20.2.2011 | 22:07
"Dómstólaleiðin"
Skrýtið að menn skuli gefa sér það fyrirfram að Bretar og Hollendingar höfði mál gegn Íslendingum. Hvernig getur Lárus Blöndal fullyrt að það sé skýrt að höfðað verði mál ef Icesavelögin verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hvaðan hefur hann þær upplýsingar?
Bretar og Hollendingar græða ekkert á því að höfða mál gegn Íslendingum. Þeir geta höfðað mál gegn slitasjórn Landsbankans og haft eitthvað upp úr því krafsi. En að höfða mál gegn almenningi á Íslandi sem hvorki vill eða getur greitt þetta fjármálaklúður gamla Landsbankans, sem var í einkaeigu, gæti valdið þeim sjálfum skaða. Ef niðurstaða dómstóla yrði sú að ríki bæru ábyrgð á falli einkabanka myndi það verða þessum þjóðum margfalt kostnaðarsamara en Icesavekrafan, -að þurfa að taka á sig fall þeirra eigin einkabanka sem farið hafa á hausinn undanfarin misseri, svo og annarra fjármálastofnana sem eiga hugsanlega eftir að lenda í erfiðleikum.
Bretar og Hollendingar þurfa að fara að átta sig á ábyrgð sinni á fjármálagerningum íslenskra fjármálafyrirtækja í einkaeigu sem fram fóru í þeirra eigin heimalandi fyrir hrun bankanna, -fjarri íslenskum almenningi.
Skýrir kostir í stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef farin verður dómstólaleiðin í Icesave málinu, og við vinnum, hverja á þá að hengja?
Og ef við töpum, hverja á þá að hengja?
Svavar Bjarnason, 20.2.2011 kl. 22:24
Þetta er einmitt málið "No win, situation" fyrir Breta og Hollendinga og raunar fyrir öll ríki heims.
Margir bankar, t.d. í USA, hafa einfaldlega verið látnir falla. Er einhver að fara í mál við bandaríska ríkið?
Auk þess er íslenska bankahrunið einstakt á heimsvísu, sem hlutfall af heildar fjármálastarfsemi heillrar þjóðar.
Þjóðir hafa farið í stríð fyrir minni hagsmuni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.2.2011 kl. 23:39
Bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa lágmarkstryggingar verið greiddar vegna þeirra banka, sem hafa fallið. Meira að segja hafa Bretar greitt allar innistæður einstaklinga á Bretlandi upp í topp. Það er því ekkert aukalega að falla á þá þó dómstólar staðfesti að ríkissjóðir ríkja beri ábyrgð á lágmarkstryggingunni. Þeir hafa því engu að tapa að fara með þetta mál fyrir dómstóla.
Þess vegna er það líklegasta niðurstaðan ef samningurinn verður felldur að málið fari fyrir dóm.
Sigurður M Grétarsson, 20.2.2011 kl. 23:55
Enginn ykkar snillinganna minnist á neyðarlögin og væntanlega meðferð þeirra fyrir dómstólum. Það segir sig sjálft að fari þetta mál fyrir dómstola þá er Ísland í mjög vonum málum. Reyndar erum við það nú þegar með því að tefja þetta mál enn meira og hægja enn og tefja alla uppbyggingu hér með því. En heykvíslahjörðin með mold í hausnum getur ekki skilið þetta.
Óskar, 21.2.2011 kl. 02:20
Hverju töpuðum við með með að "tefja" málið s.l. ár?
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.2.2011 kl. 02:31
Sigurður, fjármálakreppan í Bretlandi og Bandaríkjunum er á mun smærri skala en hér. Sérstök lög gilda þegar um heildarhrun er að ræða eins og hér. Það er ekki leggjandi á nokkurn ríkissjóð að standa undir svona miklum tryggingum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.2.2011 kl. 02:34
Ef þá verður þetta vonandi EU gerðardómstóll [Franskir og þýskir dómarar] sem hlusta rök beggja og bera saman við lögin og þvinga svo fram sættir.
Þetta átti að gera strax ekki fara að semja við ofurefli. Miðað við hvað eru vitlaust afskrifaðp hér þá treysti ég engum sem ekki er búin að fordæma það opinberlega.
Júlíus Björnsson, 21.2.2011 kl. 04:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.