Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Nú vitum við hvað má og hvað ekki má.

Nú vitum við hvað má og hvað ekki má. Var þetta ekki einmitt svona í Sovét. Ég hélt að þetta félag, Reykjavíkurborg væri bara rekstaraðili grunnskólanna og hefði ekki löggjafarvald. Geta borgarfulltrúar og embættismenn borgarinnar ákveðið hvaða helgileiki börnin megi flytja á jólunum? Og nú geta börnin bara ákveðið að taka ekki þátt í hinu og þessu, hvar sem þau eru á vegum grunnskólanna, - a.m.k. þegar farið er í kirkjuheimsókn. Ætli þessar kirkjuheimsóknarreglur flokkist ekki undir mannréttindalög. En agavandamálin í grunnskólunum, ætli þau fari batnandi eftir því sem slíkum reglum fjölgar? Eitt er víst; allur þessi málatilbúnaður mannréttinaráðs, menntaráðs og borgarráðs var óþarfur. Það voru engin vandamál og samkipti grunnskóla og þjóðkirkju hefði frekar átt að auka og styrkja. Ekki veitir af að kenna þessari þjóð góða siði.
mbl.is Með sama sniði og fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisútvarpið - heil 5 atkvæði.

Skammstafanir eru eins og orðið ber með sér, til að stafa og stytta texta. Ríkisútvarpið er heil 5 atkvæði. Mörður Árnason er líka 5 atkvæði. Spurning hvort hægt væri að skammstafa Mörð. Ef við ætlum að leggja það í vana okkar að skammstafa nöfn á fyrirtækjum sem bera 5 atkvæði eða meira og nota skammstafanirnar í talmálinu, þá fer að vera vandlifað.
mbl.is Ríkisútvarpið heitir Ríkisútvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonarglæta.

Ég skynja smá vonarglætu í viðbrögðum Jóhönnu Sigurðardóttur við nýjasta kvótafrumvarpinu. Ef marka má yfirlýsta stefnu þessarar ríkisstjórnar þá var ekki markmiðið að festa réttindi útvegsfyrirtækja á fiskveiðiheimildunum í sessi heldur að losa um þau, til að skapa mætti nýtt umhverfi í sjávaútveginum þar sem framboð og eftirspurn réðu ríkjum, -janfnt við sjósókn sem vinnslu og sjávarbyggðirnar fengju aftur að hluta þau sérréttindi að mega sækja á nálæg fiskimið.
mbl.is Hefnd og pólitísk gíslataka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sigmundur Ernir hættur að styðja ríkisstjórnina?

Er Sigmundur Ernir hættur að styðja ríkisstjórnina? Nei, hann er ekki hættur því. Hann er bara í fýlu og vill fá nammi í staðinn fyrir að hætta í fýlunni.
mbl.is Óviss um stuðninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolefnisskattur?

Það er eitt merkilegt við þessa umræðu um kolefnisskatt; Þessi skattur hefur engin áhrif á mengunina frá fyrirtækjunum. Það er einnig hægt að stjórna því hversu mikinn útgang fyrirtækin spúa út í andrúmslofti, án þess að leggja á þau aukna skatta. Hér er því siglt undir fölsku flaggi eins og ræningjarnir á alþingi eru þekktir fyrir.
mbl.is Ekki starfi sínu vaxinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru "hugsjónir" Sjálfstæðisflokksins kannski aðeins fyrir útvalda?

Horfir þjóðin til Sjálfstæðisflokksins? Það held ég ekki. Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill að þjðin horfi til hans þá þarf hann að taka nýjan og annan kúrs í flestum málefnum. Ef ég mætti ráðleggja Sjálfstæðisflokknum þá væri það góð byrjun að miða málefni dagsins við þau sjónarmið sem einu sinni voru uppi í Sjálfstæðisflokknum og kennd voru við heiðarlega samkeppni og atvinnufrelsi. Þessi hugtök hafa undanfarna áratugi aðeins gilt fyrir útvalda, - og það nefnilega í boði Sjálfstæðisflokksins.
mbl.is Þjóðin horfir til Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband