Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Það var ekki verið að kjósa um einhverja dómstólaleið.

"sem fékk mann til að líða betur með að ljúka málinu með tiltölulega góðum samningi, en að ljúka því með dómsmáli."

Vill ekki Lögfræðingurinn Lárus Blöndal bíða aðeins með að tala um dómsmál þangað til Bretar og Hollendingar hafa lagt fram kæru í málinu.

Forsætisráðherra sagði í fréttum RÚV að við Íslendingar hefðum hafnað samningaleiðinni og valið dómstólaleið. Er forsætisráðherrann ekki með réttu ráði? Við Íslendingar höfnuðum þessum Icesave samningi, en við höfnuðum ekki um leið að gera enn einn ssmninginn. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni höfnuðum við þessum Icesave samningi, en völdum ekki um leið að fara einhverja ímyndaða dómstólaleið. Það hefur enginn ennþá lagt fram kæru.

Væri ekki rétt fyrir íslensk stjórnvöld og lögfræðinga sem eru í vinnu fyrir þessi sömu stjórnvöld að fara að snúa sér að einhverju öðru en þessum taugaveiklaða ímyndunarleik um "dómstólaleiðir". Nú er þetta Icesave mál búið og við þurfum engum tíma eða orku að eyða í það meir, fyrr en þá að í ljós kemur að lögð hefur verið fram formleg kæra á hendur okkur.


mbl.is Sterk rök okkar í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband