Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Siðfræði kristindómsins það besta sem við höfum.

Siðaboðskapur kristinnar kirkju er það best sem þekkjum og höfum.  Siðaboðskapur þeirra hópa á Íslandi sem berjast gegn íslensku þjóðkirkjunni er afar óljós í bestafalli sérkennilegur.  Látið er að því liggja að maðurinn sé í eðli sínu góður.  Það er hins vegar mikill misskilningur.  Ef ekki væri fyrir boðskap kristinnar kirkju um kærleikann og boðorð um hvaða siðir gagnast okkur til að halda friðinn við aðra menn þá væri ekki það umburðarlyndi til staðar í íslensku samfélagi sem við eigum að venjast.  Þjóðkirkjan er mikilvæg grunnstoð íslensk samfélags.  Það er óþarfi að láta ófullkonmna preláta eða sérkennilega túlkendur biblíunnar fara í pirrurnar á sér.  Mannleg samskipti eða gjörðir verða hvort sem er seint eða aldrei fullkomnar.
mbl.is Berjast gegn ákvæði um þjóðkirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íþróttabandalag á villigötum.

Maraþonhlaup á götum úti er ekki einkamál. Bann við myndbirtingum eða samningur við einhvern aðila um einkarétt á myndbirtingum af hlaupinu stenst ekki lög og er þar að auki andstætt markmiðum íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.
mbl.is Bannað að birta myndir úr maraþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er örninn hræddur við Sæferðir?

Það hefur lengi verið vitað að ef egg sumra fugla eru handfjötluð þá koma þeir ekki aftur á hreiðrið. Sennilega er það vegna þess að sá sem handfjatlar eggin skilur eftir einhverja mannalykt á þeim. Þó er þetta ekki alveg víst, enda ekki full rannsakað. Mögulega þola sumir fuglar það ekki að hreiðri þeirra sé "ógnað" með of mikilli nærveru. Af skipum Sæferða stafar gríðarlegur hávaði, - kannski þolir örninn ekki þann hávaða?
mbl.is Hafa ekkert með ófrjósemi parsins að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband