Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki stærri

Dagar Sjálfstæðisflokksins sem leiðandi stjórnmálaafls eru sennilega taldir.  Sigur flokksins nú er varnarsigur.  Gamlir félagar hafa yfirgefið flokkinn og þrátt fyrir mikla óánægju með ríkisstjórnarflokkana fær hann lítið óánægjufylgi. Upplýsingatæknin mun varna því að gömlu flokkarnir leiki sér óábyrgt með kosningaloforðin. Það sýndi sig í þessum kosningum að almenningur mun refsa flokkunum fyrir svikin kosningaloforð og óhæfa gjörninga. Það stendur upp á Framsóknarflokkinn að efna sín kosningaloforð. Geri hann það ekki verður honum illilega refsað eftir 4.
mbl.is Geta myndað stjórn með 51% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórflokkurinn fái frí.

Alþingiskosningar eru ekki knattspyrnukeppni.  Þetta snýst ekki um að halda með sínu gamla liði í rauðu peysunum eða þeim bláu.  Fjórflokkurinn hefur svikið flest allt sem hann sagðist standa fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn vildi berjast fyrir frelsi einstaklingsins, en hefur eignað frelsið útvöldum einstaklingum og fyrirtækjum, Framsóknarflokkurinn var flokkur samvinnuhugsjönarinn, en endaði sem hækja Sjálfstæðisflokksins og er samsekur um efnahagvanda þjóðarinnar, Samfylkingin hefur svikið stefnu sína í jafnréttismálum og sveik öll helstu kosningaloforð síðustu kosninga, Vinstri grænir sviku alþýðuna og hafa reynt að trufla og eyðileggja flest sem hefur horft til bóta í samgöngum og atvinnuuppbyggingu.  Gefum þessu fólki og flokkum frí, - við fáum ekki neitt verra í staðinn.

Leikrit Sjálfstæðisflokksins heldur áfram.

Þá er fyrsta kafla í leikriti Sjálfstæðisflokksins lokið.  Leikritið heitir: Svona tökum við sviðið. Markmiðið er að stela athygli fjölmiðla og allri umræðunni í samfélaginu fram að kosningum með öllum þeim meðölum sem tiltæk eru. Spennandi að vita hvað næsti kafli heitir.
mbl.is Óvissa um framtíð Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband