞAÐ SEM ÞIÐ VILJIÐ. Hefta tjáningarfrelsi. Það er mikil afturför.
Mér finnst greinin hans Davíðs Þórs hreinn viðbjóður en hann má ausa drullu og skít yfir Ólaf Ragnar, Guðna og kjósendur Ólafs Ragnar. Viðtal við Þórhildi Þorleifsdóttir í kosningasjónvarpinu særði mig en ég verð að láta það yfir mig ganga er það ekki annars? því það er tjáningafrelsi og allir mega drulla yfir hvort annað.
Ef ég skrifa texta beint úr Biblíunni þá er það sama og skrif Davíðs Þórs sem skrifaði að Ólafur Ragnar hefði byggt kosningabaráttu sína á ósannindum og níðrógi?
Ætla að enda með Biblíutexta: ""Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana." mælti Jesú við farísea og fræðimenn.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.7.2012 kl. 19:05
Og ég er tvíkynhneigð og mín trúarbrögð viðurkenndu samkynhneigð á undan öllum öðrum. Ég styð samt Snorra. Lifi frelsið!
Helga (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 19:05
Helga, Guð blessi þig - Lifi frelsið.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.7.2012 kl. 19:10
Haukur, þú ert ósamkvæmur sjálfum þér.
Snorri kennir börnum, Davíð Þór kennir börnum. Finnst þér sanngjarnt að annar sé rekinn úr starfi en hinn ekki?
Kolbrún Hilmars, 13.7.2012 kl. 19:15
Kolbrún, tek heilshugar undir skrif þín.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.7.2012 kl. 19:37
Hvað er fólk að skipta sér af ástarlífi annarra - Væruð þið ágætu síðuritarar paránægð ef Pigmynegrar kæmu hingað til lands og hefðu allt á hornum sér varðandi ykkar ástarlíf. Allt færi forboðið samkvæmt þeirra frumskógarbók?
Varðand Snorra og aðra preláta sem skipta sér einart af ástarlífi samkynhneigðra vil ég meina að þarna sé á ferð blanda af afskiptasemi og illgirni í garð náungans.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 20:44
Komið þið sæl; enn !
Stjórnmálalegur- og hugmyndafræðilegur andstæðingur minn; Haukur Kristinsson, hefir bara nokkuð til síns máls, þegar hann reynir að draga úr kynhneigðarþvaðri Jóns Vals, og Snorra Óskarssonar sýnist mér bara, gott fólk.
Þrátt fyrir; ótvíræða hæfileika Jóns Vals Jenssonar, á hinum ýmsu sviðum, er hún fremur ógeðfelld, þessi flokka skipting hans á fólki, eftir því, sem hneigðir þess liggja - og annað fólk, ber ekki nokkurn skaða af.
Eins; og ég gat um, á síðu minni í gærkvöldi, væri svona álíka vitrænt af mér, að fara að garfa í, hvort Jón og Jóna; nágrannar mínir hér eystra (í Hveragerðis og Kotstrandar skírum), hefðu soðinn Fisk, í Hádegisverð þennan daginn - en steiktar Kjötbollur, þann næsta.
Þetta jaðrar við; hreinan öfuguggahátt sumra, hvernig lífshlaup tiltekins hóps fólks, í okkar þverrandi og hrörnandi samfélagi, er undir fáránlegu nálarauga sjálfskipaðra betur- eða alvitringa.
Gaman væri nú; ef við, sem gagnkynhneigð köllumst, værum betra og fullkomnara fólk - en allir aðrir, svo sem.
Kannski; ég ráðfæri mig næst við Jón Val - og aðra hans líka, um hvaða litur ætti að vera á vasaklútnum, sem ég snýti mér með, næst ?
STASI hvað; Jón Valur Jensson, og Snorri Óskarsson ?
Sízt lakari kveðjur; en aðrar fyrri, vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 21:00
Óskar hinn Helgi.
Vilt þú láta hefta málfrelsið þitt? Út á það snúast þessar greinar.
Ef ég væri kennari og börnin sem treysta á mig vissu að ég myndi í frítíma mínum aðhafast ýmislegt sem þeim líkaði ekki, á þá að reka mig?
Shalom
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.7.2012 kl. 21:14
Þegar málfrelsið er notað sem elthrellitæki þá er lágt lagst jafnvel í nafni kristinnar trúar.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 21:21
Sæl; enn !
Rósa; mín mæta fornvinkona !
Margt; má upp á mig klaga, en ekki uppnefni ég þig - fremur en aðra spjallvini mína, líkt og þú gerðir í upphafi athugas. nr. 62, og hyggst ei taka upp á því, úr þessu.
Enda; hefir ekki sézt móta fyrir geislabaugi enn, um mitt höfuð, hvað sem síðar kynni að verða, Rósa mín.
Ætli ég; geri ekki orð hins mæta Austur- Barðstrendings (í athugas. nr. 63) - og fyrrum síðuhafa, hér á Mbl. vefnum, bara að mínum, með leyfi Þryms, og undirstriki hans orð þar með, ef ég mætti, Vopnfirðingur góður ?
Fjarri því; lakari kveðjur - en áður og fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 21:38
Sæll Óskar Helgi.
Þú fyrirgefur mér þetta djók. Nöfnin þín eru flott. Geislabaugur :-) Gott að eiga góða vini eins og þig þó við séum ekki með sömu skoðun t.d. trúarskoðun
Ég þarf endilega að svara Austur- Barðstrendingnum :-)
Ef ég væri kennari og viðhefði ýmislegt í einkalífi mínu sem nemendur mínir myndu komast að og væru ekki sátt við á þá að reka mig?
Ef ég hefði aðrar pólitískar skoðanir en þau og foreldrar þeirra, aðrar trúarskoðanir, færi oft á ölduhús og væri ekki til fyrirmyndar þar, myndi meiða fjölskylduna mína andlega og líkamlega á einhvern hátt og nemendur mínir kæmust að því, héldi framhjá (komin í svefnherbergið) - bryti s.s. hjónasáttmálann. Ekki er það til fyrirmyndar fyrir börnin að sjá fyrirmyndir sínar hegða sér þannig hvort sem það væru foreldrar eða kennarar. Börnin væru að sniglast á vefnum og sæju að ég væri að heimsækja t.d. klámsíður sem þau ættu auðvita ekki að vera inná og ekki ég heldur. Brjóta af mér í umferðinni - tekin fyrir of hraðan akstur - drukkin við stýrið. Örugglega hægt að taka fleiri dæmi. Þetta allt er örugglega í lagi - bara ekki tjá sig um samkynhneigð.
Margir eru með hatursskrif í garð Snorra og þau hin sömu skrifa um að hann sé með hatursskrif í garð samkynhneigðra. Ég bara trúi því ekki á hann að hann hati samkynhneigða þó hann skrifi texta uppúr Biblíunni sem er helg bók að hans mati og einnig að mínu mati á sama tíma og aðrir segja að Biblían sé 2000 ára skrudda.
Ég vona að það verði ekki heft málfrelsi en það er annað mál hvernig við förum með frelsið okkar. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og það getum við alveg gert þó við séum ekki sammála.
Áfram sjálfstætt Ísland án ESB.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.7.2012 kl. 01:33
Haukur Sauðkræklingur, þér ferst nú ekki að tala um "ignoranta" hér. Ég á margar fræðibækur og mikinn fjölda erlendra greina um þessi mál, og þú gætir nú t.d. kynnt þér þennan efniflokk á einum netvettvangi mínum: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju, ekki sízt elztu (neðstu) greinarnar þar, með fjölda tilvísaðra heimilda. Sjálfur áttu fjögur innlegg hér á vefsíðu Kjartans og jafnan heimildalaus með öllu.
Jón Valur Jensson, 14.7.2012 kl. 03:17
En eftir situr manískur eltihrellir sem kann biblíuna og trúarsetningarnar utanað og notar það sem písk, sverð og skjöld til að berja á minnihlutahópi. Það er náúngakærleikurinn í praxís hjá ykkur. -
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 10:35
Þetta segir sig sjálft Rósa - að kunna fótum sínu forráð. Flestir þekkja sín mörk og gæta þess hvað þau gera og segja. Ég færi aldrei að bera það á borð við nemendur mína að samkynhneigð væri sind eða eitthvað ofan á brauð. Heldur er það hlutverk kennarans að upplýsa og benda á upplýsingar sem varpa ljósi á báðar hliðar málsins þ.m.t hvað segir í biblíunni. Annað er sprottið af rótum illgirni og áráttuþráhyggju.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 10:39
Það er sama hvaða mál kemur upp, að alltaf skulu þeir kristnu taka upp hanskann fyrir aðra kristna eða kristindóminn óháð málsatvikum. Þetta hlítur að gefa manni sterkar vísbendingar um siðferðismat þessa hóps þegar þeir koma í flokkum og mótmæla t.d. ákvörðun mánnréttindaráðs rvk sem fríar börn undan ágangi trúfélaga, ver fyrrverandi biskup og starfsmenn hans í kynferðisbrotamálum, mótmælir því að afturhaldssamur hommahatari fái ekki stunda grunnskólakennslu og svona mætti áfram telja. Þetta er sama fólkið og setur sjálft sig á hærri siðferðisstall en meðborgara sína sem ekki taka 2000 ára gömul bronsaldarævintýri alvarlega. Réttlæti ykkar kemur frá hagsmunum ykkar sjálfra og kirkjunnar, takmarkast við Biblíuna og kemur raunverulegu réttlæti ekkert við. Mörg ykkar ættu að fara í alvarlega siðferðislega naflaskoðun. Taki hver til sín sem á.
Varðandi þetta mál Snorra að þá getum við alveg eins skipt út orðinu samkynhneigð fyrir svertingi, dvergur, örvhentur eða rauðhærður. Finndist ykkur í lagi að kennari barna ykkar væri yfirlýstur kynþáttahatari sem gengt hefði forstöðu við Ku klux klan bara svo lengi sem ekki finndust dæmi þar sem hann væri að predika kynþáttahatur yfir skólabörnunum? Nú eða Nasisti sem klæddist búningnum sínum utan vinnutíma og héldi úti vefsíðu þar sem gyðingar fengju það óþvegi? Eða barnaníðingur sem aldrei hefur snert sína eigin nemendur? Hvar eru mörkin? Það mundi angra mig mun minna ef svona fólk gengdi bara einhverri annarri stöðu en að starfa með börnum.
Málfrelsi og frelsi mitt takmarkast þar sem það fer að ganga á frelsi náungans. Það er ekki óendanlegt og allar skoðanir eru ekki jafn réttháar eða virðingaverðar. Nú er ég í sjálfu sér ekki að setja út á tjáningarétt ranghugmyndanna hans Snorra, heldur þá stöðu sem hann gegnir samhliða. En það er hætt að furða mig þegar margir kristnir sjá ekkert athugavert við slíka siðferðisbresti svo lengi sem að kristinn maður á í hlut eða eitthvað biblíuvers.
Reputo, 14.7.2012 kl. 11:43
Óhjákvæmilega gætir þess hjá "Reputo", þegar hann æsir sig upp, að hann fari alls ekki rétt með. Dæmi:
1) Hann kallar Snorra "afturhaldssaman hommahatara", en Snorri hafnar því með öllu, að hann hati einn einasta homma, þvert á móti vilji hann þeim vel.
2) Á sinn niðrandi hátt kallar R. Biblíuna "2000 ára gömul bronsaldarævintýri," en í 1. lagi er hún ekki "ævintýri", og í 2. lagi var ritun Biblíunnar vart eða ekki hafin, þegar bronzöldinni lauk í Mið-Austurlöndum (um 1200 f.Kr.; henni lauk hins vegar seinna á Bretlandseyjum, um 800 f.Kr.). Járnöldin var löngu komin til þarna og í Rómaveldi, en hitt skiptir þó meira máli: ritöld í þessum löndum og þar með sagnaritun og aðrar bókmenntir. "Reputo" er hér á hálu svelli að gefa í skyn fáfræði annarra.
3) "Reputo" getur ekkert alhæft (þótt hann reyni það) um viðhorf og "siðferðismat þessa hóps" varðandi "t.d. ákvörðun mánnréttindaráðs Rvk sem fríar börn undan ágangi trúfélaga [sic!]" og meinta vörn fyrir fyrrverandi biskup og starfsmenn hans í kynferðisbrotamálum. Að blanda þessu saman og ætla "þessum hópi" einhverja einhæfa skoðun á þessum málum er að rugla umræðuna með óverðugum hætti, en kannski til að ná einhverjum hughrifum meðal hinna fáfróðari í lesendahópnum.
4) Hann líkir skrifum Snorra á bloggi hans við "yfirlýst... kynþáttahat[ur] [...] Ku klux klan-manns," nazisma eða barnaníð!!!! Þetta er allsendis fráleitt, sbr. hér ofar, nr. 1. Sérstaklega skal bent á, að Biblían er hér trúarbók meiri hluta landsmanna og verður á engan hátt líkt við nazisma eða hin önnur þessara siðlausu viðhorfa og verka.
Þótt "Reputo" segi ekki allar skoðanir "jafn réttháar eða virðingaverðar" - og þar um mælir hann rétt - þá hefur hann ekki rökstutt það hér með gildum rökum (þótt reynt hafi með ofurmælum), að taka eigi tjáningarfrelsið af Snorra í þessu efni. Sjálfur er Reputo engan veginn til fyrirmyndar um framsetningu skoðana sinna, þar sem hann niðrar Snorra og öðru fólki og trúarbók kristinna (án raka) og efnir til illinda gagnvart þessum burtrekna kennara, sem þó var beinlínis "þakkað fyrir vel unnin störf" í kennslu sinni, þegar hann fekk sitt uppsagnarbréf, eins og fram kom í Vikulokunum á Rás 1 nú fyrir hádegið. Störfin vel unnin, en honum samt sagt upp! Og svo reyna nafnleysingjar eins og Reputo að sparka í hann að auki.
"Reputo" talar þarna um "ranghugmynd[irnar] hans Snorra" án viðhlítandi raka, en reyndar er ég sammála því, að Snorri gætir þess ekki nógu vel að hafa hér hrein-biblíulega afstöðu. Hvernig þá?
Jú, Snorri talar jafnan um "samkynhneigð" og að Biblían segi hana synd sem varði eilífan refsidóm (nema menn iðrist; það veit hann þó).
En Biblían er ekki að fjalla um hneigðina, heldur bannar hún samkynja mök - og fordæmir ekki einstaklingana fyrir (frum)hneigðina, heldur að karlmaður leggist með karlmanni og kona með konu. Um það er ekki aðeins Gamla testamentið skýrt, heldur líka Nýja testamentið.
Og hjónaband í kristnum sið getur einungis átt sér stað milli karls og konu, um það eru orð Krists alveg skýr (Mt. 19, Mk. 10) rétt eins og fleiri ritningarstaðir. Allt, sem er umfram eða í andstöðu við þetta, er ekki kristindómur. En ýmsir hafa löngum reynt að búa sér til sína eigin útgáfu af trúnni. Það gerðu helztu valdaapparöt Þjóðkirkjunnar einmitt í þessu síðastnefnda máli og báru ákvarðanir sínar EKKI undir dóm safnaðanna.
Jón Valur Jensson, 14.7.2012 kl. 13:13
Svona mál getur verið sniðugt að ræða með því að setja þau fyrst í annað samhengi: Hugsum okkur að Jón Jónsson sé kennari við barnaskóla í Radísubæ, þar sem allir lifa á radísurækt. Jóni finnst radísur vondar. Hann skrifar um það á blogginu sínu. Skólastjórinn rekur Jón úr vinnunni. Allir sáttir?
Þorsteinn Siglaugsson, 14.7.2012 kl. 13:29
Menn eiga greinilega í erfiðleikum með að átta sig á alvöruþunga málsins. Koma með allskonar analógíur, sem eiga ekki við.
“Homosexuality” er eðlilegt einkenni mannsins, s.s. eðli en ekki hneigð, sem enginn getur breytt, en má hinsvegar fela, setja inn í skápinn.
Rauðhært fólk þótti á miðöldum varasamt og þær voru ófáar konurnar rauðhærðar sem brenndar voru á báli.
Hvað mundi fólk segja ef Snorru kallinn lýsti því yfir, bæði prívat og óprívat, að rauðhærðir mundu brenna í helvíti um alla eilífð?
Gera skal mun á meðfæddu eðli og þeim siðum sem fólk lærir og temur sér. Enginn fæðist sem atheisti, fasisti eða íhaldsmaður.
Það er rétt að Snorri er ekki að hvetja til haturs eða ofbeldis gegn samkynhneigðum, en bull hans leiðir til “discrimination”.
Þetta er ekkert flókið ef vilji er fyrir hendi til að skilja
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 14:01
Komið þið sæl; enn !
Þorsteinn fornvinur minn Siglaugsson !
Ígrundunarverð ábending; af þinni hálfu.
En; ykkur öllum að segja. Snorri Óskarsson og Jón Valur Jensson; ættu báðir að skammast sín ærlega fyrir, að vera að útlista hvernig þessi maðurinn - eða hinn, eigi að lifa, og það; eftir FÁRÁNLEGUM útlistunum þeirra kompána, á 1 - 3000 ára gömlu ritasafni, sunnan úr Mið- Austurlöndum.
Það er nefnilega; eins og þeir Snorri og Jón Valur, geti ekki séð hina hlið málanna, sem er útskúfunartilfinning þess fólks, sem ekki hefir þær sömu hneigðir, sem flest okkar hinna - og skelfilegar afleiðingar þessa þekkjum við flest, sem er sjálftaka lífs, hinna samkynhneigðu, sem og önnur bágindi, andleg sem veraldleg, í hinu daglega lífi, þess.
Þess vegna; fyrirlít ég algjörlega, fólk af Sauðahúsi Snorra Óskarssonar, og Jóns Vals Jenssonar, sem fremur reyna að skelfa sinn umheim, fremur en bæta hann, eins og þeir þó þykjast vilja - en; eru hræsninni og illri fordildinni ofurseldir, báðir tveir.
Aldrei; hugði ég þessa menn vera svo illgjarna - og andstyggilega þenkandi, sem á dag er komið - og að láta sig árþúsunda ritsafn, frá tíma Fornaldarinnar, ráða viðhorfum sínum, sem skoðanamyndun, í okkar samtíma, á allsendis óviðunandi og óútskýranlegan hátt, þar að auki.
Svona lýður; sem þeir Snorri og Jón Valur tilheyra, hefði verið einkar handgenginn viðbjóði Pápízka Rannsóknarréttarins, fyrr á tíð - eða þá, hinni gamalkunnu og andstyggilegu STASI stofnun Austur- Þýzku Kommúnistanna, sem við munum svo gjörla eftir, í okkar samtíma, fyrir ekki svo löngu síðan.
Með sömu kveðjum; sem seinustu, öngvu, að síður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 14:17
Jæja, voru konur brenndar á báli vegna rauðs hárs á miðöldum?!
Auðvitað tilfærir Haukur ekki heimild fyrir því fremur en öðru. Það var reyndar afar lítið um að fólk væri brennt á báli á miðöldum; galdraöldin var fyrst og fremst EFTIR miðaldir. En ég gat auðvitað ekki ætlazt til þess af Hauki að vita þetta fremur en annað sem snertir kirkjuna. (Ferðu aldrei í kirkju, Haukur?)
Og enga sönnun hefur hann fyrir því, að samkynhneigð sé meðfædd; en ef hann telur sig hafa hana, þá er honum velkomið að birta hana!
Jón Valur Jensson, 14.7.2012 kl. 14:20
Hvernig þú bullar hér, Óskar Helgi, er nú ekkert venjulegt. :)
Og það eru áreiðanlega miklu fleiri gagnkynhneigðir sem taka sitt líf vegna ástarsorgar, skilnaðar eða umgengnismissis barna sinna heldur en þeir samkynhneigðu, að mínu mati.
Veltu nú vöngum yfir þessu, gamli vin.
Jón Valur Jensson, 14.7.2012 kl. 14:24
Svo má ekki gleyma því, að með oftúlkun Biblíunnar (sjá ofar, kl. 13.13, í 4.-2. neðstu klausu þar) stælir og styrkir Snorri samkynhneigða í sannfæringu þeirra um, hve vitlaust álit hans sé.
Hitt er öllu verra, að fólk fari þá að taka fullt mark á Snorra um hina kristnu afstöðu og telji sig þá þurfa að hafna boðskap Nýja testamentisins um þessi mál. Snorri skaðar þannig málefnastöðu annarra kristinna manna og trúverðugleik kristindómsins sem slíks með oftúlkun sinni.
Jón Valur Jensson, 14.7.2012 kl. 14:32
Komið þið sæl; enn !
Jón Valur !
Mun lengri; hefði orðræða mín náð, hefði ég farið að tiltaka erfiðleika fólks, í hópi okkar gagnkynhneigðu, vitaskuld.
En; það réttlætir aldrei, mannfjandsamleg sjónarmið ykkar Snorra Óskarssonar, á nokkurn handa máta - né 2 feldni ykkar, í siðferðismálum, yfirleitt.
Nær væri; að berja á óþokkalýð stjórnmála- og viðksiptasvindls, af nægu að taka þar, hérlendis.
En; þau hin, sem ykkur virðist vera meira í nöp við - en úrkast og úrhrök valdastéttarinnar, liggja mun betur við höggi, ekki satt ?
Þið eigið; báðir tveir - Snorri og þú, að biðja samkynhneigt fólk afsökunar, á raupi ykkar, og snúa ykkur frekar, að raunverulegum meinsemdum okkar samfélags - sem eru alþingi og Stjórnarráð, og fylgihjarðir þeirra, Jón Valur.
Það væri; sem ég sæi Hindúa fara að taka Vedabækurnar svo bókstaf lega, sem þið takið Biflíu skarnið - jah; þvílíkt og annað eins, fyrrum fornvinur.
Hvernig væri; að kanna ástæður fornra samálfu búa okkar, hinna fornu Azteka, fyrir mannfórnunum þar syðra, til dæmis ?
Hvað; bjó þar að baki, Jón Valur ?
Og; að endingu, Jón Valur !
Veröldin er ekki bara; Svart/Hvít, hafir þú ekki eftir tekið.
Hinar sömu kveðjur - sem síðustu, að sjállfsögðu, samt /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 14:50
Þeir eru margir, sem við verðum að gagnrýna, Óskar Helgi, eftir óáran í stjórnmálum og efnahagslífi, og þú veizt, að ég hef ekki dregið af mér við það.
En ég gagnrýni ekki samkynhneigða sem hóp né einstaklinga, hvað þá að ég sé með "mannfjandsamleg sjónarmið", eins og þú vogar þér að fullyrða með einþykkum, fordæmandi hætti, en vitaskuld bara út í bláinn.
Hitt hef ég gert: að gagnrýna málflutning ýmissa, sem t.d. falsa tölur um þessi mál (sbr. hér og hér) eða halda stíft fram því, sem rétt er að kalla ofréttindi fremur en réttindi. Það er t.d. enginn kristinn né biblíulegur grunnur fyrir því að taa um hjónavígslu fyrir þá í kristinni kirkju sem "réttindi".
Ég vona, að þú farir nú að ná þessu. Og skrif mín um þessi mál hafa umfram allt verið varnarbarátta, sem ég sá, að væri nauðsynleg kirkjunnar vegna, tilæ að hjálpa henni að vera vakandi og varðveita kenninguna. En aldrei hefði mig órað fyrir, að mínir lúthersku kollegar í Þjóðkirkjunni myndu hrynja svona nánast á einu bretti eins og spilaborg undan þrýstingi ofréttinda-stefnunnar og ýmissa ofríkisfullra alþingismanna.
Jón Valur Jensson, 14.7.2012 kl. 15:12
... að tala um hjónavígslu ...
Jón Valur Jensson, 14.7.2012 kl. 15:14
Skondið að prelátinn Jón Valur, fordæmislaus "bigot", skuli hafa verið, ásamt Framsóknar-Gudda, í broddi fylkingar stuðningsmanna forsetagarmsins.
En forsetinn er einn af fáum Íslendingum, sem er yfirlýstur atheisti.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 15:24
Sæl; sem fyrr !
Jón Valur !
Munum seint; ná hugmyndafræðilegri samstöðu, í þessum efnum. Minni bara á, að Kristnir menn - sem og gerfi- Kristnir (Vestrænir), eru ekki einir um hituna, í veraldar sýslinu, sem þér er vel kunnugt, svo sem.
Haukur Kristinsson !
Ólafur Ragnar Grímsson; ÞORÐI - þá þau hin runnu, óbermis ræflarnir.
Gleymum því aldrei, þrátt fyrir hans alkunnu, fyrri annmarka, ágæti drengur.
Lyddum og skræfum; (Bjarna og Jóhönnu / Steingrími og Sigmundi Davíð) getum við einfaldlega ALDREI borið hina minnstu virðingu fyrir, fremur en öðru packi, af þeirrra stigu, Haukur minn.
Ekki satt; ?
Nákvæmlega; sömu kveðjur - sem aðrar fyrri, vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 15:33
Þakka þér kveðjuna, Óskar minn, og málsvörn okkar góða forseta.
Einnig hér skjátlast Hauki, því að forsetinn er EKKI yfirlýstur atheisti, heldur yfirlýstur trúmaður, í takti við trú ömmu hans, síðast er fréttist.
En það er sama hverju maður svarar Hauki, aldrei kemur hann með neinar heimildir fyrir máli sínu, og þótt hann myndi reyna það í síðastnefnda málinu, væru þær þegar úreltar!
En að strá um sig fordæmingarorðum, það getur hann! Ekki væri þetta nú gott kennaraefni: að geta aldrei stutt mál sitt rökum né heimildum. Snorri hefur hins vegar fín meðmæli fræðsluráðs á Akureyri vegna kennslustarfa sinna.
Jón Valur Jensson, 14.7.2012 kl. 16:15
Findist ykkur þá í lagi að fólk sem segir að barnagirnd sé eðlileg væri í vinnu á leikskóla? Þætti ykkur ekki skoðanakúgun að banna slíku fólki að vinna á leikskóla?
Finnst ykkur réttur fordómafullra trúarofstækismanna að tjá fordómafullar skoðanir sínar á samkynhneigð vega meira en réttur foreldra til að velja hverjir kenna börnunum sínum?
Bjöggi (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 17:02
Þyrmur skrifar: "Ég færi aldrei að bera það á borð við nemendur mína að samkynhneigð væri sind eða eitthvað ofan á brauð. Heldur er það hlutverk kennarans að upplýsa og benda á upplýsingar sem varpa ljósi á báðar hliðar málsins þ.m.t hvað segir í biblíunni. Annað er sprottið af rótum illgirni og áráttuþráhyggju."
Snorri var alls ekki að tala við nemendur sína um samkynhneigð. Skrif hans voru á einkabloggi eins og skrif Davíðs Þórs sem vinnur fyrir þjóðkirkjuna á Austurlandi með börnum og unglingum. Hann er Guðfræðingur og Sandfylkingarmaður en ekki kennari, Leyfist honum að drulla yfir allt og alla og skrifa að forsetinn okkar hafi farið í kosningabaráttuna með ósannindi og níð gegn öðrum frambjóðendum vegna þess að hann er ekki kennari?
Ég held að það yrði nú ekki vinsælt i þessu þjóðfélagi þar sem við fjarlægumst kristin gildi að tala um hvað Biblían segir um samkynhneigð, framhjáhald þeirra, framhjáhald gagnkynhneigðra í kennslustund. Ég gæti tekið fleiri dæmi. Ég hélt að það mætti bara alls ekki nefna þá bók á nafn núorðið???
Ég vona að tjáningafrelsið verði ekki heft en við megum vanda okkur með skriftir því að í hinni góðu Bók Biblínni stendur:"Aðgát skal höfð í nærveru sálar."
Vona að við bæði fáum eitthvað gott á brauðið okkar
Áfram sjálfstætt Ísland án Sandfylkingarinnar, VG og ESB.
Takk fyrir umræðuna sem var í sátt og samlyndi.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.7.2012 kl. 17:12
Það er gott að fá það á hreint úr ranni hins alvitra Jóns Vals, sem á margar bækur og margar greinar um mörg mál (en þó ekki öll mál :), að það sé í lagi að grýta fullorðinn ónytjung til bana. Þetta er sannarlega dásamlegt viðhorf!
Niðurstaðan er þá sú að það megi með ljótri og ógeðfelldri orðræðu níða samkynhneigða niður í rykið og jafna þeim við forherta glæpamenn án þess að nokkur viðurlög séu við því, en ef maður er ódæll og latur þá skuli steinarnir fljúga uns lífið er úr viðkomandi murkað!
Jón Valur vælir yfir því að Snorri í Betel hafi misst starfið vegna haturgallsins sem út úr honum flæðir, en réttlætir í löngu máli réttmæti dauðadóma vegna óhlýðni gagnvart foreldrum sínum. Maður þarf líklega að vera extra vel og rétt trúaður til þess að þetta dæmi gangi upp.
Takk kærlega fyrir þetta, Jón Valur, þú ert sannarlega lýsandi viti mildi og kærleika!
Óli Jón, 14.7.2012 kl. 18:01
Þetta er nú málið, gott fólk, hvað málfrelsið gefur okkur þrátt fyrir allt.
Hér að ofan, í hvorki meira né minna en 85 innleggjum, hefur hverjum sýnst sitt hvað og getað leyft sér að tjá sína skoðun, hver með sínu nefi!
Ekki sýnist mér að nokkur maður vilji missa þann tjáningarmöguleika. Eða er það nokkuð?
Kolbrún Hilmars, 14.7.2012 kl. 18:18
Nei Kolbrún - við viljum málfrelsi og þurfum jú auðvita öll að fara vel með það.
Það stendur í vinsælustu bók þessa bloggs að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Áfram frjálst Ísland án kommúnískra tjáningahafta og án ESB.
Vona að allir eigi gott kvöld. Núna eru fréttirnar að byrja.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.7.2012 kl. 18:56
Óli Jón, sem löngum hefur sýnt mér þráláta óvild með skotum úr sínu félagspólitíska heilabúi, hefur greinilega gaman af því enn að reyna að æsa sig upp og tekst það nokkuð vel í þetta sinn, en ekki til að afla sér álits fyrir málefnalega umfjöllun.
Ég sýndi með skýrum rökum fram á það í 18. innlegginu hér ofar (12. þ.m. kl. 19:43), að gervidoktorinn svonefndi hefði farið með argasta fleipur, raunar vísvitandi fölsun mála (nema hann sé svona ótrúlega óglöggur), þegar hann hélt því fram sama dag kl. 18:06, að Biblían boði, "að það eigi að grýta óþekk börn til dauða". Afsönnunin blasir við í innleggi mínu fyrrnefndu.
En telur Óli Jón kannski, að ég hafi bara átt að ÞEGJA við ásökun gervidoktorsins? Það var síður en svo ástæða til, ég nota svona tækifæri til að lesa rétt úr textanum og samhengi hans fyrir lesendur, ég læt ekki falsara komast upp með annað eins.
Svo að ég endurtaki réttar ályktanir mínar: Þarna fjallaði lagaákvæðið greinilega EKKI um BARN, heldur fullvaxinn karlmann, a.m.k. kominn til þess aldurs
1) að geta tekið þátt í því að afla heimili sínu og fjölskyldu tekna, en gerir það ekki fyrir hyskni sakir (er "ónytjungur"), en þetta var mun alvarlegra mál fyrir fjölskyldur í fornöld en nú,
2) að geta stundað svalldrykkju (er "svallari") og
3) er nógu stór og öflugur til að geta staðið uppi í hárinu á foreldrum sínum, er þeim þrjózkur og ódæll og hlýðir ekki áminningum þeirra.
Þetta er greinilega ekki BARN.
Ég geri ráð fyrir, að Óli Jón sé sonur einhvers. Er hann þá á barnsaldri?
Þar að auki umskrifaði gervidoktorinn textann, dró úr alvöru málsins hjá syninum þrjózka og ódæla og fullyrtu að "óþekk börn" hefðu unnið sér til dauðarefsingar skv. V. Mós. 21! (Óli Jón gengur ekki alveg jafn-langt, en sér bara "ónytjung" út úr textanum, lokar augunum fyrir svalli hans á kostnað fjölskyldunnar og ódælsku hans og þrjózku gagnvart viðleitni foreldranna til að standa sig.)
"Þannig skrifa aðeins hreinræktaðir falsarar," sagði ég um falsviðleitni gervidoktorsins.
Þar að auki var þessi lagatexti fyrst og fremst til viðvörunar og gerði það unnt fyrir foreldra, sem reynt höfðu með áminningum sínum að halda sonum sínum að verki og frá ofdrykkju, að vísa til þess, að hlýddu þeir ekki, ættu foreldrarnir þá í síðustu lög rétt á að vísa málinu til "öldunga borgarinnar", sem fellt gætu þá dóm skv. hinum tilfærða texta.
Ég geri ráð fyrir, að þetta fælingarhlutverk lagaákvæðisins hafi virkað, án þess að til neinnar grýtingar hafi komið í raun.
Þar að auki má ekki gleyma því, að þetta voru tímabundin lög fyrir Ísraelsþjóð hina fornu, ekki aðra. Þess vegna er það ósvífin rangtúlkun Óla Jóns
að halda því fram, að ég telji "að það sé í lagi að grýta fullorðinn ónytjung til bana." Það hef ég aldrei sagt, þvert á móti sagði ég í fyrrnefndu innleggi mínu:Kristin kirkja hefur EKKI tekið við leiðsögn V. Mós. 21.18-21, ekki frekar en við því leyfi sömu bókar til að grýta konu sem haldið hefur fram hjá manni sínum; hér um fer kristindómurinn eftir þeirri mildi, sem Kristur gaf okkur fordæmi um, þegar hann fyrirgaf hórseku konunni (Jóhannesarguðspjall, upphaf 8. kafla).
Óla Jóni mislíkar það áreiðanlega að geta ekki haldið fram lygum sínum hér, en ég hef reynt að passa upp á, að hann komist sem minnst upp með slíkt gagnvart kristindómi, kirkju og Heilagri ritningu.
Jón Valur Jensson, 14.7.2012 kl. 19:05
... gagnvart viðleitni foreldranna til að fá hann til að standa sig
vildi ég sagt hafa.
Jón Valur Jensson, 14.7.2012 kl. 19:09
Þessi umræða er náttúrulega bara óstjórnlega fyndin, upphaflega snérist hún um mál- og tjáningarfrelsi, en einsog hendi væri veifað, var hún farin að snúast um túlkanir á biblíunni, c-mon erum við öll í lagi? Svari hver fyrir sig.
Steddi, 14.7.2012 kl. 23:07
Sæll Steddi
Sammála - þetta var umræða um tjáningafrelsi alveg sama hvort það sé á trúarlegum forsendum eða einhverjum öðrum.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.7.2012 kl. 23:15
Aðrir fóru hér að nota þetta til árása á Biblíuna og gátu af einhverjum ástæðum ekki haldið sig við að ræða um afstöðuna sem þar kemur fram til hjónabands og kynlífs. Tilgangurinn var sá einn að reyna að gera Ritninguna fáránlega og að engu hafandi. En þannig höfum við ekki lært orð Krists, að við eigum að óvirða hans orð og þeirra sem hann sendi og gaf vald til að boða kenningu sína og hét því að Heilagur Andi myndi leiðbeina þeim í sannleikanum.
Jón Valur Jensson, 14.7.2012 kl. 23:21
Afstaðan til hjólabands og kynlífs er einkamál þeirra sem kjósa að lifa svo. Að kalla það árásir á biblíuna þegar fólk leggur ákveðin hóp í einelti vegna þess að það getur ekki með nokkru móti látið fólk í friði og þarf að nota biblíuna sem sitt helsta leiðréttingarmerki er heldur langt gengið í að vera eltihrellir á trúarlegum nótum.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 01:21
Einkablogg segir Rósa - það sem fólk setur inn á netið er öðrum sýnilegt og heitir því ekki einkablogg. Sé um einkablogg að ræða er það læst og aðgangsstýrt þeim sem viðkomandi vill sýna á sínu lokaða vefsvæði. Jafnvel það er ekki öruggt þar sem hægt er fyrir þrjóta að brjótast inná.
Þannig að einkablogg á netinu er ekki einka fyrst það er öllum sýnilegt.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 01:26
Leið innsláttar villa í innleggi # 93 "Hjónaband"
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 01:29
Hjónabandið og umbúnaður þess er ekki bara einkamál, Þrymur minn, það er fjölskyldumál líka og samfélagsmál. Jafn-glöggur maður og þú hefði mjög gott af að lesa greinina hennar Raphaelu M.T. Schmid í Hugh's College, Oxford: IS MARRIAGE A FORM OF DISCRIMINATION? - glæsilega rökstudda í anda brezkrar heimspekihefðar.
Með góðum kveðjum - og ég beiðist undan labeling!
Jón Valur Jensson, 15.7.2012 kl. 02:21
Þyrmur - mér sýnist kennarar vera komnir í þá stöðu að þeir verði að vera fullkomnir bæði í skóla og leik. Ég get ekki verið fullkomin þó svo að allir krefjist þess af mér af því ég er ekki í sömu kirkjudeild og hinir. Sýnist kennarar vera komnir í sömu stöðu.
Svo vil ég ekki meina að neinn sé að taka einhvern ákveðinn hóp í einelti. Það hlýtur að mega tala um samkynhneigð eins og ýmislegt annað án þess að það kallist einelti.
Við komumst ekkert að samkomulagi :-)
Guð veri með þér
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.7.2012 kl. 03:04
Það bendir ýmislegt til áráttuhegðunar einstaklings að geta ekki með nokkru móti látið fólk vera eins og það er.
Ég er ekki sammála þessu atriði Jón Valur því virða ber friðhelgi einkalífsins og heimilisins.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 08:52
Það er ekki verið að ganga gegn friðhelgi neinna einstaklinga með því að ræða almennt um þessi mál og hvað Biblían segir, en hún á að vera leiðsögn okkar kristinna manna. Þú ert kominn út á hálar götur, ef þú ætlar að fara að endurskilgreina með þessu móti hvað telst vera "áráttuhegðun". ÞÖGGUN væri rétta orðið um þá viðleitni þína, sýnist mér.
Jón Valur Jensson, 15.7.2012 kl. 10:34
Engin þöggun hér á bæ Jón Valur Jensson heldur þykir mér þessi viðleititni bera þess vott að vera áráttukenndir eineltis til þess fallin að valda fólki ama, sorg og öðrum andlegum þjáningum. Flest önnur eineltistilfelli ganga út á einmitt sama hlutin nema einelti ykkar biblíufróðu einstaklinganna er ekki líkamlegt heldur stöðugt nag og afskiftasemi um hag annars fólks sem ykkur kemur hreint ekkert við hvernig það hagar sínu lífi. Spáðu í einu Jón Valur ef ég tæki þitt útlit fyrir á hverjum degi og skrifaði um það lærðar greinar og vitnaði í helg rit og lærðar siðfræðilegar greinar. Þú yrðir ekki ánægður. En meinið er að mér stendur á sama hvernig þitt útlit er og hvernig þú hegðar þér eftir því. Mín virðing fyrir náunganum er slík að mér kæmi það ekki til hugar að leggjast svo lágt að níða hann niður fyrir það sem hann er.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 12:00
Komið þið sæl; enn, á ný !
Ég hlýt; að undirstrika stuðning minn, við sjónarmið Þryms Sveinssonar; hins hógværa og friðsama Austur- Barðstrendings, hvað varðar frið og næði fólks, með sitt einkalíf, á heimilum - og annarra fjölskylduvébanda.
Að vera; að garfa í kynhneigð tiltekins fólks, hlýtur að kalla á næsta stig, að eftirlit verði síðan, með mataræði þess, og öllum daglegum lífsvenjum.
Kannski fólk; þurfi líka Kristilega leiðbeiningu, um verzlunarferðir - sem og heimsóknir, til vina og ættingja ?
STASI þenkjandi hugarfar; hinna FULLKOMNU, eins og Snorra Óskars sonar - Jóns Vals Jenssonar, og annarra áþekkra kallar á nauðsyn þess, að svona mannskapur, sem er að ala á tortryggni og sundrungu, að allsendis ástæðulausu, megi í búðum dvelja, sem félagar mínir; Falang istar á Spáni höfðu stundum tiltækar, þegar ofstopi ýmissa, keyrði um þverbak, á valdatíma félaga míns, Fransiscós heitins Francó, gott fólk.
Að minnsta kosti; þarf að fara að slökkva rækilega, á þessu hneigða ofstæki, í öllu falli. Svona; getur þetta ekki gengið lengur, í skjóli fáránlegra tilvísana, til Biflíu kenninga Móse gamla, og annarra, sem á eftir honum komu - sem voru jú; einum of uppteknir af háttalagi annarra og venjum, en sínum eigin annmörkum, sem kunnugt er.
Ekki síðri kveðjur; þeim öðrum - og fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 14:06
Ég man ekki betur en hærra settir menn innan stjórnsýslu Akureyrar hafi látið frá sér verri ummæli fara en tilvitnun í biblíuna. Muna einhverjir eftir þessu máli sem slóðin liggur á? Samkvæmt starfsmannaskrá Akureyrar sinnir viðkomandi enn sínu starfi. Það er er greinilega ósamræmi í gjörðum Akureyrarbæjar í máli Snorra og svo þessu máli.
Jón Bergur Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 16:53
Ekkert hef ég mér vitanlega gert né reynt til að raska við kynhneigð manna, Óskar Helgi, hvorki í skrifum mínum í blöðum né á netinu og heldur ekki í persónulegum samskiptum mínum við fólk. Hitt hef ég gert, vegna stöðgrar ágengni fylgismanna ýmissa réttinda fyrir samkynhneigða, að spyrna við fæti, (1) þegar þær kröfur ganga of langt að mínu mati og fjölmargra annarra, (2) þegar reynt að að þrýsta á um þær kröfur á kirkjulegum vettvangi, þar sem þær eiga alls ekki við, þegar þær ganga þvert gegn orðum Krists um hjónabandið og öðrum biblíulegum boðum og siðferði, (3) þegar menn hafa farið með rangar, jafnvel falsaðar tölur um ýmis meginatriði þessara mála, en það hefur oft gerzt, (4) þegar gengið er (ýmist vísvitandi eða óafvitandi) fram hjá ýmsum tölulegum staðreyndum um þessi mál, sem áhrif ættu að hafa á ákvarðanir stjórnvalda um sitthvað, sem þessi efni snertir, en hentugra þykir að fela eða stinga undir stól, m.a. upplýsingum sem opinber, íslenzk nefnd hafði á takteinum eftir rannsókn sína í aðdraganda löggjafar, og fleira mætti nefna.
Óneitanlega er snöggtum skárra að lesa skrif ykkar Þryms en þeirra Óla Jóns og gervidoktorsins hér ofar, en lofsvert er það ekki af ykkur Þrymi að reyna að koma höggi og óorði á mig, sem geri ekki annað í þessum efnum en að fjalla um þau eftir samvizku minni, sannleiksást og beztu þekkingu.
PS. Oft segir þögnin meira en blaður manna. Upphitun Þryms og Óskars í tilfinningaleg skrif í innleggjum þeirra á kannski að koma í staðinn fyrir rökleg andsvör, en gerir það ekki. Þögn þeirra er t.d. áberandi um þau mótrök mín, að "hjónabandið og umbúnaður þess er ekki bara einkamál, það er fjölskyldumál líka og samfélagsmál," og þess vegna er það m.a. á verkefnaskrá löggjafarvalds og vitaskuld einnig viðfangsefni samfélagslegrar umræðu, m.a. um það, hvort eða hversu (ná)skylt fólk megi hafa rétt til að ganga í hjónaband og ýmsir aðrir að auki.
PPS. Ertu, Þrymur, búinn að lesa greinina hennar Raphaelu? Hún tekur einmitt á þessu síðastnefnda atriði hér.
Jón Valur Jensson, 15.7.2012 kl. 17:04
Já, Jón Bergur, þetta var MJÖG athyglisverð ábending frá þér.
Málið varðar formann barnaverndarnefndar Akureyrar.
Hann bölvaði þarna þeldökkum mönnum í netskrifum sínum. Endilega, lesendur, farið inn á vefslóðina sem Jón Bergur vísar á.
Jón Valur Jensson, 15.7.2012 kl. 17:10
Mér segir svo hugur um að Akureyrarbær sé í mjög svo vandræðalegri stöðu ef Snorri myndi nú vísa í þetta tiltekna mál hér að ofan þegar til kasta dómstóla kemur. Hvernig ætlar Akureyrarbær að réttlæta brottrekstur Snorra á sama tíma og þeir aðhöfðust nákvæmlega ekkert í máli Áskells ?
Ef Áskell hefði nú sagt (Djös hommi) í stað þess sem hann sagði, hefði þá Akureyrarbær látið hann fara ? Nú vaknar upp sú spurning hvort Akureyrarbær telji þá samkynhneigða einstaklinga á einhvern hátt rétthærri en þeldökka. Ættu allir ekki að vera jafnir ?
Hefur Akureyrarbæ ekki hingað til verið hampað sem nokkurs konar mekka jafnréttishugsjónarinnar ?
Jón Bergur Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 17:32
Tilfinningaleg??? Já kannski verður þetta tilfinningamál þegar ég horfi upp á velgefin mann eins og þig Jón Valur vera í hlutverki eltihrellis þjakaðan af áráttuþráhyggju í garð minnihlutahóps sem þú hefur flokkað vel upp verulega vont fólk samkvæmt handbókinni þinni hvernig lifa eigi lífinu.
Annars leistu bara vel út þegar ég mætti þér um 15 leitið á Ingólfstorginu áðan
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 17:43
Þetta mál Snorra snýst um brenglunina sem viðgengst í opinbera og rammpólitíska grunnskólakerfinu á Íslandi. Þetta mál snýst ekki um mannréttindi barna, eða mannréttindi kennara. Pólitíkinni hefur alla tíð verið stjórnað af brengluðum trúarbrögðum um allan heim.
Snorri er að sinna brenglun skólayfirvalda, eins og svo margir kennarar eru skyldaðir til að gera.
Mjög margir kennarar hafa hætt að starfa sem kennarar, því þeim finnst óboðlegt hvernig skólayfirvöld og spillt stjórnsýslan fer með bæði börnin og kennarana.
Hvar er nú mannréttindadómstóll Evrópu og réttur saklausra barna og kerfisþrælandi menntafólks í Evrópu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.7.2012 kl. 19:07
Sæl; sem oftar - og jafnan !
Jón Valur !
Það; hefir þú til brunns að bera, umfram Snorra Óskarsson, að þú kemur hér á síðuna, og verð þín sjónarmið út í 1 - og af fullri einlægni; engin sýndarmennska þar, en Vestmannaeyingurinn Snorri, leggur ekki í að svara okkur, sem erum fullkomnir andstæðingar Sovét-STASI Biflíu túlkunarinnar, hans (Snorra).
Fyrir það; hljótum við að þakka, sem í móti þér stöndum, Jón Valur, að ætíð skulir þú ódeigur, standa fyrir þinn Skjöld, þó svo leirkofa vísindi Fornaldarinnar (Biflíuna), hafir þú, fyrir þinn stafn, ágæti drengur.
Hins vegar; finnst mér þeir báðir - DoctorE// EKTA Doctorinn, í mínum huga Jón minn - sem og þeir Óli Jón, vera tiltölulega kurteisir, í öllum sínum viðhorfum, enda Sjóaðir vel, í ýmsu volkinu, gagnvart þér, á undan förnum árum, sem fleirri, raunar.
Hvað um það; fellum þessa fáranlegu umræðu niður, gott fólk - og þökkum Kjartani síðuhafa gestrisnina, áður en ég - eða þá; Jón Valur, förum að grennslazt fyrir um, hvort að Guðmundur, nágranni Jóns Vals - eða þá; Sigurður, nágranni minn, noti Mjólk og Sykur, út í Kaffið ?
Kannski; Snorri Óskarsson, hafi það næst fyrir viðfangsefni sín, til þess að slípa saman nútímann, við Fornaldarrit frá Miðjarðarhafs botnum, gott fólk ?
Ekki þar fyrir; ég nenni alveg, að halda áfram þjarkinu - eða; kannski, um stund, gott fólk.
Sízt; lakari kveðjur / hinum fyrri, öllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 20:09
Vá. Það sjást sjaldan jafn margar athugasemdir og þegar trúmál og samkynheigð eru umfjöllunarefnið - og hér koma þau saman í allri sinni dýrð.
En ég er sammála pistlahöfundi. Málfrelsi er greinilega ekki það sama og málfrelsi.
Okkur er nefnilega flestum sama um kynheigð náungans og íslenskt samkynhneigt fólk þarf fyrst og fremst að skoða sinn eigin hug og láta af sínum eigin fordómum.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 20:12
Ekki tók ég eftir þér á torginu í dag, Þrymur minn.
En förum aðeins í saumana á þessu skrif þínu.
Þú talar hér um "handbókina" mína og munt þar eiga við Biblíuna, sem er trúar- og siðferðisheimild kristinna manna. Vinstri- og ofurfrjálslyndismenn, sem eru hávaðasamir á bloggvefjum, eru ekki í meirihluta hér á Vesturlöndum, heldur miklu fremur kristið fólk.
Þú segir, að ég hafi "flokkað vel upp [sic] verulega vont fólk samkvæmt" Biblíunni, en þetta um "verulega vont fólk" er frá sjálfum þér komið, ekki mín lýsing hlutanna.
Svo telurðu mig, þegar ég ræði hér málefnalega um málin, án aðkasts gagnvart samkynhneigðum, vera "í hlutverki eltihrellis", en eiga þau orð ekki miklu fremur við um þig sjálfan og hann Óskar Helga? Þið viljið EKKI umræðu um þessi mál, þótt atvinnufrelsið hafi verið tekið af Snorra Óskarssyni og sennilega með ólögmætum hætti, því að það er ekkert í starfsskilmálum hans sem bannar honum að njóta sinna stjórnarskrárvörðu réttinda til tjáningarfrelsis (og það utan vettvangs skólans). Sennilega verða því útsvarsgreiðendur á Akureyri að taka á sig að borga fyrir þessi afglöp yfirmanna Snorra, því að kerfisfólk tekur sjaldan ábyrgð á eigin verkum í starfi.
Eins og Kolbrún Hilmars vék að hér í gær kl. 18:18, er þetta lífleg umræða og sennilega fæstum sýnt um að að "missa þann tjáningarmöguleika," þótt einhverjir hér (nú orðið aðallega þið tveir) vilja hreint ekki umbera rétt manna til umræðunnar.
Svo telurðu mig "þjakaðan af áráttuþráhyggju í garð minnihlutahóps," ert farinn að beita hér hugtökum úr geðlæknisfræði, sem þú hefur enga aðstöðu til að nota af menntun, viti né reynslu. Viltu ekki næst láta setja mig á Klepp, karlinn?
Væri ég "þjakaður af áráttuþráhyggju" af þessu tagi, væri ég sennilega flesta daga að tjá mig um slíkt, en því fer fjarri, ég ræði þessi mál ekki nema þegar sérstakt tilefni er til, varla einu sinni í mánuði eða tveimur að meðaltali síðasta árið, en skrifa um fjölda mála annarra í bloggum mínum á eigin bloggum og samtaka sem ég tek þátt í.
Þið eruð einfaldlega, kumpánarnir, að falla í gryfju eigin ofurmæla, þú Þyrumur, reynir að klæða það "gáfulegan" búning fagheita, sem þú veldur ekki einu sinni, en aðkast þitt er innihaldið, og tilgangurinn er þöggun, sýnist mér.
Ekki gæfulegt hjá mönnum, sem eflaust unna sínu eigin tjáningarfrelsi.
Jón Valur Jensson, 15.7.2012 kl. 20:14
Afsakið augljós ásláttarmistök ("í" vantaði.)
Jón Valur Jensson, 15.7.2012 kl. 20:20
Hvað hefur þú skrifað margar færslur um málefni samkynhneigðra síðan þú byrjaðir að blogga Jón Valur? Sem flestar hafa hoggið í sama farið út frá boðskap postulans í biblíunni að samkynhneigð sé villa? Einkunar orð páfans frá því um sjöhundruð eftir kristsburð? Meðan ég var virkur bloggari tók ég þátt í nokkrum umræðum inni á þínu svæði varðandi málefni sankynhneigðra og alltaf verið þér ósammála varðandi afstöðu þína í garð samkynhneigðra. Hvað ætli það séu orðin mörg ár? Fjögur ef ekki fimm.? Aðkast og þöggun segir þú - Þolir þú semsagt ekki að vera gagnrýndur fyrir einarðan málflutning þinn gegn samkynhneigðum. Ég get nú harla lítið veist öðruvísi en að segja mína meiningu á þessum málflutningi oftrúaðra manna né að í þér sé þaggað hér á þessum vetvangi. Slíkt segir sig sjálft meðan þú svarar mér fullum hálsi að þá hefur meint þöggun mín að þinni sögn ekki virkað
Klepppur - það verður hver að dæma fyrir sig ef kvarnirnar losna svo hringli að leita þurfi til Kleppsmanna. Það dæmir hver fyrir sig hvot þetta sé einelti og árátta hjá þér eða bara vinsamlegur fagurgali manns sem flestir taka lítið sem ekkert mark á lengur. Mér þykir persónulega alveg nóg um þessa skítkastáráttu manna sem geta ekki séð sankynhneigða í friði með nokkru móti.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 20:49
Að þið skulið nenna að standa í orðaskaki við þennan "ignorant" Jón Val.
Hann minnir mig á rugludallinn Joel Osteen, ekki síst brosið, gerfi brosið.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 21:17
Haukur Kristinsson var hér með enn eitt innistæðulausa innleggið og lætur allar kröfur um rök og heimildir lönd og leið.
Þrymur, þótt þú hafir oft verið mér ósammála, segir það EKKERT um málefnastöðu þína -- nema þeim, sem kynnt hafa sér röklegar stoðir míns málflutnings.
Ég geri ekki ráð fyrir, að margir skilji (heldur miklu fremur misskilji) þessi orð þín: "Einkunnarorð páfans frá því um sjöhundruð eftir Kristsburð?"
Það, sem þú vísar þarna til í raun, eru ummæli heil. Felix páfi þriðja, sem þú hefur reyndar ekkert fyrir þér um, hvort verið hafi hans einkunnarorð, en sjálfur gerði ég þau orð hans að einkunnarorðum míns svæðis á Kirkjunetinu (Kirkju.net): "Að standa ekki gegn villu er að samþykkja hana - að verja ekki sannleikann er að brjóta hann á bak aftur."
Þessi orð fjalla ekkert í sjálfum sér um samkynhneigð, heldur eru þau almenns eðlis um sannleika og villu og siðferðislega skyldu okkar að bera sannleikanum vitni. Orðin gerði ég líka að mínum vegna vilja míns til að nota mitt ritfrelsi á Kirkjunetinu til almennrar trúvarnar, e.k. óbeins framhald af trúvörn minni á Vantrúarnetinu, þar sem alls kyns fjölbreytilegar árásir mátti líta á kirkju og kristindóm í sögu og samtíð.
Hins vegar er það alveg rétt, að það, sem sumir hafa verið að mæla hér með, hefur allt frá upphafi kirkjunnar verið meðal þeirra fjölmörgu atriða á sviði trúar og siðferðis, sem falla undir hugtakið trúvilla, og það sést líka strax í I. Tímotheusarbréfi Páls postula, 1. kafla.
Þú dregur hér athygli að því, að ég hafi skrifað fjölmargar greinar, sem varða samkynhneigð. Þú virðist ekki átta þig á því, að ég naut þess þar að hafa snemma orðið vökumaður um þessi mál á námsárum mínum í Bretlandi. Löngu síðar sé ég svo hina róttæku, félagspólitísku hreyfingu fara af stað hér á Íslandi og varða leið sína áfram m.a. með fölskum tölum um fjölda samkynhneigðra (þ.á m. af hálfu eins helzta talsmanns þeirra hér á landi á þeim tíma) og um ýmislegt fleira; og meðal prestanna lúthersku sá ég fram haldið afar slapplegri greiningu á ritningartextunum, vilhallri túlkun í andstöðu við bæði kirkjufeður og kirkjuna frá upphafi og Lúther þeirra sjálfan.
Að ég ætti ekki marga samherja, sem stæðu með mér í því að rannsaka þessi mál og þora að ræða þau gegn hávaðasömum baráttu- og áróðursmönnum, segir ekkert til um að ég hafi haft rangt fyrir mér, þótt þú virðist gefa þér það, og með rökum barðist ég gegn mörgum ókristnum (aðallega) sem kristnum á Kirkjunetinu á opnum og iðulega löngum vefþráðum og varð að gefa mér drjúgan tíma til þess, og því er ekki unnt að halda því fram, að ég hafi ekki boðið upp á mótrök og vitræna umræðu, þótt ég yrði þá um leið að taka því, að þann vettvang notuðu ýmsir til óhróðurs, skammaryrða og óverðugs óhroða um mig og kaþólsku kirkjuna vegna afstöðu hennar í þessu máli.
Hér skrökvarðu tvöfalt, Þrymur: Þolir þú semsagt ekki að vera gagnrýndur fyrir einarðan málflutning þinn gegn samkynhneigðum."
Í 1. lagi var minn einarði málflutningur EKKI gegn samkynhneigðum, heldur gegn ýmissi villu um þessi mál, m.a. talnafölsunum, sem ég vék að hér ofar, ýmsum öðrum augljóslega röngum fullyrðingum og þeirri afstöðu og stefnu, að rétt væri jafnvel að gifta samkynja pör í kristinni kirkju.
Í 2. lagi hef ég allan tímann orðið að "þola" það, að minn einarði málflutningur væri gagnrýndur - og ég vitað það jafnan fyrir fram, að slík gagnrýni (eins og af þinni hálfu og nokkurra annarra hér) myndi dúkka upp, um leið og ég tjáði mig um þessi mál. Mig hefur því ekki vantað hugrekkið til að taka gagnrýni og jafnvel af miklu svaðalegri toga en það, sem sjá má á þessari vefslóð hans Kjartans, og fjarri fer því, að ég hafi vælt hér undan aðkasti þínu, þótt ég vekti réttilega athygli á því, að þú kaust þetta form fremur en sundurliðaða röksemdafærslu til að verja þín sjónarmið í þessum málum samkynhneigðra og nú síðast Snorra máli hins burtrekna.
Stóryrði -- t.d. [meint] "illgirni [Snorra] í garð náungans" (Þrymur Sveinsson 13.7. kl. 20:44), "manískur eltihrellir" (aftur þú 14.7. kl. 10:35) -- hafa verið einn af gildari þáttunum í innleggjum þínum hér, og ekki er það verðugur né vitrænn umræðuháttur. Enn og aftur bendi ég þér á fyrirmynd um hlutlæga og málefnalega, efnislega rökræðu í grein Oxford-konunnar Raphaelu: IS MARRIAGE A FORM OF DISCRIMINATION?
Jón Valur Jensson, 16.7.2012 kl. 02:42
Man ég ekki rétt Jón Valur Jensson þegar þú skrifaðir um tæknifrjógvanir lesbískra kvenna í Danmörku. Að þú sagðir að þetta ættu þær ekkert með að fá. Að þetta ætti ekki að eiga sér stað hér á landi! Mega lesbur ekki eignast börn eins og aðrar konur? Þú brást hart við þegar ég hafði um þetta við þig á athugasemdakerfinu. Annarsstaðar var talað um "marga matarholu sem samkynhneigðir hefðu aðgang að"
Hvað er þessi málflutningur þinn annað en hörku fordómar gegn samkynhneigðum. Það er greinilega gott að vera eltihrellir og skíla sér bakvið málfrelsið og trúarsetningar. Svo kemur það ekki á óvart að þú gerír ítrekaðar tilraunir til að gjaldfella málflutning minn þar sem hann hentar þér allsekki. Hér ertu ekki inn á þínu eigin vefsvæði þar sem þú værir búin að loka á mig með 66 cm löngum lofræðupistli um hvað ég væri heimskur og illa gefin að voga mér að tala um mál sem ég hefði nú bara ekkert vit á. Eftir situr að þrálátur málflutningur þinn sem beinist gegn samkynhneigðum er ekkert annað ein miskunnarlaust einelti. Varst það ekki þú ásamt tveimur öðrum aðilum sem sem keyptuð heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu eitt árið dagana fyrir gleðigöngu samkynhneigðra? Þar sem athæfið var fordæmt og skrifað þenna pistil hér; http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/day/2007/3/24/
Eru þetta nokkuð fordómar úr þínum ranni Jón Valur Jensson?
Annað; Þú svaraðir ekki spurningu minni; "Hvað hefur þú skrifað margar færslur um málefni samkynhneigðra síðan þú byrjaðir að blogga Jón Valur? Sem flestar hafa hoggið í sama farið út frá boðskap postulans í biblíunni að samkynhneigð sé villa? Einkunar orð páfans frá því um sjöhundruð eftir kristsburð?"
Ég vil sjá samantekt á hversu marga pistla og blogg þú hefur skrifað í gegnum tíðina sem beinast eingöngu að þessum málaflokki.
Nú er að sjá hvort sjá má samskonar viðbrögð hjá þér og ég hef oft séð þegar þú færð óþægilegar spurningar að stikla yfir þær eins og þær hafi aldrei verið lagðar fram.
Nei málflutningur þinn í garð samkynheigðra einkennist allur af fordómum sem löngu eru farnir að flokkast sem einelti.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 09:36
Ég skil vel að það sé ekki léttvæg ákvörðun að víkja manni úr starfi. En maður sem talar niðrandi um hóp fólks, virðir ekki þeirra mannréttindi, elur á fordómum, er hann hæfur kennari?
Hér skrifaði ég um málið:
Frelsi, mannréttindi og óhæfur kennari
Einar Karl, 16.7.2012 kl. 10:43
Vesalings Þrymur er farinn að reyna að tala um aðra hluti en þá, sem voru efni vefgreinar Kjartans, og þegar ég hef svarað fyrir mig, reynir hann að finna eitthvað nýtt til að klína á mig. Þetta er dæmigert um þráhyggjulega ásækni í umræðum, í stað þess að afgreiða hvert umrætt mál fyrir sig, viðurkenna stundum, að andmælandinn kann að hafa rétt fyrir sér, þegar hann hefur fært réttmæt rök fyrir máli sínu, eða gild varnarrök, þegar að honum er veitzt.
Svo kýstu þér sjálfgefin árásarheiti eins og "miskunnarlaust einelti" til að reyna að koma höggi á mann sem rætt hefur öðrum fremur á fræðilegum grunni um þessi mál hér á landi. (Ef bara helmingurinn af þunganum í þessum fordæmingarorðum þínum væri réttur, væri löngu búið að lögsækja mig, en það hefur aldrei verið gert.)
Þetta afhjúpar sjálfan þig sem eineltismann og ekki rökhyggjumann; það er t.d. ekki háttur heimspekilegrar umræðu í Oxford að veitast að einstökum andmælendum með niðrandi hjali um persónlegar vammir og skammir þeirra vegna þess að þeir hafa reynt að upplýsa um mál, sem rangt hefur verið farið með í opinberri umræðu.
Það er týpískt fyrir þig, að ENGU svararðu ábendingum mínum um slíkt. Það virðist sýna mér, að framsókn réttindabaráttu samkynhneigðra teljir þú alveg hafa mátt byggjast á falsrökum, þagnarviðleitni um vissar staðreyndir og einhæfum áróðri. Enginn mátti anda á neitt af því, sízt JVJ, sem þó hafði kynnt sér þessi mál og birt um þau staðreyndir, sbr. Morgunblaðs- og Fréttablaðs-greinar mínar um fjölda samkynhneigðra á Íslandi, en þær eru endurbirtar meðal eldri pistlanna á efnisflokki mínum um samkynhneigðramál á Kirkjunetinu (ég á svo marga aðra efnisflokka þar til viðbótar um allt önnur mál).
Eins birti ég greinar um hugsanlegt hæfi samkynhneigðra til barnauppeldis, aðra þeirra í Mbl., en enginn gat svarað mér þar. "Bezt að leysa málið með þögninni!" virðist hafa verið hugsun mótherjanna, "og með því að halda áfram að þrýsta á alþingismenn!" Og það var gert, en baráttumenn samkynhneigðra virðast allsnemma hafa gert bandalag við Samfylkinguna um að hún tæki öll þeirra tengdu mál upp á arma sína og hvergi staðnæmzt um þau, í öllum birtingarmyndum, m.a. um kynbreytingarfrumvarpið, sem hugsanlega kostar um 80 millj. kr. á hvert einstakt tilfelli, enda haldið við um áratugi með hormónalyfjum, eftir allar læknisaðgrðirnar.
En ég er auðvitað bara "fordómafullur" að gagnrýna slíkt, þótt það sé á sama tíma og biðlistar sjúkrahúsanna hafa aukizt um hundruð manna frá ársbyrjun 2011 til ársloka 2011 og einn maður þegar misst fót fyrir neðan hné vegna þess að ekki var til fé fyrir hnéaðgerð handa honum.
Svo læturðu sem þú hafir fylgzt vel með skrifum mínum, en ekki hefurðu lesið þau vel, það sést t.d. á þessari setningu þinni hér: "Varst það ekki þú ásamt tveimur öðrum aðilum sem sem keyptuð heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu eitt árið dagana fyrir gleðigöngu samkynhneigðra?"
SVARIÐ ER NEI, ég tók engan þátt í þeirri auglýsingu, borgaði ekki eina einustu krónu í henni, og það kom skýrt fram í skrifum mínum - en tek fram, að ég læt þig ekki halda, að ég geti verið sammála þér um þá umræðu, sem um þá auglýsingu spratt upp.
Svo lestu líka þráðinn hér ofar ILLA. Ég tók það sérsaklega fram, að Snorri hefði ekki réttu, biblíulegu nálgunina eða rétta lesskilninginn, þegar hann segir "samkynhneigð" synd skv. Biblíunni. Það segir hún ekki, orðið er ekki þar og ekki grísk hliðstæða þess né hebresk. En samkynja, virk mök eru þar umfjölluð sem andstæð Guðs vilja, með ýmsum fleiri orðum.
Þú þarft að kynna þér betur mál, áður en þú ryðst svona fram til að ræða þau af belgingi og árásarvilja.
Svo ættirðu að lesa leiðarann í Mbl. í dag um Snorramál.
Jón Valur Jensson, 16.7.2012 kl. 11:51
Komið þið sæl; enn - og aftur !
Jón Valur !
Ég hygg; að þú mættir fara að rifa segl - og biðja heiðursmanninn Þrym Sveinsson, úr Reykhólasveit vestur, sem og marga aðra, afsökunar, á stagli þínu, ágæti drengur.
Þú ert komin; lengst út í móa - jafnvel; niður í Ölfusforir, með málflutning þinn, Jón minn.
Er að furða; þó að Haukur Kristinsson, sem aðrir ýmsir, vari fólk við frekari munnhöggvun, við þig, fjölfræðingur og hugsuður, góður ?
Má ég leggja til; að við, sem gagnkynhneigð erum, stofnum Samtökin 88 / jafnvel 98 (58 eða 68, kæmu einnig til greina), Jón minn ?
Þú gætir orðið; prýðisgóður leiðari þeirra - og ekki eins ágengur á fjármunina, sem Samtökin 78 virðast vera, og hafa verið, eftir þinni sögn, ágæti drengur.
En; yfirhöfuð - hvernig nennirðu þessu raupi yfirleitt, Jón minn ?
Alls ekki; lakari kveðjur - en hinar fyrri, allar /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 12:08
Já margt segir þú Jón Valur, en tal þitt í garð samkynhneigðra er ekkert annað en illgirni og eltihrellisárátta manns sem ekki með nokkru móti getur sætt sig við að samkynhneigð er til staðar hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Síðan svarar þú enn ekki þeirri spurningu minni hvað þú hefur skrifað margar greinar á netinu og í fjölmiðlum sem hafa beinst að samkynhneigðum og þeirra "syndsamlega" líferni. Svaraðu nú þeirri spurningu - eitthvað virðist sem þín fljúgandi mælska dali þegar kemur að því að svara spurningu minni.Ég kalla þann einstakling eltihrelli sem ekki getur með nokkru móti látið þann/þá sem áreitið beinist í friði hvort sem hrellirinn ver sig með kristnum boðskap, lærðum greinum eða í nafni málfrelsis. Hvað er hægt að kalla þetta annað en meinfýsni og áráttu?
Síðan talar þú um "Þögn" Ég býst við að fólk kjósi að geyma þig og málflutning þinn í frysti og lifa sínu lífi óháð hvað þú vilt gera. Ekki er samkynhneigð bönnuð hér á landi né að í stjórnarskránni felist það ákvæði að hér á landi megi aðeins lifa heilkristið, gagnkynhneigt hvítt, ljóshært fólk sem lifir í krukku allt sitt líf.
Svaraðu nú spurningunni Jón Valur Jensson!
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 13:05
Vissulega getur mönnum þótt skoðanir sumra rangar og ógeðfelldar. Á sama hátt getur mönnum þótt skoðanir annarra réttar og lofsverðar. Almenningur hefur gagnrýnt mjög þær ráðningar mann í opinber störf sem talið er að hafi fyrst og fremst grundvallast á því að þeir töldust, að mati valdhafa, hafa sérlega lofsverðar skoðanir. Ráðningar hæstaréttardómara hafa borið þar hæst og verið gagnrýndar af mörgum. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að ráða menn á grundvelli verðleika og segja mönnum upp ef þeir brjóta af sér í starfi.
Nú liggur það fyrir að Snorri Óskarsson braut ekki af sér í starfi. Þvert á móti var hann talinn hafa gefið mikið af sér til að gera skólastarfið betra. Hitt liggur líka fyrir að skoðanir Snorra á samkynhneigð eru, af meginþorra þess fólks sem þorir að tjá sig um málefni, taldar rangar. Snorri hefur tjáð þessar skoðanir sínar opinberlega á bloggsíðu sinni - ekki ósvipað og við erum að gera núna. Þessar tvær ástæður, þ.e. skoðanirnar og tjáningin, urðu tilefni uppsagnrinnar. Stjórnarskráin ver bæði skoðanafrelsið og tjáningarfrelsið. Þess vegna var uppsögnin mannréttindabrot. Mannréttindi eru algild og ekki háð meirihlutaákvörðun hverju sinni. Þau grundvallast á mennsku mannsins en ekki því hvort skoðanir hans teljast réttar eða rangar.
Margir segja að mannréttindi samkynhneigðra eigi að vega inn í umræðuna um brottrekstur Snorra. Þau koma málinu hins vegar ekkert við. Skoðanir Snorra, og tjáning hans á þeim, skerða ekki mannréttindi samkynhneigðra á nokkurn hátt. Þau haldast þrátt fyrir skoðanir Snorra og munu vonandi halda áfram að þróast til fulls jafnræðis, enda á það að vera tryggt samkvæmt sama mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og skoðana- og tjáningarfrelsins. Það gagnast lítt mannréttindabaráttu samkynhneigðra að hvetja til eða krefjast þess að mannréttindi séu brotin á öðrum. Því miður hafa Samtökin 78 glapist til þess að gleðjast yfir mannréttindabrotinu gegn Snorra Óskarssyni - með því hefur þeim orðið það á að gefa þá hugmynd að barátta þeirra gegn mannréttindabrotum eigi aðeins við um mannréttindi sem þeir telja sig sjálfa eiga að njóta en að þeir/þau séu tilbúin til að berjast gegn mannréttindum annarra.
"Réttindi barna til að þurfa ekki að sitja undir því að kennari þeirra hafi fordóma" hafa líka verið nefnd til sögunnar. Þau "réttindi" hafa enga stoð í mannréttindaákvæðum. Ég fullyrði enda að allir menn hafa einhverja fordóma - þ.e. einhverja afstöðu sem byggist á fyrirfram ákveðinni hugmynd en styðst ekki við niðurstöður viðurkenndra vísinda (hvað sem það er nú marktæk aðferð til sannleiksleitar). Það yrði því næsta fámennt á kennarastofum þessa lands ef reka ætti alla þá úr kennarastarfi sem hefðu fordóma af einhverju tagi.
Enn einn vinkill er á þessu og hefur með að gera baráttuna gegn einelti. Við reynum að kenna börnum okkar að ekki megi ofsækja aðra eða leggja þá í einelti þótt þeir séu örðumvísi en fjöldinn eða jafnvel til ama og leiðinda. Nú vita börnin í Brekkuskóla að það má leggja aðra í einelti ef maður telur það vera í þágu réttlætanlegst málsstaðar - eitthvað sem einelti byggist alltaf á. Börnin vita líka að í framtíðinni verður maður að gæta þess að hafa ekki og tjá ekki skoðanir sem ekki falla valdhöfum í geð. Þá munu þau missa lífsviðurværi sitt. Ef þau hafi hins vegar skoðanir sem valdhöfum líkar við - munu þau fá störf og vegtyllur. Svo vantar bara lista, frá hinum rétthugsandi, yfir þær skoðanir sem æskilegt og heimilt er að hafa og annan lista yfir þær skoðanir sem eru illar og óæskilegar.
Það skyldi þó ekki vera að upphafsmenn þessa máls hafi einmitt verið þeir sem helst lögðu aðra nemendur í einelti í Barna- og Gagnfræðiskólum Akureyrar, sem nú heitir Brekkuskóli og hefur nú orðið vettvangur eineltis og mannréttindabrots á vinnustað.
Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 15:06
Hreiðar Eiríksson:
Ef kennari bloggar um að svartir menn séu vitgrannir, að banna eigi hjónabönd svartra og hvíta, og aðskilja þessa tvo hópa.
Snerta slík skrif með engum hætti mannréttindi svartra??
Skeggi Skaftason, 16.7.2012 kl. 17:33
Margir kennarar hafa skýrar skoðanir á ýmsum málefnum misjafnra manna/kvenna/barna, og liggja ekki á þeim skoðunum sínum utan skóla.
Hvað eigum við t.d. að gera við kennara sem segja sína skoðun utan skólaveggja, um að lesblinda og ADHD sé aumingjaskapur? Á ekki jafnt yfir alla kennara að ganga, samkvæmt mannréttindadómstóli Evrópu?
Eða snýst þetta mál Snorra um vandræðaleika pólitískra trúaröfga og stjórnsýslu-brenglun?
Það er alvarlegt ábyrgðarleysi af stjórnsýslunni, ef rétt reynist.
Verðum við að hafa staðgengil fullkomna Jesú Krists í barnaskólum landsins, til að friður náist? Hvar finnum við einhverskonar nútímalegan og fullkominn Jesús, til að kenna börnum þessa "kristna" kaupmanns-jólalands?
Þeir stjórnmálastýrðu kalla "kristna" jólalandið: Ísland.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.7.2012 kl. 17:51
Skeggi með gervinafnið - sem notar um leið mynd af Jóhannesi Brahms í stað sinnar eigin (!) - þetta er alls ekki sambærilegt: hjónabönd fólks af ólíkum kynþáttum annars vegar og hjónabönd samkynja fólks hins vegar. Nánast öll lönd leyfa og hafa leyft hjónabönd fólks af ólíkum kynþáttum, en aðeins mjög lítill minnihluti ríkja leyft hjónabönd samkynja fólks og þá einungis á síðustu árum.
Ef þú lest svo grein Raphaelu M.T. Schmid (sem ég hef margbent Þrymi á hér ofar, en hann virðist ekki ráða við að lesa), þá færðu traustar efnislegar ástæður til að fallast á réttmæti skoðana meirihluta mannkyns í þessu efni.
Ekki sér enn fyrir endann á kjánalegum skrifum Þryms og Óskars Helga hér á síðunni, og í stað röklegrar umfjölllunar hjakkar Þrymur enn í sama vorkunnverða farinu og bætir bara við fleiri dólgslegum ummælum um mig, með nýjum orðaleppum sem eru honum sízt til sóma, og samhengið hjá honum, sem á að gera þetta að sanngjörnum dómum (!), stenzt engan veginn.
Dæmi hér í síðasta innleggi hans: "... eltihrellisárátta manns sem ekki með nokkru móti getur sætt sig við að samkynhneigð er til staðar hvort sem fólki líkar það betur eða verr."
Þetta eru ruglskrif, hugarórar Þryms sjálfs, því að ég hef ekkert lifað í "ósætti" við, að sumir hafi þessar hneigðir og aðrir aðrar - ég ætti nú ekki annað eftir en að taka það allt inn á mig í formi vanlíðanar!
Annað dæmi: " ... hvað þú hefur skrifað margar greinar á netinu og í fjölmiðlum sem hafa beinst að samkynhneigðum og þeirra "syndsamlega" líferni."
Svar: Það er einungis í litlum minnihluta greina minna um þessi mál, sem ég hef fjallað um syndsemis-þáttinn. Þrymur kýs að horfa fram hjá öllu hinu, þar sem ég freista þess að ræða við menn (m.a. í tiltali til alþingismanna) út frá skynsemisrökum einum saman (um margvíslega efnisþætti), rétt eins og Raphaela Schmid gerir, enda átta ég mig alveg á því, að trúarrök ein saman ná ekki til þeirra, sem enga trú hafa eða einungis veika og óljósa, og að sífelld klifun á slíkum trúarrökum myndi sennilega einungis staðfesta sannfæringu eða grun margra um, að í raun sé engin skynsöm rök að finna fyrir því að neita þessum hópum um öll þau réttindi, sem þeir fara fram á.
Kristnum mönnum er það ætlað rétt eins og öðrum að nota skynsemi sína -- og beita þá m.a. rökum úr heimspeki, náttúrurétti, félagsvísindum, læknavísindum o.s.frv. -- ekki einungis einhverjum ritningargreinum, þótt í þeim sé vissulega stoð og hald.
Mönnum ber líka að taka hér tillit til lærdóma reynslunnar, og þar hafið þið ekki vinninginn, gömlu kunningjar mínir, en þið finnið hins vegar mörg dæmi um röksemdir og ályktanir byggðar á þeim grunni í skrifum mínum.
Að endingu, Þrymur: Sjálfur geturðu talið allar mínar greinar um þessi mál og önnur, ég ætla ekki að auka leti þína og hef sjálfur ærnum verkefnum að sinna þótt ég fari ekki að snattast fyrir þig í tímafreka talningu; hafirðu áhugann, skaltu gera þetta sjálfur, og hver veit nema þú verðir ýmislegs fróðlegs áskynja um leið!
Jón Valur Jensson, 16.7.2012 kl. 18:20
Leiðari Morgunblaðsins í morgun, sem ég benti Þrymi hér á, en hann hefur sennilega ekki hirt um að lesa ennþá, er hér: Nýr rétttrúnaður ekki betri en fordómarnir.
Ég get ekki birt hann allan hér, en leyfilegt er að vitna í klausur í blaðagreinum skv. prentlögum, og það geri ég, þetta er lokaklausan:
"... Nýjasta dæmið er þegar skóli í þeim góða bæ Akureyri lætur undan kröfum fáeinna einstaklinga, sem þó koma ekki fram undir nafni, og flæma hæfan kennara úr starfi fyrir að hafa haldið fram sínum skoðunum á samkynhneigð, ekki síst hjónabandi þeirra, á bloggsíðu, undir fullu nafni og vísað þar m.a. til síns biblíuskilnings til þess að árétta þær. Forráðamenn skólans eða fræðsluyfirvöld á þessum stað leggjast lágt og eru ekki að gera þeim málstað, sem þau sjálfsagt telja sig vera að styðja með þessu, neitt nema ógagn."
Vel mælt -- og löngu kominn tími til að umræðan hér fari aftur að snúast um þetta mál Snorra Óskarssonar og uppsögn hans (sennilega ólöglega og bótaskylda) úr kennarastarfi.
Jón Valur Jensson, 16.7.2012 kl. 18:32
Fordómar eru ekki skoðun sem á að umbera.
Skeggi Skaftason, 16.7.2012 kl. 19:41
Komið þið sæl; einn ganginn, enn !
Jón Valur !
Þér væri sæmst; sem hollast, að líta í eiginn rann, áður en þú tekur til við, að saka okkur Þrym, um kjánaskrif, ágæti drengur.
Mér sýnist; sem mestu kjánar og bjálfar þessarra mála allra, séuð þið Snorri Óskarsson - sem ENN haldið fram leirkofa speki Fornaldarinnar (Biflíunnar), og ætla mætti, að væruð nýkomnir ofan úr trjánum, Jón minn.
Ég tek nefnilega; meira mark, á kenningu Darwins gamla, en sólstings ruglinu, frá Móse karlinum, og öðrum áhangendum hans, fyrr og síðar, Jón Valur.
Vona; að ég hafi ekki farið, yfir móðgunarmörk ykkar Snorra, en yrði svo að vera, reyndist það, að nokkru.
Farðu svo; að jarðtengja þig við nútímann, Jón minn - (sá gul/græni, manstu, má vera einþáttungur - má vera fjölþráða).
Og svo; heimildir hvað, Jón Valur ?
Rök; hvað, Jón Valur ?
Hinar sömur kveðjur; sem aðrar /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 20:10
Nei einmitt Jón Valur - það kæmi sér ekki vel fyrir þig að fólk færi að lesa greinarnar þínar og ert þar af leiðandi ekki að benda fólki á þær þar sem þú kemur afstöðu þinnar til samkynhneigðar vel fyrir borð. Hvernig getur þú sagt að þú lifir ekki í ósætti við það sem þú kallar villu? Ef þér væri sama værum við tæpast að núast hér inni. Nú er úlfurinn farin að aka sér í sauðargærunni. Fordómarnir hitta þig sjálfan á endanum þótt þú vefjir þær í heimspekilegan silkipappír og bindir marglita slaufu ofna úr þráðum náttúruréttar, félags og læknavísindum. Mér nægir að hafa séð deilur þínar við aðila á blogginu hér áður til að hafa nægilega skýra skoðun á þessari áráttu þinni að geta ekki með nokkru móti látið saklaust fólk í friði.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 20:19
Skeggi, þú unir vel við að spara þér rök! Lítillátur ertu!
Óskar minn, líttu á greinar mínar um þessi mál, þar sérðu bæði rök og heimildir. En þú vilt kannski spara þér ómakið? Uppskeran verður þá eftir því.
Villan, í venjulegri merkingu, Þrymur, er ekki hneigðin (þótt þú japlir jafnan á henni engu síður en Snorri), heldur 1) röng kenning um kristið hjónaband; um það eru valdstofnanir Þjóðkirkjunnar nú í villu, 2) falsanir og þöggun, sem sumir ábúðarmiklir hafa beitt (dæmi), 3) hörð pólitísk stefna byggð á vanþekkingu og röngum forsendum og þær forsendur stundum vísvitandi látnar skyggja á sannleikann (dæmi); o.fl. mætti nefna.
Þú átt lítið hér eftir í pípunum, Þrymur, rærð fram í gráðið og þylur þína frasa í stað þess að takast nokkurn tímann á við forsendurnar og rökin. Votta þér samúð mína.
Jón Valur Jensson, 16.7.2012 kl. 22:32
Nei ekkert róið hér Jón Valur - ég er búin að segja það sem ég ætlaði að segja. Ég votta þér einnig samúð mína innilega að vera fastur í fangelsi hugans og geta ekki á heilum sér tekið að vera með stöðugt áreiti. Þetta framferði þitt hefur ekkert með trú að gera - miklu frekar væri að leita geðfræðilegra skýringa myndi ég halda.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 22:39
Sæl; sem miklu oftar - og fyrri !
Jón Valur !
Ég hygg; að ég haldi mig við nútímann og framtíðina, í stað þess að vera að elta ólar við, hvað menn sögðu fyrir 2 - 3000 árum, suður á Afríku og Asíu mörkum (Mið- Austurlöndum), ágæti drengur - og síðan.
Hefir fremur lítið, upp á sig.
Enda; nógsamlegt strögglið, í okkar veraldlega samtíma, þó ekki sé verið að elta ólar, við þá Móse - og aðra kalla, frá fyrri tíð, Jón minn.
Þannig; að heimilda fargan og rök, mega alveg rykfalla, fyrir mér, úr þessu.
Ítreka samt; stuðning minn, við ýmsa minnihlutahópa samtímans, sem verið er að bekkjast við, að óþörfu.
Vildi miklu fremur; skeggræða við þig - um hóflegt magn Sykurs og Mjólkur út í Kaffið, í tiltölulega skynsamlegum hlutföllum Jón Valur - eða; eftir því, hvað bragðlaukar hvers og eins, eru innstilltir á, hverju sinni.
Fjarri því; lakari kveðjur - en aðrar, áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 22:47
Ekki ferst þér nú að tala um áreiti, Þrymur. Þú ástundar hér markvissa ófrægingu mína vegna ýmissa átyllna, sem þú hefur þó verið gerður afturrreka með, þær verið afsannaðar, en aldrei viðurkennir þú það, eins og þér þó ber sem siðferðisveru (ekki rétt?), og ekki er sú þrákelkni þín til neinnar fyrirmyndar. Þú verður kannski ánægður, ef þessi lygaáróður þinn fer að "bera ávöxt" í hatursskrifum annarra?
Jón Valur Jensson, 16.7.2012 kl. 22:49
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/category/1491/
Það nægir alveg að lesa sig eftir þessum þræði til að vera viss af hvaða sauðahúsi skrif síðuskrifarans eru. Minn meinti lygaáróður er alveg óþarfur
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 23:02
Já, endilega farið inn á þennan vefþráð, góðir lesendur, auðveldara hér:
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/category/1491/
Ég er maður raka og heimilda, Þrymur, ólíkt þér. Og ekkert gaztu tilfært sem rangt í þessum skrifum mínum.
Jón Valur Jensson, 16.7.2012 kl. 23:22
Trúarbragða-brenglunin fær að vera í forgrunni í umræðunni, en ekki raunveruleikinn réttláti, sem finnst utan allra trúarbragða.
Kennarar og börn þessa lands eru ekki öfundsverð.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.7.2012 kl. 23:27
Stór færsluflokkur og yfirleitt neikvæðni í orðalagi gagnvart samkynhneigðum. Bendir til að þér sé uppsigað við þá og leitist við að vekja athygli á að þau fái engin rétttindi innan kristinnar kirkju. Sem þér fannst hneiksli þá þeim var leift að giftast í kirkju. Aftur kem ég að orðinu áráttu.
En hversvegna er þetta ofstæki þitt svo í garð samkynhneigðra? Þér er greinilega umhugað um að tæta þau í þig sem og alla sem blása á ofstæki þitt. Maður raka og heimilda - já ég sá könnun hjá þér þar sem þú bentir á eins og glaður krakki að ákveðið prósent af samkynhneigðum hefði snúið aftur til gagnkynhneigðar. Það kom hvergi fram í þeirri könnun hvort viðkomandi hefðu túrnerast vegna þrýstings frá samfélaginu þar sem fordómar og ofstæki þrífast rétt eins og hér á landi. Og hvort þau héldu áfram uppteknum hætti með sína kynhneigð í laumi. Er þá könnunin ekki handónýt?
Hinsvegar finnst þér þinn málflutningur í besta lagi þar sem hann er þitt helsta áhugamál og prinsip. Mér finnst málflutningur þinn einkennast af meinfýsni og áráttu manns sem getur ekki látið saklaust fólk í friði bara fyrir kynhneigð þeirra.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 23:38
Á ég að taka afstöðu gegn Kristi og postulunum um kristið hjónaband?! Ef ekki, bendir það þá til þess, að mér sé "uppsigað við" samkynhneigða sem slíka? En hvernig get ég þá umgengizt þá eðlilega (eins og ég geri)?
Raka-grunnur þinn er enginn, Þrymur, en fordómar þínir á mér nánast botnlausir.
Og hvaða "ofstæki"? Nefndu dæmi !!
Könnunin, sem þú víkur að, snerist um kynhneigð og hvot hún væri breytileg og fór EKKI fram hjá aðilum, sem andvígir væru samkynhneigðum, heldur HLYNNTIR þeim. Kinsey var sjálfur tvíkynhneigður.
Og "meinfýsni"-hjal þitt er jafnan óstutt rökum.
Greyið mitt! Og varstu ekki hættur að skrifa?
Jón Valur Jensson, 16.7.2012 kl. 23:50
Betra:
... og fór EKKI fram á vegum aðila, sem...
Jón Valur Jensson, 16.7.2012 kl. 23:52
Ha umgengstu samkynhneigða með þessa tendensa í skrifum þínum og afstöðu til þeirra mála. Ertu svona tvöfaldur í roðinu Jón Valur? Hvernig vinur ert þú eiginlega?
Ofstæki - merki ég annað en ofstæki úr grein þinni um giftingar samkynhneigðra? Ertu bara að hjala um þetta málefni eins og barn?
Ég veit um áráttu þína til að eiga síðasta orðið svo þetta getur orðið skemmtilegt
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 23:58
Bla bla, Þrymur, út í það endalausa.
En ég þekki marga samkynhneigða, og ekki kvarta þeir.
En þú og þínir líkar eruð nú líka alveg sér á báti.
PS. Og enga tilvitnun í nein orð gaztu komið með, sem bæri vott um "ofstæki". Eða er það bara einfaldlega bara "ofstæki" að vera með sjónarmið andstætt þínu um giftingar samkynhneigðra? En þá værirðu að lýsa um 35% Íslendinga haldna ofstæki og meirihluta mannkyns í leiðinni - en það býttar nú engu, er það nokkuð?
Jón Valur Jensson, 17.7.2012 kl. 00:22
Þrymur vinur og Óskar skoðanariddari...takk, ásamt þeim sem finnst ekki sjálfsagt að Snorri og Jón Valur hafi, með sínum skoðunum og skrifum sært hjarta mitt og svo margra! Takk, fyrir skilning á þvi að það er ekki á manneskjunnar valdi að fæðast hvít, svört, fötluð, gul, samkynhneigð, eða fl. en það er á okkar allra færi að berjast við það að vera GÓÐAR MANNESKJUR Í VERKUM OKKAR!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.7.2012 kl. 00:28
Blabla Jón Valur og 35% íslendinga og meirihluti mannkyns eru þá full fordóma. Eða var könnunin gerð á Grælandi milli 12 - 14 þegar þeir voru sem drukknastir. Hvernig vinur skyldi það vera sem vill ekki leifa samkynheigðu pari að giftast né að eignast börn og drekkur samt dús með þeim? Er það ekki hámark fígúruháttarins? En sem betur fer ræður þú engu öðru en þínu vefsvæði og getur fáa meitt og sært með afstöðu þinni til samkynhneigðra. En ég fer ekki ofan af því að þetta er gríðarleg áráttuþráhyggja hjá þér og þér eiginlega klappað lof í lófa fyrir einarðleik þinn í baráttu við samkynhneigðu vindmyllurnar.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 00:51
Anna - já eltihrellarnir eru alveg að fara á límingunum yfir því að 65% íslendinga finnst þeir verulega skrítnir og skilja ekkert í þessum mönnum. Meiri áráttuhegðunin þetta hjá þeim :-)
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 00:54
Grænlandi átti að standa!
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 00:55
og Guði sé lof Þyrmur að þú ræður bara þínu vefsvæði :-)
Þetta er orðið klikkað að maður má ekki hafa skoðanir hvort sem þær eru byggðar á trú eða einhverju öðru. Minnir á kommúnistaríki.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.7.2012 kl. 00:58
Þakka þér, Rósa vel mælt. Þrymur sækir hér einmitt að málfrelsinu. Svo kýs hann að þegja allt málefnalegt í hel, sem ekki samrýmist hans skoðun, þ.e.a.s. andmælir slíku ekki með rökum, en snýr sér að persónunni (Snorra og nú einkum mér), .að þykir ekki flottur umræðuháttur. En hann þagði t.d. við því, sem ég tilfærði hér (kl. 18:32 í kvöld) úr leiðara Moggans sl. morgun, hefur lítil eða engin svör haft við því skynsamlega sproki, þar sem tjáningarfrelsið er varið og jafnframt bent á, að of mikil harka meintra verjenda samkynhneigðra (gjarnan sjálfskipaðra riddara, sbr. Þrym hinn vígalega, Víga-Þrym, er það ekki verðugt nafn á hann, Vopna-Rósa?! ) getur einmitt leitt til þveröfugra áhrifa, enda er þess þegar farið að gæta, að nú sé pendúllinn byrjaður að sveiflast í hina áttina: mönnum blöskri þessi aðför að Snorra Óskarssyni.
PS. Hvergi hef ég talað um könnun meðal Grænlendinga, Þrymur, en þetta er eitt af því, sem vex út úr þínu eigin höfði, þegar þú vakir fram yfir miðnætti.
Reyndu nú að njóta svefnins, þú átt það skilið eftir allt þitt streð.
Jón Valur Jensson, 17.7.2012 kl. 02:46
... það þykir ekki flottur umræðuháttur.
Jón Valur Jensson, 17.7.2012 kl. 02:48
Jón Valur er svigmeistari í rökfiminni og kemur sér hjá að tala um það sem ég kom inná hér fyrr. Kýs frekar að gera létt grín að mér. Málfrelsið er öllum frjálst og ég er ekki að hefta það. Jón Valur segist vera á móti giftingum samkynhneigðra og að þau pör megi ekki eignast börn. Heitir þetta ekki að gera tilraun til að ræna fólk hamingjunni, leggja það í einelti og gera ítrekaðar tilraunir á ritvellinum að gera lítið úr vilja saklauss fólks?
Rósa, vilt þú lesa um þig særandi og meiðandi ummæli á netinu frá einstaklingi sem hefur eitthvað við þitt líferni að athuga? Það er nú meira kommúnistaríkið ef fólk má ekki verja hendur sínar fyrir slíkum eltihrellum.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 08:44
"Óvild Snorra Óskarssonar, forstöðumanns Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri, útí samkynhneigða, er partur af alþjóðlegri haturshreyfingu."
Hvítasunnumenn í Úganda og á Akureyri
Skeggi Skaftason, 17.7.2012 kl. 09:02
Þrymur, reyndu frekar að fást við þau rök, sem fram koma í greinum mínum: Samkynhneigðir jafnhæfir til barnauppeldis og aðrir? í Mbl. 6. maí 2006 og Samkynhneigðir vanhæfari en aðrir til barnauppeldis (á Kirkjunetinu, 21.02. 2006, Samkynhneigðir vanhæfari en aðrir til barnauppeldis).
Jón Valur Jensson, 17.7.2012 kl. 11:37
Afsakið tvítekninguna á seinni greininni.
Svo svarar Raphaela Schmid vel þínum sjónarmiðum, Þrymur.
Ætlarðu aldrei að komast í gegnum það að lesa þá grein?
Jón Valur Jensson, 17.7.2012 kl. 11:39
Snorri var starfsmaður skóla sem hefur það að markmiði að vinna gegn fordómum m.a. í garð samkynhneigðra. Það er ofur eðlilegt að skólinn vilji ekki hafa starfsmann sem vinnur gegn því markmiði, þó það sé í hans frítíma í krafti málfrelsis.
Ef þú rækir fyrirtæki, myndir þú vilja hafa mann í vinnu hjá þér sem notaði frítíma sinn til að skaða stafsemi fyrirtækisins, í skjóli málfrelsis?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.7.2012 kl. 12:52
Mig grunar að það muni vera “vilji Guðs”, eins og “bigot” Jón prelát Valur mundi orða það, að þessari umfjöllun ljúki.
Enginn er líklega eins hissa og pistlarhöfundar á því hvað þessi lélegi pistill setti í gang.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 13:30
Sæll Axel.
Ég veit um fjölmarga kennara og starfslið skóla og menntastofnana sem tjá sig um ýmis atriði. Mér finnst skoðanir þeirra margar hverjar rangar, einkennilegar og að mínu mati sumar fyrirlitlegar. T.d. mæla margir með því að Ísland afsali til Evrópusambandsins löggjafarvaldi og dómsvaldi sem feður okkar og afar lögðu mikið á sig til að ná hingað til Íslands og talið er til þeirrar stjórnskipunar sem allt samfélag okkar, þar með talið menntakerfið, byggist á. En mitt mat, eða mat meirihlutans eða valdhafa, er ekki réttur mælikvarði á það hvaða skoðanir eru réttar og hvaða skoðanir eru rangar - því síður á það að ráða því hverjir eiga að vera ráðnir eða reknir úr opinberum störfum. Þvert á móti eiga menntastofnanir að vera deigla ólíkra skoðana en um leið uppeldisstöð fyrir einstaklinga sem eru færir um að mynda sér sjálfstæðar skoðanir á því hvað þeim þykir réttast. Sjálfur gekk ég í skóla þegar samkynhneigð var álitin óeðli og öfuguggaháttur í samfélagi sem hrakti samkynhneigða, einkum samkynhneigða karlmenn, burtu frá Íslandi og til annarra landa. Þrátt fyrir þetta hef ég þá skoðun að samkynhneigð sé eðlilegur hluti hins mannlega eðlis og að kynhneigð persónu sé ekki spurning um rétt heldur einfaldlega staðreynd. Ég sé einfaldlega ekki ástæðu til að taka afstöðu til kynhneigðar fremur en augnlitar. Þetta stafar af þeirri staðreynd að ég, líkt og allir aðrir menn, hef dómgreind til að meta sjálfur hvað ég tel rétt og rangt - jafnvel þótt ég hafi sem barn lifað við allt aðrar aðstæður. Viðhorf samfélagsins sem ég lifði í sem barn breyta engu þar um. Börn nútímans eru ekki síðri en mín kynslóð. Það hvort einn kennari hefur samskonar skoðanir á samkynhneigð og allt samfélagið hafði þegar ég var barn, hefur þá væntanlega enn minni áhrif á viðhorf barna í Brekkuskóla heldur en viðhorf samfélagsins í æsku minni höfðu á mig.
Skoðana og tjáningarfrelsi eiga nú mjög undir högg að sækja. Hafi menn skoðanir, sem öðrum líkar ekki, eru þeir persónulega úthrópaðir í ræðu og riti án þess að fram fari vitræn umræða um málefnið. Stór fyrirtæki beita afli sínu gegn þeim sem fjalla um málefni sem þeim líkar ekki að fjallað sé um. Stjórnvöld og dómstólar koma með ákvörðunum sínum í veg fyrir að málefni sem eiga erindi við almenning séu rædd eða um þau ritað á opinberum vettvangi.
Ég tel að umfjöllun um samkynhneigð, byggð á ritningum trúarbragðanna líkt og umfjöllun á bloggsíðu Snorra, og hér í athugasemdakerfinu, sé af hinu góða því að hún afhjúpar þann veika og gallaða grunn sem fyrir skoðununum er. Þannig geta allir viti bornir menn séð rökin, grundvöllinn og villuna og tekið sjálfir upplýsta ákvörðun. Mannréttindabaráttu samkynhneigðra fleytir frekar fram en aftur við þetta því að málefnafátækt þeirra sem vilja hefta þau verður augljósari.
Ég má til með að nota tækifærið til að svara Skegga Skaptasyni sem ég reyndar efast um að noti sitt rétta nafn - sennilega af ótta við að verða rekinn úr starfi vegna skoðana sinna eða tjáningar þeirra. Hann spyr hvort það snerti ekki mannréttindi þeirra ef ég mundi blogga um að svartir menn séu vitgrannir og að banna eigi hjónabörn svartra og hvítra. Þessu svara ég neitandi. Ef ég mundi segja að svartir menn væru vitgrannir, þá væri það ekki einungis augljóslega rangt, heldur sennilega einnig hegningarlagabrot (skrif Snorra Óskarssonar voru það ekki sbr. ákvörðun Ríkissaksóknara vegna kæru á hendur Snorra). Það væri jafnaugljóslega rangt og það er rangt að segja að samkynhneigð sé neikvæð eða synd. Enga samsvörun er að finna milli hörundslitar og greindar enda ekki tekist að sýna fram á að þeir sem eru ljósir á hörund tapi greind með því að liggja í sólarlömpum eða að menn komi vitrari heim úr sólarlöndum heldur en þeir fóru þangað. En ef ég mundi segja að banna ætti hjónabönd svartra og hvítra - þá hefði það engin áhrif á mannréttindi hvítra og heldur ekki þeirra sem eru dekkri á hörund. Þetta getur þú, Skeggi, sjálfur prófað. Þú einfaldlega skrifar þessi orð í næsta komment, flettir svo uppheimasíðunum með mannréttakafla stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu og sáttmálum Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi og athugar hvort þau hafa eitthvað breyst. Ég get fullvissað þig um að þau munu standa óbreytt, alveg eins og að ákvæði þeirra stóðu óhögguð eftir skrif Snorra Óskarssonar á bloggsíðu hans.
Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 13:31
Magga Pála Hjallastefnuskóla-stofnandi verður skólastjóri á Tálknafirði næstkomandi vetur.
Af hverju skyldu tálknfirðingar velja hana sem skólastjóra?
Skyldi það hafa eitthvað með það að gera, að skólayfirvöld opinbera skólakerfisins eru að kosta miklum fjármunum í að gera stöðu barna og kennara óbærilega með pólitísku stjórnleysi og ómannúð.
Valdalausir foreldrar eiga svo að leysa þetta stjórnsýslu-vandamál skólayfirvalda, barna og kennara. Þar með hafa heimilin verið dregin niður í þetta stjórnmála-svað sem grunnskólar landsins eru orðnir.
Sum heimili eru undirlögð af þessari óviðráðanlegu brenglun skólayfirvalda.
Snorri og hans orð og verk eru ekki vandamál, heldur ábyrgðarlaus stjórnsýslan og skólayfirvöld.
Á Íslandi telja flestir að sé málfrelsi og trúfrelsi, hjá öllum persónum, óháð því hvaða starfi þeir sinna. En er það svo í raunveruleikanum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.7.2012 kl. 13:39
tjáningarfrelsi, átti þetta frekar að vera en málfrelsi
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.7.2012 kl. 13:43
Og ekki má gleyma skoðanafrelsinu, sem aldrei verður hægt að hefta.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.7.2012 kl. 13:45
Þetta eru merkilegar umræður. Það er eins og landsmenn séu gjörsamlega búnir að gleyma Stjórnarskrá Íslands:
"73. grein
Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.
Skýrara getur það vart verið. Ég vil vinsamlegast benda löndum mínum á að það skiptir nákvæmlega engu máli hvaða prívatskoðanir menn hafa á Snorra í Betel. Snorri er Íslendingur og þ.a.l. er óheimilt að skerða tjáningarfrelsi hans, skoðanir og sannfæringu." (http://www.snerpa.is/net/log/stjornar.htm)
Ku-Klux-Klan aðferðir bæjarstjórnar Akureyrar dæma sig sjálfar.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 16:33
Sæll Þyrmur - þú ert alveg yfirþyrmandi
Ég ætla að svara spurningu þinni: "Rósa, vilt þú lesa um þig særandi og meiðandi ummæli á netinu frá einstaklingi sem hefur eitthvað við þitt líferni að athuga? Það er nú meira kommúnistaríkið ef fólk má ekki verja hendur sínar fyrir slíkum eltihrellum."
Hef oft lent í því hér á blogginu að fólk hefur viðhaft særandi og meiðandi ummæli um mig en ég sem betur fer er ennþá bein í baki. Jú ég reyndi að verja mig en það tókst ekki betur en það að þá fékk ég enn meiri haturskrif, níðróf og hatursskrif en það er allt fyrirgefið.
Guð veri með þér
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.7.2012 kl. 17:37
http://www.pressan.is/frettir/lesafrett/yfirmadur-barnaverndar-sakadur-um-kynthattafordoma---hvad-mun-akureyrarbaer-gera-i-malinu
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.7.2012 kl. 18:12
Rósa, þú stendur þig glæsilega hér. - Tek líka undir með Hilmari.
Ég á svo eftir að lesa almennilega athyglisvert innlegg Hreiðars hér.
Svara Axel Jóhanni á eftir.
Haukur Kristinsson er við sama heygarðshornið, vesalings maðurinn, pg getur ekki tjáð sig skýrt á íslenzku.
Jón Valur Jensson, 17.7.2012 kl. 21:05
Ég skora á Kjartan Eggertsson, síðuhöfund að binda endi á umræðuna. Þetta er orðin tóm vitleysa. Jón Valur gengur hér berserksgang með 45 ummæli, ömurlegar langlokur, þar sem hann endurtekur fordóma sína og anachronistisk viðhorf aftur og aftur. Honum er enginn greiði gerður með því að halda umræðunni gangandi.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 22:02
Haukur, ég hef ekki nennt að lesa innleggin þín en mér sýnist þau vera orðin mörg :-)
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.7.2012 kl. 00:03
Svo þýðir lítið þegar maður er kominn í þrot að biðja síðuhöfund um að binda endi á umræðuna. Getum við ekki sagt, sá vægir sem vitið hefur meira og í þessu sambandi hættir þú Haukur og getur verið kátur að vera ljóngáfaður að hætta að þrasa?
VERNDUM MÁLFRELSIÐ.
Shalom
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.7.2012 kl. 00:06
Hvaða kjaftæði er þetta um málfrelsi, hefur Snorri verið sviptur málfrelsi og tjáningarfrelsi, bullar hann ekki út í eitt eftir sem áður?
Brottrekstur Snorra snýst ekkert um málfrelsi hans, heldur þá staðreynd að Snorri notar málfrelsi sitt til að grafa undan stefnu skólans, hvar hann kenndi, í baráttu skólans gegn fordómum hverskonar.
Ég held að Snorri vildi ekki hafa í sínum söfnuði einstakling sem gerði hvað hann gæti til að grafa undan starfi safnaðarins utan safnaðarins. Ég held að þá fengi tjáningarfrelsið aðra merkingu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.7.2012 kl. 00:28
Nei, Axel Jóhann, Snorri gróf ekki undan skóla sínum, honum voru sérstaklega þökkuð þar "vel unnin störf". Bíddu bara eftir lokaúrskurði um þessi mál, sem væntanlega fara í dómsferli. Saksóknari hefur þegar hafnað lögsókn annarra gegn Snorra. Nú getur Snorri sjálfur og þarf að höfða sitt mál gegn yfirvöldum á Akureyri.
Og Haukur Kristinsson, ekki-innlegg þín -- innihaldslaus nema einkum að fordómafullum aðkasts-orðum -- eru vissulega færri en innlegg mín, en það gerir þín ekki merkileg fyrir vikið!!
Hér hef ég einkum þurft að vera í varnar-stöðu og varnar-hlutverkinu, annars vegar fyrir Snorra (og þó ekki allt hjá honum, eins og ég hef margtekið fram hér og annars staðar) og hins vegar til að svara hvatskeytlegum aðfinnslum og vaxandi árásum Þryms Sveinssonar, öðrum fremur.
Það sama liggur að baki flestu í skrifum mínum um þessi mál: að ég hef séð fulla nauðsyn til að verjast villandi áróðri ýmissa hávaðasamra í þessum málum, og það hef ég gert með hag samfélagsins fyrir augum, sem og kristindóms og kirkju.
Nú liggur Þjóðkirkjan í hreinni uppgjöf vegna þess að EKKI var leitað þar til grasrótarinnar, hinna virku trúuðu í söfnuðunum, eins og þó hafði verið lofað. Vera má, að grasrótin taki sig saman um uppreisn gegn sinni hálauna-yfirstétt, sem ráðið hefur þessum málum (einkum prestastéttin), þ.e.a.s. uppreisn vegna villuferðar prestanna inn í hjónavígslu fólks af sama kyni, þvert gegn orðum Jesú Krists um hjónabandið. Þó örlar varla neitt á slíkri uppreisn enn, og þykir mér því hitt líklegra, að einlægt trúaðir hverfi þaðan til annarra kirkjusamfélaga, svo sem Hvítasunnuhreyfingarinnar, Íslensku Kristskirkjunnar (lútherskrar fríkirkju Friðriks Schram), kaþólsku kirkjunnar eða hinnar orþódoxu, sem nú vex ásmegin hér á landi. Hliðstæðrar þróunar gætir a.m.k. á Englandi.
Jón Valur Jensson, 18.7.2012 kl. 02:09
Jón Valur Jensson maður raka og heimilda. Þér þykir það líklegra að einlægt trúaðir þ.e meðlimir þjóðkirkjunnar snúi sér til annarra kirkjusamfelaga. Hefur þú heimildir fyrir þeim musteringum hversu margir sem sögðu sig úr þjóðkirkjunni gengu yfir í önnur kirkusamfelög. Þú hefur sýnt að meðferð þín á tölum og statík er nákvæm og ábyggileg. Kondu nú með svar hversu mörg prósent af þeim einlægt trúuðum sem sögðu sig frá þjóðkirkjunni gengu til liðs við önnur kirkjusamfelög. Nú er það svo að sá sem gengur um með fordóma má búast við fá að kenna á fordómum í eigin heilkristna garð.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 13:07
Ég get upplýst varðandi innlegg Þryms hér að ofan að þegar ég sagði mig úr þjóðkirkjunni var ég skráður utan trúfélaga og er enn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.7.2012 kl. 19:36
Axel, Snorra var sagt upp vegna skrifa sinna á einkabloggi en ekki vegna starfa sinna hjá Brekkuskóla. Hann var alls ekki að grafa undan skólanum hvorki til hægri né vinstri. Hvernig stendur á því að þú skulir ekki greina þarna á milli?
Leitt að heyra að þú sért hættur í þjóðkirkjunni - Get þá sennilega ekki fengið þig með mér í kirkju ef ég heimsæki Grindavík einhvern tímann.
SHALOM/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.7.2012 kl. 20:54
Þyrmur skrifar: "Kondu nú með svar hversu mörg prósent af þeim einlægt trúuðum sem sögðu sig frá þjóðkirkjunni gengu til liðs við önnur kirkjusamfelög."
Finndu þessa prósentutölu sjálfur og upplýstu mig.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.7.2012 kl. 20:56
Þrymur skrifar: Ég spurði Jón Val Jensson og ætla honum að svara þessu.
Snorri er trúeltihrellir sem ekki getur með nokkru móti séð saklaust fólk í friði. Tilraun hans til að lauma sér inn í raðir kennara til að spúa þar eitri sínu yfir saklaust fólk og ala á fordómum meðal óharnaðra barna er frekar leim. Hinsvegar eru til aðrar aðferðir en að reka fólk. Það má t.d leggja stöðuna niður og þakka kurt og pent fyrir sig.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 23:31
Ekki lízt mér á þig, Þrymur, og sýnist mér þetta fara dagversnandi hjá þér, í þessu tilviki andi þinn gagnvart manninum sem missti vinnuna, honum Snorra Óskarssyni.
Ætlarðu svo í alvöru að éta hattinn þinn, ef hann vinnur lögsóknarmál á hendur Akureyrarbæ?
"... og þykir mér því hitt líklegra ..." sagði ég í síðasta texta mínum hér ofar. Greinilega var þetta ágizkun hjá mér, ekki fullyrðing um neitt, sem ég teldi mig vita, og vel þekki ég tregðulögmálið meðal Íslendinga, bæði í stjírnmálum og trúmálum. Þó má geta þess, að Íslenska Kristskirkjan varð til eftir ósætti leiðandi manna hennar við þá samkynhneigðarstefnu, sem þá (1996) var komin til innan Þjóðkirkjunnar, og átti sú stefna þó eftir að verða mun eindregnari.
Ekki veit ég, hve margir tilheyra Íslensku Kristskirkjunni, en Þrymur hefur örugglega mikinn áhuga á því og getur nú farið á stúfana að kanna málið.
Jón Valur Jensson, 19.7.2012 kl. 03:21
Ég þarf ekkert að éta neinn hatt þar sem vankunátta Akureyrskra embættismanna í að meðhöndla trúareltihrella og eiturnöðrur gaf þeim tækifæri á að snúa málfrelsinu með sínum óæskilega einka boðskapi.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 09:56
http://www.mbl.is/frettir/kosning/2012/06/29/baratta_byggd_a_osannindum_og_nidrogi/
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2012 kl. 10:29
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/02/kaeru_a_hendur_snorra_visad_fra/
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2012 kl. 10:42
http://www.pressan.is/frettir/lesafrett/yfirmadur-barnaverndar-sakadur-um-kynthattafordoma---hvad-mun-akureyrarbaer-gera-i-malinu
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2012 kl. 10:45
En þegar málfrjálsi hatursásóður Snorra gæti leitt til þess að samkynhneigt ungmenni brotni og fari út og hengi sig. Merkir þá Snorri samviskulega í biblíuna sína"einum hommanun færri í nafni málfrelsins" Í drottins nafni?
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 19:06
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1249871/
Hvað er þetta annað en ein greinin sem áráttuþráhyggjan rekur manninn áfram ... nú eru það transgender sem verða fyrir barðinu á honum. Hann kemur lævíslega að stað jábræðrakórsumræðu um að það sé alveg forkastanlegt að fólkið fái fyrirgreiðslu hjá ríkinu. Á þessi árátta sér engin takmörk? Nú er það svo að verulegt heilbrigðisvandamál hlýst af notkun ríkisfíkniefnanna áfengi og tóbaki. Skattborgararnir bera 99,99% þyngri byrði af sjúklingum sem líða fyrir áfengis og tóbaksnautn sína. Ekki segir maðurinn orð yfir því enda enginn í þeim sjúklingahópi sem fellur inn í áráttu og eltihrellisramma Jóns Vals Jenssonar á hendur samkynhneigðum og nú transgender og öðru afbrigðilegu sem samræmist ekki hans gullna geislabaugsramma.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 19:31
Ég spyr nokkurra spurninga í fyrri hluta pistils míns, sem Þyrmur vísar í, en í seinni hlutanum vísa ég í og birti úr fróðlegri Pressufrétt um málið frá því í vetur.
Er nú líka orðið óheimilt að spyrja spurninga um kostnað? Veit ég vel, að hrikalegur kostnaðurinn var falinn í frumvarpinu, en á það að gera okkur öll meðvirk með þeirri þagnarstefnu?
Jón Valur Jensson, 19.7.2012 kl. 22:30
Dáltið sérkennilegt að þú veljir einmitt þetta mál öðrum fremur sem brenna á heilbrigðiskerfinu. Engin þöggun
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 23:19
Bréf Páls til Rómverja 13:13
Framgöngum sómasamlega eins og á degi, ekki í ofáti né ofdrykkju, ekki í saurlífi né svalli, ekki í þrætu né öfund.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2012 kl. 23:21
Það brennur mjög á heilbrigðiskerfinu, Þrymur, ef þú skyldir ekki hafa tekið eftir því, að það er ekki fé til bráðnauðsynlegra aðgerða. Biðlistar lengdust gríðarlega, t.d. um mörg hundruð manns bara vegna tveggja trgunda aðgerða, árið 2011 og hafa enn haldið áfram að aukast mjög verulega á þessu ári. Missti t.d. maður einn fót fyrir neðan hné vegna þess, eins og fram er komið í fréttum. Þeir, sem bíða aðgerða, skipta nú þúsundum, og biðtíminn hefur á stuttum tíma lengzt úr þremur mánuðum í sex mánuði að meðaltali. Þó kostar hver slík aðgerð, sem þar er um að ræða, afar lítið brot af kostnaðinum við hverja kynbreytingaraðgerð. Ert það ekki þú sjálfur, sem vilt þagga niður þá staðreynd? - Alþingi keyrði þó áfram á þetta kynáttunarfrumvarp og vogaði sér ekki einu sinni að spyrja eða upplýsa um kostnaðinn. Það er þó eflaust fyrirmyndarstjórnsýsla í þínum óglöggu augum.
Jón Valur Jensson, 20.7.2012 kl. 00:09
...og þú ert ekki að stunda þrætu hérna Rósa?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2012 kl. 00:35
Hvaðan færð þú þá flugu í höfuðuð Jón Valur Jensson að ég sé yfir höfuð að þagga eitthvað niður? Þótt ég sé að benda á meinta áráttu ykkar Snorra Óskarssonar að hrauna yfir samkynhneigða, transfólk. Að þið getið ekki með nokkru móti látið þetta fólk í friði. Væntanlega vilt þú ekki draga til þá staðreynd að ástandið í heilbrigðiskerfinu eru afleiðingar útrásarvíkinganna sem enginn vill þó benda á. Læknamistök voru gerð hér þótt nægur peningur væri til verka.
T.d biðlistanrir séu í boði Hannesar Smárasonar ?
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 10:15
ágæti Kjartan Eggerstsson!
,,Það er mjög mikilvægt fyrir samkynhneigt fólk að læra að umgangast og virða fólk sem hefur efasemdir um rætur samkynhneigðar"
Þessi lokasetning í færslunni er býsna athygli- bæði og umhugsunarverð. Telur þú til dæmis og þá stutt einhverjum rökum, að mál Snorra Óskarssonar sé dæmi um að samkynhneigðir sérstaklega hafi ekki virðingu til að bera eða vísdóm gagnvart hans viðhorfum til þeirra? Eða með öðrum orðum, er vandinn í máli Snorra fólgin í að samkynhneigðir "kunna ekki að umgangast hann og skilja ekki viðhorf hans?"
Magnús Geir Guðmundsson, 20.7.2012 kl. 15:11
Athugaðu, Magnús Geir, að formaður Samtakanna 78 tók þó sérstaklega fram, að hann fagnaði ekki uppsögn Snorra Óskarssonar úr starfi. Þannig reynast sumir hávaðasamir aðrir, eins og hann Þrymur hér, ganga miklu lengra en samkynhneigðir sjálfir í þessari umræðu.
Og vesalings Þrymur heldur hér áfram eftir alla sína þöggun um kostnaðinn gífurlega og fjársvelti spítala til nauðsynlegra læknisaðgerða. Ég er alveg viss um, að hefði hann misst fótinn fyrir neðan hné vegna hálfs árs biðlista eftir hnéaðgerð, hefði hann ekki fengið mikla fróun út úr því að kveða upp úr með þessa speki sína: "Ó key, ég verð bara að bíta í það súra epli og sætta mig við, að þetta er "afleiðing útrásarvíkinganna" og sér í lagi í boði Hannesar Smárasonar!"
Og hvar hef ég "hraunað yfir samkynhneigða og transfólk" - t.d. með hvaða orðum í mínum mörgu innleggjum á þessari löngu vefslóð eða í pistlinum Sjálfsagt mál? (og viðauki) á mínu Moggabloggi?
Jón Valur Jensson, 20.7.2012 kl. 17:55
Þú kemur af stað lymskulegri umræðu með því að benda á að transfólk eigi ekki rétt á fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu. Notar langa biðlistana sem skjöld og bendir á hvað það sé óeðlilegt að einn hópur umfram aðra fái notið aðstoðar við sitt heilbrigðisvandamál. Þar ertu að stuðla að flokkadráttum veslings Jón Valur eltihrellir með alla þína áráttu sem samkynhneigðir og nú transfólk má þola af þinni hálfu. Hvar sérð þú þöggun hjá mér? Tilraunir þínar eru næsta máttlausar að kovera eltihrelluna hjá þér með því að ég sé að þagga niður í þér. Ég hef áður bent á slóðir á þínu vefsvæði og þú sjálfur lagt sjálfur inn slóðir á skrif þín einkasíðu þinni sem leiða sterklega til áráttu þinni að gera samkynhneigðum sem leiðast lífið bara sökum þess að þú getur ekki með nokkru móti látið af eltihrellisósómanum gegn þessu fólki og látið það í friði. Meiri áráttuþráhyggjan sem þjakar þig svona dagsdaglega.
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 18:07
Ef einhver er að eltast við einhvern hér, ert það þú, Þrymur minn.
Það hrífur svo sem ekkert á mig, en er þeim mun sorglegra með svo vænan mann sem ég taldi þig vera. Þú komst nú færandi hendi í hús mitt með bókargjöf, Heilaga kirkju eftir Stefán frá Hvítadal, ég þakka þér enn og aftur fyrir hana, en ekki varstu þá að kvarta yfir skrifum mínum um samkynhneigðramál, heldur virtistu alveg kunna að meta mig, og hafði ég þó ritað víðar og eindregnar um ýmsa þætti samkynhneigðramála fram til þess tíma heldur en nú um stundir. Sýnist mér þú hafa tekið einhverjum sinnaskiptum síðan þá, en ekki færðu hrós fyrir það.
Ég spurði nokkurra spurninga um kostnaðinn við kynskiptiaðgerðir, rétt er það, þótti þér það ófyrirsynju? Hvað ef kostnaður við hvert tilfelli fer upp í 70-80 milljónir, Þrymur? Skiptir kostnaðurinn kannski engu máli, bara hitt, að þau fái sinn forgang að heilbrigðiskerfinu, meðan skorið er niður í þjónustu við aðra?
En hvað um kostnaðarþátttöku af þeirra hálfu, eins og nú tíðkast um ýmsa þjónustu í heilbrigðiskerfinu? Ég er ekki að spyrja um 50 eða 30%, en hvað um 10 eða 5% eða þó ekki væri nema 2% ?
Má kannski ekki spyrja? Ef ekki, geturðu haldið áfram að klifa hér á orðum eins og "áráttu", "eltihrellu" o.s.frv. Þótt skynsamt fólk líti ekki slík aðkasts-orð jákvæðu auga, virðast sumir samt álíta það þess virði að reyna að hræra upp í öðrum með þess háttar áróðri og endurtaka hann sem oftast, þótt engin séu rökin. Ekki öfundsvert, lagsi, það sem þú leggur fyrir þig.
Jón Valur Jensson, 20.7.2012 kl. 21:16
Ég bað þig einfalds greiða þá ég misteig mig á ritvellinum sem þú hefðir auðveldlega getað lagað en kaust að hæða mig þess í stað. Þá varð mér ljóst hvert innræti þitt var. Ég stend á þeim orðum um áráttu og eltihrellisáráttu þína í garð saklauss fólks sem fæst ber hönd fyrir höfuð sitt sökum einhliða áróðurs þíns þess í garð.
I leave you, hoping that the lamp of liberty will burn in your bosoms until there shall no longer be a doubt that all mean are created free and equal
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 21:55
Engar árásir hef ég verið hér með á samkynhneigða né transfólk, Þrymur. Hvergi hef ég atyrt það hér né annars staðar. Jafnvel hliðstæðu við 1/10 af því, sem þú hefur skrifað hér af skammaryrðum um mig, sérðu ekki í mínum innleggjum um þetta fólk. Ef þú efast um þá staðhæfingu mína, farðu þá í gegnum öll mín innlegg hér, þá þarftu ekki að efast lengur. Ég ber engan kala til þessa fólks og vil því aðeins vel. Það mættu gjarnan vera mín síðustu orð í þessari umræðu - og í nafni gamals vinarþels: Gangi þér sjálfum vel.
Jón Valur Jensson, 21.7.2012 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.