Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
12.7.2012 | 17:22
Er Snorri óþolandi?
Það hlýtur eiginlega að vera að Snorri sé óþolandi persóna og lélegur kennari fyrst fræðsluyfirvöld á Akureyri hafa sagt honum upp. Það hlýtur eitthvað annað það að standa í uppsagnarbréfinu og ekki hefur komið fram, en þessar ávirðingar um ótilhlýðilegar skoðanir á samkynhneigð. Ef þetta mál er eingöngu byggt á skoðunum hans á kynhneigð og túlkun hans á boðskap Biblíunnar um samkynhneigð, þá eru skólamálayfirvöld á Akureyri á villigötum. Þar með eru þau sjálf að brjóta þær reglur sem ætlunin er að kenna börnunum, þ.e.a.s; að virða skoðanir annarra og stuðla að tjáningarfrelsi. Svo lengi sem Snorri lætur skoðanir sinar ekki bitna á samkynhneigðum einstaklingum í störfum sínum sem kennari á honum að vera frjálst að túlka orð Biblíunnar og hafa skoðanir á því sem þar stendur. Það er mjög mikilvægt fyrir samkynhneigt fólk að læra að umgangast og virða fólk sem hefur efasemdir um rætur samkynhneigðar.
Menn skeindust á sálinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (189)