29.11.2011 | 21:47
Nú vitum við hvað má og hvað ekki má.
Nú vitum við hvað má og hvað ekki má. Var þetta ekki einmitt svona í Sovét. Ég hélt að þetta félag, Reykjavíkurborg væri bara rekstaraðili grunnskólanna og hefði ekki löggjafarvald. Geta borgarfulltrúar og embættismenn borgarinnar ákveðið hvaða helgileiki börnin megi flytja á jólunum? Og nú geta börnin bara ákveðið að taka ekki þátt í hinu og þessu, hvar sem þau eru á vegum grunnskólanna, - a.m.k. þegar farið er í kirkjuheimsókn. Ætli þessar kirkjuheimsóknarreglur flokkist ekki undir mannréttindalög. En agavandamálin í grunnskólunum, ætli þau fari batnandi eftir því sem slíkum reglum fjölgar? Eitt er víst; allur þessi málatilbúnaður mannréttinaráðs, menntaráðs og borgarráðs var óþarfur. Það voru engin vandamál og samkipti grunnskóla og þjóðkirkju hefði frekar átt að auka og styrkja. Ekki veitir af að kenna þessari þjóð góða siði.
Með sama sniði og fyrr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já einmitt, þjóðkirkjan að kenna góða siði; Góður þessi.
Hefur þú nokkuð alið manninn undir steini í dimmum helli undanfarið?
Foreldrar ættu að varast að láta aðra um að fara með börn í trúarstúss.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 22:07
Doctor E, ertu nokkuð blindur á það góða við kirkjuna?
axel (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 22:22
Axel, réttlætir hið góða við kirkjuna allt hið slæma?
Til Kjartans:
Ég er mjög fylgjandi því að börn í leik- og grunnskólum borgarinnar verði leidd í Valhöll og látin þylja stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Ég hef fulla trú á að það myndi gera landinu okkar gott að ala kynslóð af efnahagsþenkjandi íhaldsmönnum sem halda sjálfstæði lands og þjóðar á lofti. Þrátt fyrir það geri ég mér jafnframt grein fyrir því að með þessu væri ég að taka framfyrir hendurnar á þeim foreldrum sem eru mér ósammála. Ég væri að brjóta réttindi þeirra foreldra sem kjósa að ala börnin sín upp við sósíalískar hugsjónir eða þeirra sem halda börnunum alfarið fyrir utan pólitík. Í þessu sambandi breytir engu þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé lang stærsta stjórnmálaafl Íslands - að við séum sjálfstæð þjóð sem byggir á sjálfstæðum gildum. Skrambinn sjálfur, við vorum meira að segja sjálfstæð áður en landið var kristnað. Við megum ekki brjóta á þeim sem eru okkur ósammála, þó við séum fleiri.
Að öllu gríni slepptu þá er í vísindum almennt gengið út frá því að menntastofnanir eigi að vera hlutlausar þegar kemur að lífs-, trúar- eða stjórnmálaskoðunum, einfaldlega vegna þess að leiðbeinandi á að fræða en veita nemandanum frelsi til að mynda sér skoðanir sjálfur. Það má vel vera að mörg börn séu alin upp á heimilum þar sem kristni er í hávegum höfð, en mér mistekst að sjá hvers vegna sú skylda þurfi einnig að vera á höndum skólanna. Við stöndum frami fyrir því að annað hvort halda áfram að innleiða skoðanir meirihlutans í hug barna fólks sem er meirihlutanum ósammála eða við getum tryggt hlutleysi skólanna sem menntastofnanna með engum tilkostnaði. Dæmið er ekkert gífurlega flókið.
Ennfremur kvað Jesú að við skildum gjalda keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er. Að því sögðu lýsi ég undran á afstöðu kristinna Íslendinga, sem margir vilja halda ríkisvaldinu og kikjunni í einni sæng.
Dagbjartur G. Lúðvíksson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 23:20
Að þessu sögðu langar mig jafnframt til að falast eftir rökstuðningi á þeirri fullyrðingu þinni að styrking þjóðkirkjunnar innan grunnskóla haldist í hendur við bætta siði.
Dagbjartur G. Lúðvíksson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 23:24
Dagbjartur:
Maðurinn er í eðli sínu villidýr. Þetta villidýr hefur hefur þróað með sér það sem kallað hefur verið skynsemi. Skynsemin er byggð á hugsun og vitneskju. Maðurinn fæðist ekki með neina vitneskju. Og þess vegna er nauðsynlegt að börn fái kennslu og þjálfun í því hvernig best er að lifa og komast af í þessum heimi, annars verða þau bara villidýr. Það besta sem við höfum af kenningum og efni um það hvernig við getum lifað og starfað í sátt og samlyndi er úr kenningum kritindómsins. Flestar aðrar kenningar og hugmyndir eru mótaðar af kristindómnum. Engin siðaboðskapur er betri en kenning Jesúm Jósepssonar frá Nazaret. Kenningar Jésum eru einfaldar og auðskiljanlegar og virka.
Kjartan Eggertsson, 30.11.2011 kl. 09:40
Það er skelfilega algengur misskilningur Kjartan að Biblían sé uppruni góðs siðferðis og mannréttinda.
Þrátt fyrir að Biblían kveði á um að maður eigi að koma fram við náungann eins og maður vill að komið sé fram við mann sjálfan þá misferst henni að taka á ýmsum atriðum sem við teljum í dag til grundvallarmannréttinda. Þ.m.t. tjáningarfrelsis, jafnrétti kynjanna og banni við þrælahaldi. Biblían er til marks um það sem taldist til almennra mannréttinda á þeim tíma sem hún var skrifuð. Hún bætti engu þar við en frá þeim tíma hefur sýn okkar á þessi málefni tekið stakkaskiptum til hins betra.
Varðandi siðferði þá benda kristnir á boðorðin, sem m.a. banna þjófnað og morð (en ekki nauðgun og mansal), og vilja meina að án þeirra hefðum við ekkert hlutlægt mat á hvað teljist siðferðilega rétt. M.ö.o. að grundvallarmat á hlutlægt siðferði liggi í boðorðunum 10. Rökvillan sem þessu fylgir sést bersýnilega ef við köfum ofan í siðferði sem slíkt. Við getum gefið okkur að siðferði fólks eigi sér annað hvort uppruna hjá æðri máttarvöldum eða byggist á algildum og ófrávíkjanlegum náttúrulögmálum. Við getum spurt hvort það að breyta rétt sé gott vegna þess að Guð sagði það vera rétt eða hvort Guð bauð okkur að breyta rétt vegna þess að það sú háttsemi sé rétt felst í eðli heimsins? Þ.e. hvort Guð sé upphaf góðs siðferðis eða ekki. Ef við göngum að því sem vísu að það sé gott að gera rétt vegna þess að Guð sagði það vera rétt, þ.e. að hann sé upphaf siðferðis, vitum við einnig að hann hefði geta gert hvað sem er að réttri háttsemi. Það væri rétt að ljúga ef Guð hefði boðið að það væri rétt að ljúga. Þá getur fólk freistast til þess að segja að guð myndi aldrei segja okkur að ljúga. En hvers vegna ekki? Guð sem er skapari himins og jarðar getur boðið hvað sem er og orð hans skilgreina hvað er rétt. Þar af leiðandi, með því að segja „X er gott“ erum við að segja „X er orð Guðs.“ Fullyrðingin Guð er góður er samkvæmt þessu þá Guð er í samræmi við orð Guðs (tilbiðjum Guð vegna þess að hann er góður skv. sinni eigin skilgreiningu á því sem gott er). Ef við aftur á móti gefum okkur að til sé hlutlægur mælikvarði á siðferði, sem felst í mati á því sem gerir samfélagið okkar að sem bestum stað fyrir okkur og börnin okkar, erum við jafnframt að segja að til sé mælikvarði á rétt og rangt sem er leiddur af eðli hlutanna en ekki orðum Guðs. Þ.e. við getum gert okkur hugmyndir um hvað sé rétt eða rangt án þess að lesa um það í Biblíunni. Með því erum við jafnframt að hafna þeirri fullyrðingu að siðferði eigi sér upphaf hjá Guði, heldur að það finnist í náttúrulögmálum sem eru honum æðri.
Það að maðurinn sé villidýr sem þurfi að hræða til góðrar hegðunar (þ.e. „breyttu rétt eða brenndu í helvíti“) er hræðileg lygi. Við erum fullfær um að móta okkur siðferðilegar reglur og kenna börnunum okkar án þess að segja þeim að Jesú elski bara þá sem iðrist. Þeim, sem kjósa að innleiða siðferðisvitund í börnin sín með þessum hætti, er og ætti að vera það frjálst. Það er misskilningur hjá þér að sú aðferð sem þér var kennd sé ein, réttust og best og enn stærri misskilningur að það sé réttlætanlegt að þröngva henni upp á alla. Mér þætti ráð að kanna trúrækni á meðal afbrotamanna á Íslandi, því ef þú hefðir rétt fyrir þér, með að enginn siðferðisboðskapur sé æðri þem sem Biblían kennir, þá ætti hlutfall þeirra sem telja sig kristna í fangelsum að vera langt um lægra en hlutfall kristinna meðal löghlýðinna borgara landsins og trúlausir ættu að sprengja skalann í fangelsunum.
Dagbjartur G. Lúðvíksson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.